Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 7
DÝRAVE RNDARINN 23 Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi: LÖG TJM FUGLAVEIÐAR OG FUGLAFRIÐUN 5. gr. Aðilar samþykktarinnar skuldbinda sig til að banna eftirtaldar (veiði)-aðferðir, sem valdið geta fjöldadrápi fugla eða föngun eða bakað þeim kvalir að nauðsynjalausu. Og í þeim löndum, þar sem slíkar aðferðir eru nú heimilar samkv. lögum, skuldbinda aðilar samþykktarinnar sig til að taka smám saman í lög þau ákvæði, er banni þær eða setji notkun þeirra takmörk: a. snörur, lím, gildrur, öngla, net, eitrað eða deyfandi agn, blindaða bandingja; b. gildrur fyrir endur; c. spegla, blys og annan ljósaútbúnað; d. net eða aðrar fiskveiðatilfæringar til þess að veiða sundfugla; e. marghlaðnar eða sjálfhlaðnar haglabyssur, sem taka fleiri en tvö skothylki; f. yfirleitt öll skotvopn önnur en þau, sem skjóta má með frá öxl; g. notkun vélknúinna báta til þess að elta eða skjóta fugla á ósöltu vatni og, frá 1. marz til 1. október, á sjó innan landhelgi eða með ströndum fram; h. notkun vélknúinna farartækja á landi eða flugvéla til þess að skjóta fugla eða reka þá; i. að heitið sé verðlaunum fyrir að fanga fugla eða eyða þeim; J. heimild til þess að skjóta fugla eða veiða þá í net skal háð takmörkunum á öllum árs- tímum og afnumin með öllu um varptímann á sjó, í fjörum og með ströndum fram; k. allar aðrar aðferðir, sem stefna að fjölda- drápi fugla. Undantekningar frá ákvæðum þessarar grein- ar eru tilgreindar í 6. og 7. grein. 6. gr. Ef einhver fuglategund á tilteknu svæði er lík- ^eg til þess annað hvort að reynast hættuleg nytja- gróðri eða dýrum með skaða þeim, er hún gerir á ökrum, vínekrum, matjurtagörðum, aldingörð- um, skógum, veiðidýrum eða fiski, eða er líkleg til að eyða eða fækka einni eða fleiri tegundum, sem æskilegt er að viðhalda, skal réttum stjórnar- völdum heimilt, með því að veita einstaklingum leyfisbréf, að létta af banni þvi, er 2. til 5. grein fyrirskipa, að því er til þeirrar tegundar kemur. Eigi að síður skal það vera ólöglegt að kaupa eða selja fugla, sem veiddir eru samkvæmt und- anþágu þessari, eða flytja þá burt af því svæði, þar sem þeir voru veiddir. Nú eru í landslögum einhver önnur ákvæði, er gera það kleift að draga úr spjöllum af völd- um tiltekinna fuglategunda, og mega þá aðilar að samþykktinni láta þau ákvæði haldast, að því tilskildu, að tryggt sé, að tilveru viðkomandi teg- undar sé ekki stefnt í hættu. Með því að sérstakir atvinnuhagsmunir eru í húfi i Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum, mega rétt stjórnarvöld í löndum þessum gera undan- þágur og leyfa sérstök frávik frá ákvæðum þess- arar samþykktar. Ef Island skyldi gerast aðili að samþykktinni, mundu hinar sömu undanþágur og frávik verða leyfð þar, skyldi þess verða æskt. I engu landi skal neitt það aðhafzt, er leiði til gereyðingar þeirra staðfugla eða farfugla, sem um ræðir í þessari grein. 7. gr. Undanþágur frá ákvæðum þessarar samþykkt- ar mega stjórnarvöld veita í þágu vísinda og fræðslu, eða ef um er að ræða viðreisn fuglastofna, klak, og uppeldi veiðifugla, eða fálkahald, eftir því sem á stendur, og að því tilskildu, að nauð- synlegrar varúðar sé gætt til þess að girða fyrir misnotkun. Ákvæði 3. og 4. gr. um tilflutning (transport) skulu ekki gilda í brezka konungsríkinu. I engu landi skal bann 3. greinar taka til fiðurs af þeim tegundum fugla, sem leyfilegt er að veiða í því landi. 8. gr. Aðilar samþykktarinnar skuldbinda sig til að gera skrá yfir þá fugla, sem leyfilegt verður að drepa eða fanga í landi hvers þeirra, samkvæmt þeim skilyrðum, er samþykkt þessi setur.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.