Dýraverndarinn - 01.03.1955, Page 2
10
DÝRAVERNDARINN
Hreindýrahjörðin á Austuröræfum
Hreindýrin eru fögur dýr og tíguleg, og það
er heillandi sjón að sjá homprúðan hóp þessara
dýra, þar sem þau geysast frjáls og stygg um
mosagróin öræfin, undir bláheiðum himni í sindr-
andi sól. Eða sjá hópinn nema staðar á hæð:
Hornstiklamir bera við loft, veðrandi snoppurn-
ar teygjast gegn vindáttinni, nasirnar fnæstar,
augun frán, og svo allt í einu snögg hreyfing:
öll dýrin snarsnúa sér við og þeytast af stað, fóta-
takið eins og jódynur; það rýkur úr þurrum mel,
og sólin glitar hið rauða ryk.
Eins og lesendum Dýraverndarans er kunnugt,
eru heimkynni hreindýranna heimskautalöndin
svokölluðu, á norðurhveli jarðar. Lapparnir í
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eiga tamin hrein-
dýr, og er talið, að í hreinhjörðum þeirra séu
upp undir hálf milljón dýra. Þá mim vera um
ein milljón taminna hreindýra í freðmýrahér-
uðum Rússlands. Hreindýrin eru hirðingjaþjóð-
unum það, sem kýr, hestar og kindur eru íslenzk-
um bónda. Fullorðið hreindýr mun vera 120—150
kíló að þyngd, og hreinkjötið er mjög lostætt.
Skinnið af hreinunum er bæði haldgott og hlýtt,
og horn og sinar dýranna kunna hirðingjarnir
að nota sér. Hreindýrin eru ekki nythá, en mjólk-
in úr þeim er margfalt kostbetri en kúamjólk.
Hreindýrin þykja óþjál í tamningu, en eru þó
notuð bæði til dráttar og burðar. Fullorðinn
hreinn getur dregið 200 kílóa hlass sextíu kíló-
metra í lotu, eða eins og frá Reykjavík og austur
í Flóa. Hreindýr þola ekki mjög þungar klyfjar,
en talið er, að þeim veitist létt að bera fjörutiu
kílóa byrði, tuttugu í hvorri klyf.
Hreindýrin voru flutt til Islands seint á 18. öld.
Þau hafa aðeins lifað hér villt, og nú um langt
skeið hafa þau ekki verið til annars staðar á
landinu en á öræfum Austurlands. Fyrir hálf-
um öðrum áratug voru framtaksmenn á Austur-
landi vel á veg komnir með að útrýma þessum
fögru dýrum, en þá var það, að stjórnarvöldin
tóku þann kost að hlíta þekkingu og ráðum Helga
rithöfundar Valtýssonar, sem hefur kynnt sér
lífshætti og lífsskilyrði hreinadýra, ræktun þeirra
og gagnsemi öðrum Islendingum fremur og ann
raunar öllum fögrum eða gagnlegum gróðri í
ríki manna, dýra og jurta. Dugðu ráð Helga svo
vel til viðgangs dýrunum, að þeim fjölgaði ört,
og var áætlað, að í stað á að gizka hundrað hrein-
dýra á Austuröræfum árið 1939, væru þau sum-
arið 1954 orðin um það bil tvö þúsund.
Nú var talið, að beitilönd eystra þyldu ekki
slíka hreindýrahjörð, hvað þá stærri, og kvört-
uðu bændur mjög undan því, að hreindýrin spilltu
fyrir þeim högum. Stjórnarráðið og ráðunautar
þess, svo sem Helgi Valtýsson, töldu æskilegt,
að dýrunum yrði nú fyrst og fremst fækkað á
þann hátt á Austuröræfum, að allmörg dýr yrðu
flutt til annarra landshluta. Var skrifað sýslu-
nefndum Árnessýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu
og Borgarfjarðar- og Mýrasýslu og þær spurðar,
hvort þær teldu æskilegt, að hreindýr væru flutt
í afréttarlönd þeirra. Svöruðu allar sýslunefnd-
irnar neitandi nema sýslunefnd Árnessýslu, en
þau lönd Árnesinga, sem koma þóttu einkum til
greina, liggja að afréttarlöndum bænda í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Þótti stjórnarráðinu ekki
fært að láta flytja hreindýr í afréttarlöndin gegn
mótmælum hlutaðeigandi sýslunefnda, ekki sízt
þar sem ekki var talið með öllu útilokað, að með
hreindýrunum kynni að flytjast hin illræmda og
skæða garnaveiki, sem herjað hefur í sauðfé Aust-
firðinga. Varð það svo að ráði, að skotin væru
sex hundruð hreindýr, tarfar, kýr og kálfar úr
hjörðinni. Var síðan efnt til hreindýraveiða
eystra, og víst er um það, að ekki munu veiði-
leyfin hafa verið látin ónotuð. Báru veiðigarparnir
þær fregnir kinnroða- og athugasemdalaust í
blöðin, að margt særðra dýra hefði gengið þeim
úr greipum.
Nýlega hefur ungur menntamaður, Egill Jón-
asson frá Stardal, skrifað grein um þessi mál í
dagblaðið Vísi. Hann sýnir þar réttilega fram á,
að hægt sé að hafa mikið gagn af hreindýrunum
sem veiðidýrum og halda hreindýrastofninum inn-
an skynsamlegra takmarka með því að gefa ákveð-
inn fjölda veiðileyfa. En hann leggur í greinum