Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 4
VETRARGESTUR Þarf ar aðcerðir Skýrsla frá Hallsteini Hinrikssyni, kennara. Hallsteinn og vinnuflokkur lians. Ég tók að mér, fyrir tilmæli bæjarstjóra, Stefáns Gunnlaugssonar, að l'jarlægja gamlar girðingar og gaddavir, sem hættulegur gat talizt skepnum. Við starfið notaði ég vinnuflokk unglinga, sem ég hef stjórnað tvö s.I. sumur. Dýraverndunarfélag íslands samdi um þetta við bæjarstjórann. Ég talaði við ýmsa kunna menn, áður en starfið hófst. Og var Jrað álit Jreirra, að mjög nauðsynlegt væri að fjarlægja gamlar mæðiveikisgirðingar og Hafnarfjarðargirðinguna giimlu. Við byrjuðum Jm suður af Húsfelli. Og ein girðingin lá Jraðan, aust- an við Helgafell, suður milli Lönguhlíðar og Undir- hlíða, yfir Undirhlíðar og niður á Krýsuvíkurveg og með fram honum. Girðingu Jjessari hefur ekkert verið haldið við upp á síðkastið. Við grófunr vírinn niður, Jrví að mjiig erfitt er að koma bílum að. Þá tókum við girðingu (mæðiveikis) sem lá frá Húsafelli austur á fjall, og komumst við næstum alla leið að fjallinu. Þessi girðing lá einnig í aðra átt, Jr. e. yfir Húsíell og norð-vestur í Heiðmörk, og Íjarlægðum við hana einnig. Einnig fjarlægðum við allmikið af vírflækjum, sem eru eftirstöðvar frá dvöl hersins, bæði í Hafn- arfirði og umhveríi. Allar þessar girðingar voru orðnar stórhættulegar skepnum. Næsta skrefið þyrfti að vera j)að, að fjarlægja girðingu þá, er liggur Það var í nóvember í íyrrahaust, að fólkið í Botnsskála í Hvalfirði varð vart við ókennilegan fugl, sem J)að J)óttist sjá, að ekki nrundi kunna að bjarga sér, eftir að íslenzkur vetur væri í garð genginn. Það náði honum og bjó honum vetur- setu innanhúss við skilyrði, sem J)að taldi, að hon- um gætu hentað, og brátt hafði iólkið komizt að raun um, lrvað honum féllt bezt að eta, og virtist hann una Jrarna lífinu allvel. Þetta er miðlungi stór spörfugl, stærri en sólskríkja og þúfutittling- ur, en minni en þröstur, rauðleitur á bringu, en dekkri á hálsi. Fengu börnin í Botnskála miklar mætur á gestinum. Þegar hlýnaði í lofti og snjóa leysti, tók hann að syngja lagstúfa og óróaðist mjög í vistarveru sinni. Það voraði vel, og brátt tók skógurinn að laufgast. Þá varð J)að að ráði að sleppa fuglinum, og íylgdu honum góðar óskir um gleðilega sumar- daga, Jjegar hann sveiflaði sér inn í kjarrið. Hann sást ekki aflt sumarið og liaustið, og fóst- urforeldrar lians í Botnsskála voru að vona, að hann mundi lrafa flogið til heimkynna sinna sunn- an við ála íslands. En viti menn. Einn dag í nóvember síðast liðn- um var vetursetugesturinn kominn að skálanum, auðsjáanlega í Jjeim vændum að beiðast J)ar vetur- vistar. Samt var lrann svo styggur eftir frjálsræðið í Botnsskógi, að leita varð lags um að veiða hann í net. Nú nýtur hann sömu gistivináttu hjá Eiríki húsbónda og fjölskyldu hans og hann naut í fyrra. Honum verður auðvitað sleppt út í syngjandi vorið eins og áður, en svo er J)á að vita, hvort hann sleppur við árásir fálka og smyrils næsta sumar og kemur enn tif vetursetu í Botnsskála... En varla mun hann leggja á hafið, úr því að hann gerði J)að ekki í sumar sem leið. eftir íjallinu og suður í Selvog. Og einnig mun eitt- hvað vera eftir af vírflækjum í nágrenninu. Stundafjöldi og kostnaðarreikningur fylgir hér með á skýrslum, sem bæjargjaldkeri hefur í sinni umsjá. Við notuðum bíla til að fara með okkur og sækja að kvöldi, en þeir biðu aldrei eftir okkur. 4 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.