Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1962, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.12.1962, Blaðsíða 4
Dýravinurinn á Selnesi og olíumengun sjávar Verðlaunaritgerð Jóns Norðmanns Jónssonar, kennara og bónda á Selnesi á austanverðum Skaga, þótti lesendum Dýraverndarans mjög athyglisverð, enda er auðsætt a£ henni, að höfundurinn er mik- ill dýravinur og hefur yndi af að hyggja að dýr- unum í kringum sig, fleygum sem ófleygum. Fyrir skemmstu var hann á ferð hér syðra, og hittust þeir þá að máli, hann og ritstjóri þessa blaðs. Komu þeir víða við i samræðum sínum, en þótt báðir hafi þeir gaman af mörgu og margvíslegu, kom þar fljótlega máli þeirra, að dýrin urðu aðalum- ræðuefnið. Jón spurði, hvað liði reglugerð þeirri, sem setja ætti samkvæmt lögum um aðild íslands að Lundúnasamþykktinni um olíumengun sjávar. Svo vel vildi til, að ritari dýraverndunarsambandsins og ritstjóri Dýraverndarans höfðu daginn áður gengið á fund sjávarútvegsmálaráðherra og spurt hann um þetta mál. Hann kvað lögin þegar hafa tekið gildi, svo að skip mættu ekki menga sjóinn olíu við strendur íslands, en samþykktin, sem ætti við olíustöðvar á landi, væri á döfinni, og lofaði hann að ýta á þann embættismann, sem hann hefði falið að semja hana. Þetta þótti Jóni Norðmann taka þessi mál til mjög alvarlegrar yfirvegunar, því að engum hlýtur að vera það ljósara en beztu mönnum slíkra samtaka, hver voði er hér fyrir höndum, ef ekki verður tekið eindregið í taumana. Og síðast en ekki sízt verður að krefjast þess, að embættismenn, sýslumenn, bæjarfógetar, lögreglu- stjórar og lögreglumenn geri skyldu sína um gæzlu þeirra laga, sem vernda dýrin gegn illri meðferð og þjóðina gegn þeirri siðspillingu, sem í því felst, að virða ekki einu sinni svo mjög helgi lífsundursins, að hún láti þau dýr, sem eru ein meginstoðin und- ir lífsöryggi hennar, njóta mannúðlegra lífsskilyrða um meðferð og fóðrun. Að þetta megi verða er sú nýársósk, sem dýra- verndunarsamband íslands á bezta og heillavœnleg- asta íslenzku þjóðinni til handa. Jón Norðmann Jónsson góð tíðindi. Lét liann þess getið, að á hverjum vetri, þegar norðan stormar geisuðu, með miklu hafróti, bærist mikið magn a£ olíu upp að ströndum Skag- ans og biði fjöldi fugla bana af völdum hennar. Sagði hann ritstjóranum átakanlegar sögur af því, hve hörmulega bæði hvítfugl, svartfugl og J)ó eink- um æðarfugl liefði verið leikinn á hverjum vetri af þessum sökum. „Ég get nú varla skilið, að skip hafi undanfarna vetur losað mikið olíumagn í sjóinn norðan við ísland," sagði ritstjórinn. „Ég segi nú það sama,“ mælti bóndinn á Selnesi. „Hver gæti þá verið orsök þessa?“ „Ég hef verið að ímynda mér,“ svaraði Jón Norð- mann, „að olíuskip, sem sökkt var á stríðsárunum á leið frá Ameríku til Rússlands, geysistór og mikil skip, með lagarheldum skilrúmum, lægju enn að nokkru óbrotin á hal'sbotni hér norðan við landið, sum langt undan, og þegar norðan fárviðri geisaði dögum saman og stundum eitt af öðru, með til- tölulega litlu millibili, kæmist meira og minna rót á þessi skip, þau brotnuðu meir og meir, og svo færi þá mikið magn olíu í sjóinn og bærist síðan undan stormi og stórum sjóum upp að andnesjum og útskögum." Þetta er mjög líklega til getið, og Jjví miður er Jtarna ekki unnt úr að bæta. En vonandi mundi þess nú ekki lengi að bíða, að sjórinn hefði unnið bug á öllum þeim olíuskipum, sem sökkt var á styrj aldarárunum. Jón Norðmann sagði að lokum ritstjóra Dýra- verndarans tvær sögur af dýrum, sem birtar eru í {}essu blaði undir fyrirsögninni Yngstu lesendurnir. 84 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.