Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1962, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.12.1962, Blaðsíða 9
Sö^uí Jóns Norðmaims SKRAUTA OG TÝRI Jón Norðmann hefur aðeins eina kú á búi sínu, og heitir liún Skrauta. Vorið 1961 átti Skrauta ekki að bera fyrr en nokkru eftir að túnið á Selnesi var orðið allvel gróið, og leysti bóndi hana út, þegar kominn var nægur gróður og sæmileg hlýindi. Hann lét hana ganga á túninu, og átti hún þar góða daga. Jón á hund allstóran, sem heitir Týri. Hann er í móðurættina af hreinræktuðu skozku fjárhunda- kyni, en í hina er hann blendingur. Líkist hann allmikið í móðurætt. Týri taldi sig eiga að verja túnið, og vildi hann reka Skrautu á brott, en hús- bóndi lians kom lionum í skilning um, að það væri alls ekki hlutverk hans, — hann ætti aðeins að verja völlinn fyrir ágangi annarra skepna. Ekki undi Týri þessu alls kostar vel, og hélt hann sig gjarnan í nánd við Skrautu, eins og hann vænti af lienni einhverra þeirra túnspjalla, sem ltúsbóndinn teldi, að ekki mættu líðast. En Skrauta, sem var þarna ein síns liðs, leit alls ekki á Týra sem túnvörð, heldur sem félaga sinn, og brátt kom þar, að þegar Jón brá sér eitthvað frá og hafði Týra með sér, baulaði kýrin, eins og hún vildi segja: „Þarftu nú endilega að vera að taka frá mér þennan eina félaga, sem ég á?“ Og þegar þá svo bar að garði, Jón og Týra, heils- aði hún með bauli og kom á móti þeim félögum, og var auðsætt, að það var einkum Týri, sem hún var að íagna, því að hann var það, en ekki Jón, sem helzt ekki vék l'rá lienni, þegar hann var heima. Og brátt breyttist viðhorf Týra við Skrautu. Hann fór að ganga til hennar, og þau sleiktu hvort annað, og þegar Jón kvaddi hann til farar með sér, leit rakkinn til Skrautu og dinglaði rófunni, eins og hann vildi sagt hafa: „Ég verð víst að fara með húsbóndanum, en vert þú alveg viss, vina mín, ég kem bráðum aftur.“ Þegar þeir svo komu úr ferðinni, hvort sem hún var löng eða skömm, hraðaði Týri för sinni, þá er hann tók að nálgast túnið, og hljóp til Skrautu og heilsaði henni með kossi og rófudilli. Þarna eru þau vinirnir d Selnesi, Skrauta og Týri. Hugs- ið ykkur að Skrautu leiddist, þegar Týri jór að heiman. Svo kom að því, að Skrauta bar. Og það var nú síður en svo, að liún teldi sig þurfa að vernda káll'- inn sinn fyrir Týra. Hún virtist hafa yndi af því að sýna honum kálfinn. Félagsskapur og vinátta þeirra Skrautu og Týra hefur haldizt. Þau heilsast alltaf og kveðjast sem mestu vinir, og þótt Týri afræki ekki fylgd við húsbónda sinn, skiptir hann alltaf tíma sínum milli hans og Skrautu, þegar þess er kostur. Þess skal svo getið, að Týri hefur hælileika til að finna l'é, sem lent hefur í fönn. Haustið 1961 gekk vetur seint í garð, og þegar hvassviðri kom og mjöllinni dyngdi niður, vildi svo til, að nágranni Jóns var í kaupstað, svo að nokkrar af kindum hans fennti. Fékk hann þá Týra lánaðan, og Týri krafsaði þar, sem fé var undir. Fundust þannig ein- hverjar dauðar kindur, en fleiri lifandi. MÝSNAR í FJÓSINU Fjósið á Selnesi er með veggjum úr torfi og grjóti, og hafa mýs grafið sér holur gegnum þá. Ekki hef- ur þó húsbóndi Skrautu talið, að henni mundi nægja félagsskapur músanna, og hefur hann jafnan hrúta sína á vetrum í stíu í fjósinu, og virðist hún kunna þessu vel, því að jafnan baular bún, ef báðir lirút- arnir eru kvaddir til sinna starfa í einu. Veturinn 1958—’59 var um tíma harður þarna norður á Skaganum, og sóttu þá hagamýs mikið í UÝRAVERNDARINN 89

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.