Dýraverndarinn - 01.05.1981, Page 2

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Page 2
Til umhugsunar Þrátt fyrir margar góður bækur um uppeldi hvoípa eru það, að því er virðist, enn ekki allir hundaeigendur sem tiieinka scr þann fróðleik sem þessar bækur hafa upp á að bjóða. Að vísu eru þessar bækur ekki á íslensku en langflestir Islendingar eru læsir á eitthvert erlent tungumál. Hundahaldið byrjar oftast á því að „fallið er fyrir" ca. mánaðargömlum hvolpi sem á að drepa. Dýrið, al'tof ungt, er tekið heim og verður „fórnarlamb" yfirgengilegs dekurs sem á ekkert skylt við raunverulega væntumþykju. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þegar hvolpurinn er á aldrinum 5—9 mánaða gefst fólkið upp, því að hann er orðinn frekur, geltinn, nagar alit, stelur mat og sníkir en er að öðru leyti matvandur, stekkur upp á fólk, sóðar út rúmfötin, glefsar og gerir jafnvel þarfir sínar inni. Leitað er aðstoðar til að koma þessum hvolpum á „góð" heimili. Slíkar til- raunir eru í langflestum tilfellum árangurslausar og hvernig er líka hægt að mæla með svo illa vöndu dýri? Stundum flækist hvolpurinn milli manna í ein- hvern tíma og ekki batnar ástandið á dýrinu við það. Endirinn er óumflýjan- legur — hvolpurinn er aflífaður. En ef hundaeigandinn hefði tekið hlutverk sitt alvarlega, kynnt sér rétta meðferð dýrsins og FARIÐ EFTIR ÞEIM RÁÐLEGGINGUM, hefði sagan ekki fengið svona sorglegan endi, heldur hefði hundurinn orðið glaður vinur og félagi fjölskyldunnar alla sína ævi. /. 5.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.