Dýraverndarinn - 01.05.1981, Side 6

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Side 6
Fuglarnir okkar LÓMAÆTTBÁLKURINN ( Colymbiformes) HIMBRIMINN (Colymbus immer, Briinnich) Himbriminn er allalgengur fugl hérlendis, en þó er hann frekar sjaldgæfur í öllum láglendum hér- uðum sunnanlands. Hann er aðal- lega fjalla- og heiðafugl og öræfa. Hann er á öllum fjallavötnum, einnig á smátjörnum og lónum eða við ár, þar sem fiskgengd er. Þar sem himbriminn hefur numið land, má ætíð vænta einhverrar veiðar í vötnunum, enda þótt það þurfi eigi ætíð að vera nytjafiskur á okkar mælikvarða. Himbriminn tekur helst smáfisk, þ. e. silungsseiði, hornsíli og þess háttar. Hann er nær eingöngu fiskæta og gæti því gert nokkurn usla í fiskklaki, ef því væri að skipta, en þar sem hann er mest á heiða- og hálendisvötnum, er hann meinlaus og vel að þeirri veiði kominn, sem enginn getur nytjað úr byggð. Himbriminn er með þeim stærstu og ásjálegustu sundfuglum, sem hér eru til. Hann er að mestu staðfugl hér, enda þótt eitthvert slangur af ungviði hans fari oftast af landi burt á hverju hausti, að því er menn álíta, en þetta er þó ósannað. Fullorðinn himbrimi, í sumar- búningi, er svartur á höfði og hálsi, með dökkgrænleitri og bláleitri (neðantil) slikju eða gljáa á hálsin- um. Neðan við kverkina er hvít þverrák, samsett af hvítum lang- 2 dröfnum og neðarlega á hálsinum, utan á hliðunum er sama háttar, breið, hvítleit þverrák eða belti, sem stundum nær í hring utan um hálsinn eða allt að því. Herðarnar, bakið allt og vængir er svart, með þéttum, oftast rétthyrndum, hvítum blettum. Eru þessir hvítu blettir stærstir og reglulegastir á herðun- um. Stélið er svart. Að neðanverðu er hann allur hvítur. Nefið er langt og frammjótt, hvítleitt í oddinn. Fætur svartir. Hann er dökkmó- eygður: í vetrarbúningi er hann hvímr á hálsinum framanverðum, bakið svartleitt, með hvítgráum bletmm, nefið hvítleitt og ljósast við nefræturnar. Unginn líkist for- eldrunum í vetrarbúningi, en væng- irnir á þeim eru svartir, með eng- um hvítum blettum eða dröfn- um. Fæturnir á himbrimanum eru svo aftarlega, að hann getur alls ekki gengið á þeim, en þeir eru því betri sundfæri. Hann er einnig all- sæmilegur flugfugl, því að væng- irnir eru vel lagaðir til flugs (langir og mjóir). Himbriminn er því all- ósjálfbjarga á landi, enda fer hann þangað aðeins til þess að verpa. Hreiðrið er því ætíð á vatnsbakk- anum eða á hólmum og eyjum svo nærri fjöruborði, að hann geti skriðið af því á vatn, ef ófrið ber að höndum. Himbriminn verpur um mánaðamótin maí og júní eða síðar eftir árferði og staðháttum. Á hálendinu verpur hann óvíða fyrr en í júnílok eða júlíbyrjun. Him- briminn verpur aðeins tveimur all- stórum, móleitum eggjum. Útung- unartíminn er talinn fullur mánuð- ur, eða um 30 dagar, og svo er álit- ið, að unginn sé orðinn 6—7 vikna, áður en hann verður fleygur. En í raun og veru er ekkert af þessu vit- að nákvæmlega, því að áreiðanlegar athuganir eru sára fáar til. Á haustin fer hann til sjávar og dvelst inni á fjörðum og vogum og víkum að vetrarlagi, einkum sunn- anlands og vestan. Heimkynni himbrimans erlend'S eru meðal annars á Grænlandi, á Jan Mayen? Norður-Ameríku all- víða og í Norðaustur-Síberíu. Á vetrum er hann algengur við strendur Stóra-Bretlands og víðar, jafnvel suður við Miðjarðarhaf, og vestanhafs fer hann suður í Mexikó- flóa. (Stærð: 1. 750-820 mm; v. 320- 405 mm; n. 74-90 mm; fl. 87-94 mm (erlend mál; íslenskir him- brimar eru e. t. v. dálítið minni)). BRÚSINN (Colymbus arcticus, L) er erlendur himbrimi, algengur í næsta ná- grenni okkar austanhafs, sem talið er, að hafi sést hér, og er það eigi ólíklegt. Hann er nokkru minni en himbriminn og hefur engan hvítan hring utan á hálsliðunum. Hálsinn framanverður er svartur, en annars er höfuð og háls grá- leitt. Hvítu blettirnir skiptast I reiti á herðunum, en á milli reitanna er bakið svart. Það er ekki ólíklegt, að brúsinn gæti tekið upp á því að verpa hér, ef hann vendi hingað komur sínar. DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.