Dýraverndarinn - 01.05.1981, Side 7
Lómur við hreiður. — Ljósm. Skúli Gunnarsson.
LÓMURINN
(Colymbus stellatus, Pontoppidan)
Lómurinn er algengur fugl, svo
að segja um land allt. Hann verpur
við vötn, tjarnir, ár og síki, sem
fiskar ganga í, því að hann er að
sínu leyti engu minni fiskæta en
himbriminn, frændi hans. Hann er
hér öllu meiri staðfugl en himbrim-
inn, og hann fer sjaldnast langt frá
heimkynnum sínum að vetrinum
samkvæmt því, sem vitnast hefur
um hann með merkingum. Þannig
hafa t. d. lómar merktir á Rauða-
sandi komið fram einu og tveimur
árum síðar við Hvalfjörð sunnan-
lands og við sunnanverðan Húna-
flóa fyrir norðan, og eru þetta
lengstu ferðalögin, sem enn er vitað
um. Flestir hafa náðst aftur í ná-
grenni merkingastöðvanna.
Lómurinn kemur allsnemma á
vorin til varpstöðvanna eða ná-
grennis þeirra, þegar vötn og ísa fer
að leysa. Hann verpur helst þar sem
eru sefi vaxnar tjarnir með smá-
hólmum eða þúfum upp úr, eða á
mjóum töngum út í vatnið. Hreiðr-
ið er oft nær hulið af gróðrinum.
Það er ætíð svo nærri vatnsborði,
að honum sé auðvelt að komast af
því á flot, ef þess þarf við. Hann á
ekkert hægar um gang en himbrim-
inn, en hann flýgur allvel. Lómur-
inn er illræmdur fyrir ófögur hljóð,
einkum á síðkvöldum og í þoku-
veðri. Hann veldur því stundum
eins konar reimleikum um hásum-
arið. En þetta er aðeins málfæri
hans og sönglist. Hann verpur í
júní tveimur dökkmóleitum eggj-
um, nauðalíkum eggjum himbrim-
ans, en talsvert minni að stærð. Ut-
ungunartíminn er álitinn vera um
24-28 dagar, og ungarnir eru í um-
sjá foreldranna þangað til þeir eru
um það bil 5-6 vikna gamlir og
orðnir fleygir og sjálfbjarga. Á
haustin fara þeir til sjávar, þar sem
þeir dvelja yfir vetrarmánuðina.
Eru þeir venjulega farnir fyrir rétt-
ir á haustin. Lómurinn er allstygg-
ur fugl og tortrygginn, jafnvel
styggari en himbriminn. Hann ger-
ist alldjúpsyndur, þegar hann verð-
ur einhvers misjafns var, og sést þá
oft ekki annað upp úr en höfuðið,
skimandi í allar áttir. Telji hann
hættu á ferðum, neytir hann vængj-
anna og flýgur brott, en stingur sér
á kafsund, ef bráður voði er búinn
úr lofti.
Fullorðinn lómur í sumarbúningi
er svartleitur ofan á höfðinu, með
ljósgráum jöðrum á fiðrinu, en
vangarnir og hálsinn utan á hliðun-
um er mógrátt. Á bakinu er hann
mósvartur með dálítið ljósari jöðr-
um á fjöðrunum, en litlar, hvítar
dröfnur eru á dreif á vængþökun-
um og afturhluta baksins. Flug-
fjaðrirnar eru svartar, en stélið mó-
svart. Framanverður hálsinn er
rauð-móleitur, en bringan og kvið-
urinn allur er hvítur. Nefið er svart
og fæturnir svartleitir, augað rauð-
móleitt með þéttum hvítum dröfn-
um, en kverkin, framanverður háls-
inn og búkurinn allur að neðan-
verðu er hvítur. Nefið er þá hvít-
grátt.
Ungarnir eru svipaðir fullorðn-
um fuglum í vetrarbúningi, en lit-
irnir allir eru óskýrari á þeim.
Heimkynni lómsins erlendis eru
meðal annars á Norðurlöndum og
á Finnlandi, á Norður-Rússlandi og
um alla norðanverða Asíu. Vestan-
hafs er hann á Grænlandi og um
alla nyrstu hluta Norður-Ameríku.
Þá er hann til norður á Spitzberg-
en, í Færeyjum og á írlandi (sjald-
gæfur þar).
(Stærð: 1. 598-716; v. 248-310
mm; n. 51-62 mm; fl. 70-76 mm).
SEFANDAR-
ÆTTBÁLKURINN
( Podicipiformes)
SEFÖNDIN
(Podicipes auritus (L))
Seföndin, flórgoðinn, flóðskítur
o. m. fl., er algengur farfugl um
land allt. Seföndin kemur oftast nær
DÝRAVERNDARINN
3