Dýraverndarinn - 01.05.1981, Side 9
sig, að almenningur gat ekki skýrt
þetta á annan veg á þeim tímum.
Það kemur og víðar við í þjóðsög-
um. Römmustu galdrarúnir varð að
skrifa með stélfjöður úr keldusvíni,
ella var vandséð, að töfrarnir kæmu
að haldi. En keldusvínið er næstum
stéllaust, svo að það var ekki auð-
hlaupið að því að fást við þess hátt-
ar kukl.
Keldusvínið fer mjög huldu
höfði. Það hefst nær eingöngu við
í bautum mýrum og í forarflóum,
þar sem gróður er bæði þéttur og
hávaxinn. Það er því auðskilið, hve
erfitt er að hitta það. Þó er keldu-
svínið til í flestum láglendishéruð-
um landsins, bæði sunnanlands og
norðan. Keldusvínið er að öllum
líkindum að mestu leyti staðfugl
hér á landi. Ef menn vilja ganga úr
skugga um það, hvort keldusvínið
sé til í héraði, þótt almenningur
hafi ekki orðið þess var, er galdur-
inn eigi annar en sá, að vera á ferli
á síðkveldum fyrri part sumars.
Þegar kveldkyrrðin færist yfir og
flestir fuglar fara að sofa örlitla
stund um lágnættið, fer keldusvín-
ið á kreik, því að það er þá mest á
ferli, enda þótt það sé eigi reglu-
legt næturdýr. Við þurfum ekki að
vænta þess að sjá keldusvínið, þó
að við vökum eftir því, en við fá-
um að heyra til þess, og orðbragðið
er ekki viðfelldið. Það lætur frá sér
ankannaleg, skerandi og ískrandi
hljóð, stutt, en oftast margendur-
tekin, og er engu öðru kvikindi líkt.
Keldusvínið verpur í mýrunum þar
sem það hefst við, og gerir sér
hreiður, dálitla hrúgu úr grasi og
sinu, og auk þess er hreiðrið oft
uppi á þúfu eða annars staðar, sem
er örlítið hærra en mýrin, til þess
að það fari ekki í kaf í rigningum
og vatnavöxtum. En ætíð er hreiðr-
ið vel hulið í grasinu. Eggin eru 6-
DÝRAVERNDARINN
12 eða fleiri, og bendir það á, að
vel sé ætlað fyrir vanhöldum, því
að keldusvínin eiga sér marga, gráð-
uga óvini, r. d. kjóa, máfa o. m. fl.
Varptíminn er hérlendis að líkind-
um aðallega í júnímánuði, en að
öðru leyti vita menn bókstaflega
ekkert um útungunartíma þess,
þroskaskeið unganna eða yfirleitt
um lifnaðarhætti þess hérlendis.
Keldusvínin eru ákaflega vör um
sig, og ef menn finna hreiðrin, hafa
þau það til að flytja sig með allt
saman þangað, sem þau telja sig ör-
uggari. Um mataræði keldusvín-
anna viturn við og harðla lítið, en
það er nokkurn veginn víst, að þau
eru orma- og yfirleitt dýraætur.
Fullorðið keldusvín er svartleitt
allt hið efra, með Ijósmógula jaðra
á fiðrinu. Flugfjaðrirnar eru dökk-
móleitar, en stélfjaðrirnar eru svart-
ar, með ljósmóleitum jöðrum. Höf-
uðið, utan- og framanverður háls-
inn, bringan og kviðurinn niður að
miðju er dökkgrátt nema kverkin,
sem er hvítleit. Aftanverðar síðurn-
ar og lærin eru svört, með hvítleit-
um þverrákum (röndóttar buxur).
Aftan til er kviðurinn hvítleitur í
miðju, og neðri stélþökurnar eru
hvítar með ryðleitum blæ. Nefið er
móleitt, rauðleitt við nefrótina, fæt-
ur móleitir. Augað gulmóleitt eða
rauðgult. Ungarnir á haustin eru
svart- og gráflekkóttir, með svartan
blett fyrir framan og neðan augun.
Nýskriðnir úr eggi eru þeir kaf-
loðnir af svörtum dún.
Framanskrifuð lýsing er af er-
lendu (Norðurlanda-) keldusvíni,
og mun láta allnærri, að hún eigi
við íslenskt keldusvín, enda þótt
einn erlendur (danskur) fræðimað-
ur haldi því fram, að íslenska keldu-
svínið sé sérstök undirtegund. ís-
lensku keldusvínin eru efalaust eitt-
hvað dekkri á lit, en þó er það all-
hæpið að hengja hattinn sinn á það
eitt, þegar um engan annan mis-
mun er að ræða.
Heimkynni keldusvínsins eru um
flest norðlæg lönd nema þar sem
kaldast er. Margar tegundir eru til
af keldusvínum, sem sumar eru
alls ekki bundnar við keldur eða
votlendi.
Einkenni ættarinnar eru þessi:
Frekar litlir fuglar (ísl. keldusvín-
ið er á milli stelks og lóu að stærð)
með langt og mjótt, en frekar hlið-
flatt nef, sem er lengra en fótlegg-
urinn. Fótleggurinn er styttri en
miðtáin að klónni meðtalinni.
Tærnar yfirleitt langar. Stélið er
styttra en hálf vænglengdin og er
nærri hulið í fiðrinu í kringum það.
Keldusvín eru víðast hvar farfugl-
ar. Hér virðist það vera staðfugl að
mestu, því að það hópast á vetrum
að laugavermslum og öðrum vötn-
um, sem sjaldnast eru á ís, og kem-
ur ennfremur oft heim að bæjum
þegar harðnar í ári. Þau falla oft á
vetrum úr harðrétti.
(Stærð: 1. 268-314 mm; v. 110-
127 mm; n. 35-43 mm; fl. 36-45
mm).
BLESÖNDIN
(Fnlica atra (L))
Blesöndin er frekar sjaldgæf hér
á landi, en þó verpur hún hér á
nokkrum stöðum, bæði norðanlands
og sunnan. í lifnaðarháttum svipar
henni á ýmsan hátt til sefandanna,
og hefst hún við á svipuðum slóð-
um og þær, en þó einkum í nánd
við stærri vötn eða ár. Hún sést hér
oft við hveri og laugar á vetrum,
og er líklega að mestu staðfugl hér-
lendis.
Fullorðin blesönd er svört á lit á
höfði og hálsi, en bakið er dökk-
5