Dýraverndarinn - 01.05.1981, Síða 10

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Síða 10
grátt, að neðanverðu er hún ljós- grárri. Fiugfjaðrirnar eru mósvart- ar. Fremsta flugfjöðrin er með hvít- um jaðri, en armflugfjaðrirnar eru hvítar í endana. Nefið er stutt og alldigurt, hvítt á lit, og ofan við það er hyrnisplata, sem nær upp á ennið, samlit nefinu. Það er blesan, sem fugl þessi er kenndur við. Fæt- urnir eru mjög aftarlega á búknum, eru gráir á lit og fótleggirnir eru flatvaxnir. Tærnar eru fjórar, og vita þrjár fram, og eru þær með breiðum sundblöðkum. Dálítil sundblaðka er einnig á afturtánni. Stélið er stutt og lítilfjörlegt. Aug- að er móleitt. Ungarnir eru hvítgráir framan á hálsi og að neðanverðu; nefið og ennisplatan er gráleitt. Nýskriðinn úr eggi er unginn aðallega svartur á litinn, en á höfðinu og á hálsin- um er dúnninn þráðlaga og gulleit- ur í oddinn. Fremst á enninu er stuttur og þéttur rauðleitur dúnn. Seföndin syndir og kafar vel, enda er hún reglulegur sundfugl í háttum. Henni virðist frekar erfitt að hefja sig til flugs, en þó flýgur hún allrösklega þegar hún er komin af stað. Hún verpur líkt og sefend- ur í hreiður, sem hún hefur gert sér inni í þéttu sefi, og eru þau oft- ast á floti ða að meira eða minna leyti umflotin af vatni. Hún verp- ur 7-14 gulgráleitum eggjum, með þéttum dökkleitum dröfnum eða dropum. Blesöndin er bæði jurta- og dýraæta. Hér er mjög lítið kunn- ugt um hætti hennar. Blesöndin á heima víðast hvar í Norðurálfunni og í Norðvestur- Afríku og víða í norðanverðri Asíu, allt austur í Kína og Japan. (Stærð: 1. 360-445 mm; v. 187- 225 mm; n. 54—66 mm; fl. 53-65 mm). Frá Dýraverndunarféiagi Akureyrar ÖKUMENN OG AÐRIR VEGFARENDUR! Nú eru lömbin og ærnar farnar að koma víða að vegunum. Vinsamlega hægið ferðina og gefið ekki hljóðmerki þegar þið sjáið skeþnur við eða á vegunum. Dýraverndunarfélag Akureyrar. ☆ ☆ OKUMENN! Þegar þið sjáið hesta á vegunum er besta ráðið að stoppa bifreiðina alveg, þá munu hestarnir átta sig og fara út af veginum strax og aðstæður leyfa. Dýraverndunarfélag Akureyrar. ☆ ☆ KATTAEIGENDUR! Vinsamlegast gætið katta ykkar vel, ekki hvað síst núna þegar ungarnir eru að koma úr hreiðrunum ófleygir. Nauðsynlegt er að hafa bjöllu á hálsbandinu og taka ekki „kólfinn" úr bjöllunni. Dýraverndunarfélag Akureyrar. ☆ ☆ HÚSRÁÐENDUR! Við viljum vinsamlegast minna á að ef þið sjáið ykkur fært nú yfir sumarið að byrgja reykháfana, sem ekki eru lengur notaðir, með vírneti. Ef þið málið þakið eða þurfið að dytta að því, væri gott að gera þetta um leið. Hugsið til fuglanna þegar vetur gengur aftur x garð. Dýraverndunarfélag Akureyrar. 6 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.