Dýraverndarinn - 01.05.1981, Side 23

Dýraverndarinn - 01.05.1981, Side 23
Enginn mun sá ökuníðingur vera til, sem ekur sér til gamans á neina skepnu enda fylgir slíkum árekstri slysahætta fyrir bílstjóra og farþega og venjulega einhver skemmd á bif- reiðinni. Nei, ástæðan er oftast ó- gætilegur akstur og/eða vanþekk- ing á eðli og viðbragðsháttum bú- fjárins, en að sjálfsögðu koma og fyrir óviðráðanleg atvik. — Við öku- níðinga er tilgangslaust að ræða. Þeir skilja aðeins eitt mál: svipt- ingu ökuleyfis. Eg hygg þó, að or- sök margra óhappa af þessu tagi sé vanþekking ökumanna á búfé, þ. e. vanþekking manna, sem uppaldir eru í þéttbýli og hafa aldrei kynnst eðli og háttum búfjárins. Þessum mönnum vil ég gefa eftirfarandi leiðbeiningar varðandi búfénað á og meðfram vegum: I. Gagnvart hrossum: Hrossum, sem standa á vegar- brún eða fast við veg, má aldrei treysta til að standa kyrrum. Þau geta á síðasta andartaki, um leið og bifreiðina ber að, stokkið inn á veg- inn. Sérstaklega eru folöld og tryppi varasöm. Margir ökumenn taka til þess ráðs að þeyta lúðurinn, án þess að hægja ferðina, og ætlast til þess að hrossin forði sér. Svo getur og farið, en eins oft færa hrossin sig inn á veginn og trítla eða hlaupa á undan bifreiðinni, stundum lang- an spöl, einkum ef ekið er með ljósum. Sú hætta er því meiri sem dimmar er yfir. Það mun oftast taka skemmri tíma að hægja ferð- ina, aka hægt og hljóðlega á milli hrossanna eða fram hjá þeim. Þá er áhættan engin, en ánægja af tæki- færi, þó að stutt sé, til að virða fyr- ir sé fallegar skepnur. Ef ekið er á móti hvössum vindi og ríðandi fólk er framundan, er rétt að gefa hljóðmerki úr hæfilegri DÝRAVERNDARINN fjarlægð. Sé það ekki gert, en ekið hljóðlega að reiðmannahópnum, er eins víst, að hestarnir verði ekki bifreiðarinnar varir, fyrr en hún er alveg kom;n að þeim, og þá verði þeim bilt við, svo að þeir taki hættuleg viðbrögð fyrir óviðbúna reiðmenn. Þá vil ég skjóta þeirri ábendingu til reiðmanna, hvort þeir ættu ekki að koma fyrir glitmerki framan á beislismúlnum og á baki reiðúlpu sinni. Mundi það ekki geta forðað slysum? II. Gagnvart nautpeningi: Nautgripir bera enga virðingu fyrir bifreiðum og þykjast eiga fullan rétt á veginum. Þess vegna ber þeim að láta undan, sem vitið eiga að hafa meira. Ráðið er aðeins eitt: að aka hægt. Fullorðnir gripir taka harla lítið tillit til hljóðmerkja eða vægast sagt gegna þeim seint. Kálfar taka oftast viðbragð með þeim hætti a, trítla í veg fyrir bif- reiðina. Ef aLa á hratt fram hjá kálfi, sem stendur á vegarbrún, er nokkurn veginn uggljóst, að hann snarar sér fyrir bifreiðina, ef hon- um vinnst tími til. III. Gagnvart sauðfé: Þá er röðin komin að þeim bú- fénaði, sem langtíðast verður fyrir ákeyrslu. Þar um veldur, að sauðfé er margfalt fleira við vegina en hross og nautpeningur, að sauð- kindin er viðbragðshröð að hlaupa fyrir bifreiðir og að unglömb liggja oft í leyni við vegina. Nú er margs að gæta og margt að varast einkum fyrir þá, sem mikið liggur á - eng- an tíma mega missa!. Hinum, sem hafa tíma til að aka gætilega, er vandinn minni. Ein er sú regla, sem gildir um allan búfélnað, að meðfram fjöl- förnustu vegunum hefur hann minnstan ótta af umferðinni. Van- inn blindar. Fénaður, sem gengur allt árið í heimahögum, er gæfari og sem næst óttalaus gagnvart um- ferðinni. Við fáfarna vegi er fénað- ur mun styggari, tekur jafnvel sprettinn, þegar bifreið ber að. Gagnvart sauðfé er hættan mest um sauðburðinn og fyrsm dagana eftir hann. Unglamb á vegarbrún er til alls víst, þegar bifreið ber að, enda þótt það sé hjá móður sinni, en sé vegurinn á milli þess og móð- urinnar, er augljóst, að það hleypur Mannvonska eða taugaveiklun í byrjun júnímánaðar sl. var haft samband við mig vegna þess að starrar höfðu verpt í glufu við niðurfallsrör á stórri verslana- samstæðu. Eigandi einnar búðarinnar hafði troðið poka í gluf- una og nú voru ungarnir ærir af hungri inni í hreiðrinu og for- eldrarnir flögrandi fyrir utan með gogginn fullan að fæðu. Þarna var á ferðinni enn eitt „hysteríið" vegna þessarar fugla- tegundar. En eftir að ég hafði talað við eiganda umrædds fyrir- tækis tók hann pokadrusluna niður. Mér þykir það ákaflega sorglegt hve auðvelt er að mynda ofstæki og æsing meðal almennings hér á landi vegna hluta eins og þessara - smáfugla! ]. S. 19

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.