Dýraverndarinn - 01.05.1981, Blaðsíða 27
í því sambandi skal minnst á grein í síðasta tölublaði Dýra-
verndarans, „Að drekkja dýrum". Það sést á þessari grein í Dag-
blaðinu að því fer víðs fjarri að fólk almennt hafi eitthvað við
þessar veiðar að athuga. Og ekki er annað að heyra á blaðamann-
inum en að honum finnist hann hafa misst af góðu gamni að
komast ekki í selaveisluna.
Það skal tekið fram að vissulega er sjálfsagt og eðlilegt að
nýta selinn ef hann er veiddur á mannúðlegan hátt - en EKKI
sem fóður fyrir svartbakinn.
☆ ☆
Þriðja greinin í Dagblaðinu þennan umrædda dag nefndist
„Harðir útigangar" og fjallaði um flutning þriggja hrúta er
gengið hafa sjálfala í Þórishólma, lítilli eyju á Breiðafirði, utan
Stykkishólms. Nú hafði eigandi þeirra tekið á ákvörðun að flytja
þá á fjall þar sem gróður væri meiri og kröftugri, eins og kom-
ist er að orði.
í greininni var lýst óblíðum lífskjörum hrútanna sem hefðu
hert þá vel. Einnig voru nákvæmar lýsingar á hranalegri með-
ferð á dýrunum er þeim var dröslað úr bátnum.
Ekki er að sjá að blaðamanninum hafi fundist nein ástæða
til þess að fordæma þessa meðferð á skepnunum, eða haft yfir-
leitt nokkuð við hana að athuga.
í lögum um dýravernd nr. 21/7957 segir í 2. grein:
2. gr.
Ollum þeim, sem eiga dýr eða ráða yfir þeim að öðru leyti
eða hafa umsjón með dýrum fyrir eiganda þeirra eða annan rétt-
hafa, er skylt að sjá um, að dýrin fái nægilegt vatn og fóður við
þeirra hæfi og viðhlítandi umhirðu. Eiganda eða öðru rétthafa
er skylt að sjá dýrum fyrir hæfilegum vistarverum (geymslu-
stað, vörslustað), skjólgóðum og rúmgóðum, enda er skylt að
ræsta slíka staði með viðunandi hætti.
Skyldi sýslumaðurinn í Stykkishólmi ekki þekkja þessa laga-
grein? Ef hann gerði það fengi hann gott tækifæri að lumbra
á lögbrjótum.
J.S.
Skemmlilegir
vorgestir
Starrinn er ákaflega skemmtileg-
ur fugl. Hann er dálítið frakkur og
heldur vel á sínu. Sækist eftir ná-
býli við manninn, sem hefur því
miður ekki alltaf tekið vel á móti
þessum góða gesti, heldur steypt
undan honum og úðað eitri gegnd-
arlaust í og við varpstæði hans.
Auðvitað er ekki þrifalegt að hafa
fuglahreiður inni í loftræsti- eða
viftustokkum, en því snjallara að
smíða lítil fuglahús og setja upp
fyrir starrann.
Starrar hafa verpt í slík fuglaliús
hjá mér árum saman. Þessi hús hef
ég fest á jarðhús, sem er bak við
dúfnahúsið mitt. Sömu starrahjón-
in hafa komið ár eftir ár - það er
auðséð á því hve heimakomin þau
eru í tiltekt sinni á hreiðrinu
snemma á vorin.
SI. vor ákváðu þau að svona
fuglahús væri ekki nægilega fínt
fyrir þau og gerðu sér lítið fyrir og
fluttu inn í dúfnahúsið. Þar lögðu
þau undir sig eitt dúfnahreiðrið og
íbúar þess, margfalt stærri fuglar,
urðu að gjöra svo vel að hafa bú-
staðaskipti of velja sér annað hreið-
ur.
Og þarna, inni í dúfnahúsinu
mínu hjá öllum dúfunum, og þar
sem ég kem ásamt Duggu Golden-
Retrier tíkinni minni a. m. k. tvisv-
ar á dag að sýsla um fuglana, verpti
starramamma og upp komust 5
ungar. Þegar þeir höfðu aldur og
þroska til hvarf allur hópurinn, og
nú bíð ég eftir því hvort þau mæta
aftur í dúfnahúsinu næsta vor.
Váldemar Sörensen.
DÝRAVERNDARINN
23