Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 27.05.1915, Side 2

Dýraverndarinn - 27.05.1915, Side 2
i8 DfRAVERNDARINN til vill sama veturinn sem þaö var striöaliö til að keppa um verðlaunin, drepið hross úr hor, eöa látið þau falla á gaddin- um í moldviðrinu af kulda og hungri, meðan sýningarhrossiö var að bryöja töðuna i húsi sínu. Hvaö um það. Sýningarnar vekja þó athygli á því, hvaö fallegar skepnurnar okkar geta verið, ef þeim er gert vel til. Hjá einstaka manni kunna aörar skepnur að njóta þess, ef augu hans hafa opnast fyrir góðri meðferð á skepnum. LÖG UM DÝRAVERNDUN. Ýms lög hafa verið sett hér á landi um vernd á lífi og líöun skepnanna. Aö því lúta horfellislögin, fuglafriöunarlögin, eggjafriöunarlögin. Auk þess eru ákvæði hinna almennu hegn- ingarlaga. Væri öllum þessum lögum dyggilega hlýtt, lifðu fuglar og fénaður i meiri friði og sælla lífi, en nú gerist. Ekki er gott að segja, hverju má um kenna. Hugsunarháttur almennings og ólöghlýðni á sinn hlut að máli; en i annan stað er það ekki þýðingarlaust, hvernig yfirvöldin Ireita þessum lögum. Það, hvernig 299. gr. almennra hegningarlaga reynist í framkvæmd i höndunum á dómurunum, kann að koma til af þvi, að ákvæði hennar séu ekki nægilega skýlaus og ákveðin. Meö þvi að ekki er vist, að allir lesendur „Dýraverndarans“ þekki þessa grein hegningarlaganna, orðanna hljóðun, skal hér mint á hana. Greinin hljóðar svo: „Hver sem verður brotlegur i þrælslegri misþirmingu, eða annari grimdarfullri og miskunnarlausri meðferö á skepnum, einkum húsdýrum, skal sæta sektum alt aö 100 rd (þ. e. 200 kr.) eða einföldu fangelsi alt að 4 mánuðum." Svo mörg eru þau orð. Sjálfsagt má gera ráð fyrir, aö ein- hver liafi einhverntíma verið sektaður eftir þessari grein, en eflust eru þeir færri en til hegningar eða saka liafa unnið. Það er ekki óeðlilegt, að það geti orkað tvímælis hvað er þ r æ 1 s 1 e g m i s þ y r m i 11 g eöa g r i m d a r f u 11 o g miskunarlaus meðferð á skepnum. Einn kallar þaö harðýðgi, sem annar kallar þrælslega misþyrming. Skepnuníö- ingurinn hefur það daglega frammi við skepnur sínar, án þess

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.