Dýraverndarinn - 27.05.1915, Page 3
DÝRAVERNDARINN
!9
að honum detti í hug, aö hann sé aö brjóta guös og manna lög,
sem dýravinurinn telur miskunarlausa meðferö.
Ef kærð er ill meðferð á skepnum, kernur til kasta dórnar-
ans að meta, hvort brotið heyrir undir ákvæði nefndrar grein-
ar í hegningarlögunum. Enginn efi er á því, að dómurunum
sýnist oft sitt hverjum. Annars kemur það ótrúlega sjaldan fyrir
að kært sé til yfirvalda, þó að illa sýnist farið með skepnur.
Einn dómarinn mundi sýkna fyrir sarna brotið sem annar
dærndi í sekt fyrir. Ef þeir dómarar eru góðir, þá eru lögin ekki
góð.
Dæmin eru deginum ljósari um það, að eitthvað er bogið við
löggjöfina, eða þá mennina, sem eiga að lifa eftir lögunum
og beita þeirn. Bóndi tekur hest, sem hefur gengið inn um opið
hlið inn í túnið hans, hefur hann inni í hestarétt, lofar honum
að standa þar i svelti í tvo sólarhringa í slagviðrisrigningu,
nötrandi af kulda og vosi, nótt og dag. Eigandi finnur loks
hest sinn, og kærir til yfirvalds meðferð á honum. Yfirvaldið
getur ekki skoðað þetta sem miskunarlausa meðferð, og þvi
srður þrælslega misþyrmingu, eða grimdarfulla meðferð; —
sér m. ö. o. ekki fært að sekta bónda. Maður riður hálfgerðri
ótemju, 4 vetra fola, í 4—5 kl.stundir, marga, rnarga harða
spretti, og oftast þess á rnilli í hálfum hlaupum, en enga hvild
1 milli. Eigandi fer til sýslumanns og ráðgerir að kæra mann-
nm til sekta. Sýslumaður ræður honum eindregið frá því, með
því að vegalengdin, sem folanum hafi verið riðið, sé oft far-
m á 4—5 kl.stundum, og geti því maðurinn ekki orðið dæmdur
fyrir illa meðferð á folanum. Skepnuvinur tekur drepmeiddan
hest undan reiðingi hjá lestamanni; reiðingurinn lá niðri í
opnu og blóöugu sárinu, og þorskhausaklyfjar á klökkunum.
l’er með hestinn til sýslúmanns. Sýslumaður fann að þetta var
ekki eins og það átti að vera, og lét korna hestinum fyrir ti’l
kekninga. En sekt? Nei, svo mikið þótti ekki ástæða til að
láta þetta kosta.
Slík dæmi má lengi telja forn 0g ný; en það er óþarft og til-
gangslaust. Þau þekkjast svo víða. Og hitt þó oftar, að brotið
er móti hegningarlaga ákvæði því, sem nefnt var, á n þ e s s
nð kært sé. 299. gr. er dauður bókstafur. En hún þarf ekki aö
yera það og á ekki að vera það.
Eíkt er að segja um horfellislögin. Sauðfé og hross falla úr