Dýraverndarinn - 27.05.1915, Qupperneq 9
DÝRAVERNDARINN
25
inn vegur aö moka flórinn nema láta dyrnar standa opnar á
meöan — ef fjósrangalinn lokaöi þá ekki fyrir alla skimu, þó
aö opið stæöi út i hann. I þessu svartholi liföu skepnurnar svo
8 mánuði ársins. Fjárhúsin voru víst viöast hvar bjartari, en
þó sumstaðar koldimm.
Og ekki var 1 o f t i ð betra í fjósunum. Alt húsið innan blautt
og vellandi í raka; í fúlu pestarlofti uröu þessar þarfaskepnur
aö lifa allan veturinn. Og mikill var fögnuðurinn á vorin, þegar
föngunum var hleypt út í dagsljósið og hreina loftið á vorin!
Þau ærsl og ólæti eru víst mörgum í barnsminni, því að það er
hátíðadagur fyrir börnin aö horfa á þeytinginn í þessum ófimu
skepnum, þegar þær fá loksins leyfi til að svelgja i sig vorloft-
ið. Hvílík nautn fyrir þær!
En h e s t h ú s i n ; þau voru bæði d i m m og k ö 1 d. Það er,
eins og kunnugt er, orðtak um köld og léleg hús hér á landi, að
þau séu regluleg „hesthús".
Sú skoðun er jafnvel enn í dag ekki mjög óalmenn, að hestar
hafi ekki gott af að vera hýstir í hlýju húsi. Oft eru heslhús
ekki fokheld. En sannleikurinn er sá, að hestar þurfa alveg eins
mikinn húshita og kýr, ef þeim á að líða vel. „Hitinn er á við
hálfa gjöf“. Og ekki þarf að taka lengi eftir hestum til að sjá,
aö þeir eru ljóselskir og fellur afar illa aö vera i myrlcri. Loft-
vandir eru þeir mjög, og veröur þungt um andardrátt í loft-
illum húsum.
Hver sem vill láta skepnum sínum líða vel, og hver sem vill
hafa þær liraustar og hafa gott gagn af þeim, ætti að hafa það
hugfast, að loft og ljós og hiti er þeim eins nauðsynlegt og
okkur mönnunum. Þær sýkjast og veiklast fyrir aldur fram, ef
þær hafa ekki þessi lífsskilyrði.
Þegar þess er gætt, a ð skepnurnar þurfa meira fóður í köld-
um húsum en hlýjum — þvi að þá fer miklu meira af fóðrinu
til aö viðhalda líkamshitanum, a ð þær sýkjast og veiklast og
endast illa, ef þær lifa i myrkri og slæmu lofti, og a ð kýr
gera minna gagn í slæmum fjósum en góðum, þá ætti það að
skiljast, að það er ó s p a r n a ð u r og fjáreyðsla að láta þær
lifa við illan húsaskort. Hvað sem líður umhugsuninni um
líðun skepnunnar, ætti að mega vænta þess að menn væru svo
umhugsunarsamir um e i g i n h a g s m u n i að þeir kostuðu
kapps um að hafa fénaðarhús í góðu lagi.