Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 27.05.1915, Qupperneq 16

Dýraverndarinn - 27.05.1915, Qupperneq 16
32 DÝRAVERNDARINN MÁFURINN. Vesalings vængbrotni máfur, sem velkist um hafiö. Bylgjurnar bláar því ráöa, livar ber þig aö landi. Því hefur fuglinn minn fleygi fluginu tapaö ? Hver hefur veriö svo vondur aö vængbrjóta máfinn? Sárt er að fá ekki ílogiö og flugsins aö njóta. En sárara’ er fuglinum fleyga flugið aö missa. í loftinu laust þú ei neinum og lifðir sem óskin. Nú tekur þig bylgjan og ber þér við brimsorfinn klettinn. ARNGRÍMUR ÓLAFSSON. Aukafundur í Dýraverndunarfélagi íslands var haldinn 17. þ. m. — Aðal fundarefnið var um 1 a g a- s e t n i n g u m d ý r a v e r n d u n, og sýndist sitt hverjum. Nefnd var kosin til aö íliuga málið, og verður álit hennar lagt fyrir næsta fund. í nefndinni eru: Eggert Claessen, yfirdómslögmaður, Magnús Einarsson, dýralæknir, og Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri. Dýraverndarinn hefur veriö sendur nokkrum mönnum víðsvegar á landinu. Frá mörgum þeirra eru komnar pantanir á blaðjnu, og yfir- leitt hefur því verið tekið mjög vel. Blaöið er þakklátt fyrir þessar góðu viðtökur og hlýleg bréf, sem því hafa borist. Þeir, sem fyrstir veröa aö greiða götu þess, valda miklu um fram- tíð þess. — N ý i r útsölumenn ó s k a s t. „DÝRAVERNDARIKF kemur út fjórum sinnum á ári (16 síður hvert blað). Kostar 50 aura. — Útsölumenn fá 20 pct. i sölulaun. — Borgist fyrir júlímánaðarlok. Afgreiðslumaður: JÖH. ÖGM. ODDSSON, Laugaveg 63. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Ritstjóri: Jón Þórarinsson. Prentsmiðjan Rún.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.