Dýraverndarinn - 01.04.1927, Blaðsíða 5
Kápa.
fjvíGURÐtJR bóndi á Seli heimsótti mig fyrir
rumum tveim vetrum. Fundum okkar haföi ekki
boriö saman um langt skeiö. En á unga aldri voru
kynni okkar náin, og var hann þó fimm vetrum
eldri en jeg. Hann var mjer aufúsugestur og rifj-
aði margt þaö upp, er fyrndin hafði látið fölva yfir
í minni mínu. En ekki grunaði mig þá, að þetta
yrði síðustu viðræður okkar. Þó varð svo. Á heim-
leiðinni tók hann lungnabólgu, er varð honum að
banameini.
Sigurður var einn þeirra manna, er nefna mátti
heimalning sveitar sinnar. Hann hafði aldrei gerst
viðförull. Að vísu hafði hann róið þrjár vetrarver-
tíðir á Suðurnesjum á öndverðum þritugsaldrinum,
eina undir Vogastapa, aðra í Garðinum og þá þriðju
í Höfnunum. En framar fjekst hann ekki við sjó-
róðra.
Svo var Sigurði farið, að hann var þjettur og
saman rekinn, bolstyrkur og handfastur. Hann var
ekki ákafamaður, en verksækinn og hægfylginn
sjer til allra starfa.
Rúmlega hálfþrítugur hýsti hann i Seli, sem er
fjallakot og hafði lengá legið í eyði. Fyrstu fimtán
til tuttugu veturna, sem hann bjó þar, var hann
einyrki. En honum farnaðist vel um flest, þótt lit-
ill væri bústofninn í upphafi. Þar kom og brátt,
að hann hafði yfir að sjá allgott bjargálnabú. Og
á efstu árunum var hann talinn stinnefnaður. Varð
því margur til þess að hvetja hann til að fá sjer
nytjameira býli. En þvi brutli tók hann fjarri. Taldi
hann, að sjer hefði flest til hamingju snúist í Seli.
Þar kynni hann og tökin á flestu, og óvíst væri,
hvort auðnan leyfði, að framar sprytti gras úr spor-
um hans annars staðar. Svo ljet hann þess getið,
að hann fýsti þess mest, að Arni sonur hans tæki
við kotinu, þegar hann þryti. 1 þvi myndi meiri
festa og hammgjuvon en að niðjarnir sneru baki
við handarvikum feðra sinna. —
Sigurður var ekki talinn gáfumaður framar en
i meoallagi. En þó var því svo farið um vitsmuni
hans, að engurn duldist, er kunni hann nokkuð, að
honum væri í ríkulegum mæli veitt gaumgæfni og
stálminni. Auk þess var hann talinn manna skil-
orðastur og trúr um alt.
Eitt var það og í fari hans, er bera þótti frá
því> sem tíðast væri hjá öðrum mönnum. Hann
þótti stundum fella svo orðin að umtalsefni sínu,
að varla þyti þau ævinlega sem vindur um eyru
manna.
Sjera Þórður gamli i Dal, sóknarprestur Sigurð-
ar, haföi eitt sinn mælt i spaugi við hann í áheyrn
annara:
— Oft kysi jeg mjer, að eiga mælskuna yðar,
Sigurður minn. En hvar hafið þjer numið það orð-
bragð, sem þjer beitið stundum?
— Jeg skal segja yður eins og er, svaraði Sig-
urður af bragði. Einveran hefir orðið mjer drjúg
til þess að reyna að temja rnjer, að orða hugsan-
ir mínar> lítilsigldar og fávíslegar, án þess þó að
mæla orð af vörum fram. Svo fanst mjer þessa
þrjá vetur, er jeg sótti sjóróðra, sem jeg mætti
nokkuð læra af sjávarsoginu, buldri bylgjunnar og
hreimi brims og boða. Og frá því er jeg settist að
í Seli, hefir mjer eigi sjaldan gefist kostur á að
hlýða á svarrið vindanna, hrinur hriða og harð-
viðra, svöldrið í hávöðum fossanna og hjalið í gilj-
'jpgr* Munifl að gjalddagi blaösins er 1. júlí. — Verð kr. 3,00.