Dýraverndarinn - 01.04.1927, Page 6
2b
DÝRAV erndarinn
unum, stundum nokku'ö ömurlegt, en oítast draum-
hýrt, ljúft og laöandi. Þá hefir og fjölradda klið-
ur fuglanna borist að eyrum mjer mörgum stund-
um. Mjer finst, sem þessar raddir, dauðar og lif-
andi, flytji vitund minni málfar náttúrunnar. Og
kensluna, sem þær raddir færa oss, hygg jeg holla
og lærdómsríka mjer og öðrum. Sjálfsagt hafið
þjer, prestur minn, átt einhvern kost hennar ekki
síður en jeg og mínir likar.
Sigurði hafði gefist litill kostur bókfræða, en
rýningasamur var hann um alt, sem hann mátti
heyrn nema, sjón festa eða hendi á koma af því
tæi. Og ekki beitti hann bækur þær, er honum bár-
ust, ætlunarlausu hugsanafáhni eða handahrifsi
hirðuleysingjans. Hann fór með þær sem helgan
hlut og las með þeirri gaumgæfni og festu, að heita
mátti, að hann kynni flestar spjaldanna milli.----
Þegar við höfðum mælst við langa hrið og rætt
um flest það úr átthögunum, sem okkur hugkvæmd-
ist í það sinn, varð málhlje nokkura stund. En Sig-
urður rauf þó þögnina á þessa leið:
— Sástu nokkurn tíma hana Kápu mína?
Jeg sagði honum, sem satt var, að jeg myndi ekki
til þess.
— Fyrst svo er, mælti hann, þá myndi ekki fjær
lagi, að segja þér af henni en að þegja.
Jeg ljet vel yfir því. Og hann hóf þegar söguna:
— Það var eitt haustið, í skilarjettinni, að seld-
ir voru ómerkingar og mýjetningar. Einn ómerk-
inganna var mókápótt gimbrarlamb, þrýstið og
bragðfrítt. -Jeg keypti lambið. Það tók ágætlega
vetrarfóðrinu og varð um vorið vænsti gemlingur-
inn minn. Sumarið eftir náði Kápa ágætum fram-
förum, og mátti hún um haustið heita metfje. Vor-
ið þar eftir var hún tvílembd og fæddi bæði lömb-
in snildarlega vel.
Þegar hjer var komið, hafði jeg látið til leiðast,
að taka þann háttinn upp, eins og aðrir, að færa
ekki frá. Gekk því Kápa með lömbin sin á fjalli
og skilaði þeim vænum og gervilegum um haustið.
Jeg tók eftir þvi, þegar Kápa var á annan vetur,
að nokkuð hafði hún aðra háttu um sumt en hin-
ar kindurnar. Hún var ærið hvatger, stygg alloft
og fór sinu fratn um margt. Stundum fór hún
fremst í rekstri, og var þá ekki ólíkt því, sem hún
vildi ráða ferðinni. í annan tíma var háttur henn-
ar sá, að dragnast öftust, vera seingeng og nærri
þvi ólundarleg. í húsi hafði hún ýmsa kenja. Stund-
um var hún inst i kró og fór siöust út. Annað veií-
ið hafðist hún við fremst í húsi og fór fyrst út.
Mjer kom i hug, að hún myndi eiga i sjer falið
eitthvert forustueðli. En hvernig sem jeg virti háttu
hennar fyrir mjer, gat jeg þó með engu móti skil-
ið neitt það samhengi i þeim, er bera mætti vott
um, að hún myndi verða fráræk.
Þegar hún var á þriðja vetur, varð atferli henn-
ar um flest mun ótviræðara. Þá kom berlega fram,
að hún var aö verða forustuær. Hún fór alt af fyrst
i rekstri, heinian og heim. En i húsi hafði hún
svipaða háttu og veturinn áður. Þó var sá munur
fyá þvi, er verið hafði fyrri veturinn, að nú sýnd-
ist alt framar af setningi slegið hjá henni.
Væri veður ekki tvisýnt, var hún fremst i krónni
og þaut þegar út, er opnað var. En ævinlega beið
hún, þangað til allar kindurnar voru komnar út.
Þá lagði hún af stað, en leit þó eftir því, að hóp-
urinn skipaði sjer á eftir henni. Væri veður aftur
á móti óráðið eða tvísýnt, þá var hún ævinlega inst
og gekk síðust til dyra, seint og treglega. En þeg-
ar út kom, var eins og hún vildi koma skipulagi
á hópinn og fór fyrst, en þó hægt og seinlega.
Þar er skemst af að segja, að fjögra vetra var
Kápa orðin sú fyrirmyndar forustuær, að jeg hefi
aldrei neinu þvi liku kynst hjá nokkurri sauðkind,
og slikt var álit allra þeirra, er kynni höfðu af
henni, Og vitsmunir hennar sýndust mjer miklir
og margháttaðir og þó eigi auðskildir ævinlega.
Þjer mun þykja, sem jeg kveði óliklega að orði,
láti jeg svo um mælt, að Kápa hafi verið ekki sist
bústoðin mín, meðan hennar naut við. En satt er
það þó. Löngum var hún í raun rjettri smalinn
minn haust og vor, nema meðan burðurinn stóð
yfir. Þá var móðurskyldan svo kröfufrek, að hún
mátti engu sinna öðru en lömbunum sínum. En
þegar lömbin hennar voru orðin hálfsmánaðar eða
þriggja vikna gömul, tók hún að mestu leyti á sig
umsjón kindanna. Og þeirri umsjón hennar gat jeg
lengst um treyst, hvað sem í skarst.
Það er mála sannast, að seint myndi hafa sótst
lijá mjer, að korna upp hlöðukofunum í Seli og
að gera mjer matjurtagarða, eða þá að færa heifn
lækinn, sem rann fyrir vestan túnið, hefði Kápa
ekki löngum sparað mjer spor og snúninga við
kindurnar.
Og hitt er jafn-satt, að ekki væri nú horfnar
allar þúfurnar úr Selstúninu eða túnið teygt það