Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1927, Page 11

Dýraverndarinn - 01.04.1927, Page 11
■DÝRAVÉRNÖARmN Viö neitt aö styöjast. Fyrst og fremst er hestur- inn svo hreinlátur i eðli sinu, að þar taka engin húsdýr honum frarn. Það þarf ekki nerna líta á hestinn, þegar hann er sjálfráður úti á víðavangi; þá velur hann sjer þurran og hreinlegan stað, og legst þar niður, sem grasið er mest og mýkst und- ir. Og sjaldan munu þið sjá að hestur leggist i bælí annars hests, þegar hann er sjálfráður í hag- anum. Það er þvi áreiðanlegt, að hesturinn legst sárnauðugur niður í bleytuna og forareðjuna, eins og hún er í sumum kofununt eða húsunum, sem hestar eru hafðir í. Rakafull hesthús, dirnnt og loftlaus, sem ekki eru mokuð eða þrifin vikum saman, eru ekki ein- ungis óholl augum hestsins og lungum, heldur geta þau líka valdið fótaveiki og spilt hófunum, enda er áreiðanlegt, að ýrnsir slærnir hófgaliar eru for og bleytu hesthúsanna að kenna, Slík hesthús, ]tar sem hitasvækjan og stækjan er óþolandi, valda sjóndepru og mæði, kláða, og allskonar óþrifnaði, Farið sjálfir inn í slík hesthús, og finnið hvernig ykkur verður við : Ykkur svíð- ur í augun, og ykkur líður fyrir brjóst. Þess vegna ætti ykkur að skiljast hversu holt það muni hest- unum að dúsa í slíku vetrarlangt, og oft við lítiö og ljelegt fóður. Hesthúsin eiga að vera björt og loftgóð, ntokuð daglega og borið í þau, svo þau sjeu jaínan þur. Og þegar hestar eru ekki inni í þeim, eiga dyr og gluggar eða aörar smugur að sta,nda opnar. Of- hiti í húsi getur og veiklað hestana, svo að þeir verða næmir fyrir ofkælingu, þegar þeim er hleypt út og látnir standa úti í kulda. Súgur rná ekki leika um hestana, þess vegna verður loftrás eða gluggar, se’rn opnir standa, að vera svo hátt uppi, að súginn leiði fyrir ofan hestana. Best væri að hafa hvern hest bundinn á sínurn bás, að’ minsta kosti alla þá hesta, sem á skafla- járnum eru hafðir. Með því er nokkur trygging þess, að hestarnir stígi ekki hver annan, eins og altítt er, þar sem fleiri eða færri skaflajárnaðir hestar ganga lausir í húsum. Eiga básarnir að vera að eins svo víðir, að hestarnir geti vel hrevft sig og lagst, en ekki snúið sjer við í þeirn. Þrífa verður básana oft á dag, og halda þeint vel þurrurn. Sje utn steypta bása að ræða eða fleka í þeim, er gott að hafa reiðingstorfu undir fram- fótum hestanna. Altitt er það, einkum þó til sveita, að hestar sjeu úfnir og ljótir i hárafari þó þeir annars sjeu sæmi- lega fóðraðir. Stafar það af þvi, að hestarnir eru ol sjaldan, eða kannske aldrei, kembdir eða burst- aðir. Þeir, sem hestana hirða, eru annaðhvort svo kærulausir, eða latir, að þeir reyna að smokka þessu frani af sjer i lengstu lög. Jiugsa sem svo, að nógur tími sje til stefnu þegar að vordögmr- um líður, og sje sjór nærri að sundleggja hestinn þá, eða bleyta vel í honum i einhverjum forarpoll- mum i vorleysingnnum. En þetta er íránnmalegt hirðuleysi, og af því stafa allskonar óþrif, sem titt er að sjá í sumum hestum. Og við óþrifin duga ekki neinar’sundleggingar eða hálfkák; þar er það þrifabað, eða kreólínsbað, sem dugar, en hjá öllu slíku er hægt að komast með því að hirða hest- inn vel og kemba eða bursta hann daglega, og stundum oft á dag. Aldrei ætti þó að kemba eða bursta hest inni í hesthúsi, ef hjá því verður kom- ist og alls ekki þegar hey eða matur er í stalbn- um. Við myndum kunna því illa, ef einhver færi að bursta fötin sín eða okkar yfir matnum, sem við værum að borða. Hesturinn er hreinláfur og viðkvæmur, og við eigum að láta hann sjá það í sem flestu, að við vitum það. Þegar hestur kemur sveittur og móður heim, á ekki að láta' hann samstundis inn, heldur lofa hon- um að blása mestu mæðinni af sjer, og kemba hon- um eða bursta utan við hesthúsið. Þegar hestur hefir verið þrifinn vel, er honum gefin sín venju- lega gjöf, og 1>reidd á hann ábreiða. Jafnan ættu menn að sýna hestinum fullkomna nærgætni og hlýju. Láta hann sjá og finna, að manninum sje nautn að búa sem best við liann; gefa honum ekki með hangandi hendi og þegj.andi, heldur klappa honum notalega, gæla við hann og tala við hann, eins og kunningja sinn ; hrinda hon- um ekki hranalega til á básnum, heldur kenna hon- um með góðu að vikja sjer við. Hestar heyra vel og því óþarfi að kalla hátt til þeirra. Þeir finna líka fljótlega, hvort að þeim snýr 'hlýja eða kuldi. Það er áreiðanlegt, að margur hesturinn hirðist betur og liði skár á básnum sínum, ef mennirnir myndu einatt eftir því, að hesturinn er lifandi vera, greindur og góðlyndur, er leitar eftir samúð mannsins, og er fús á að endurgjalda á margan hátt alt það góða, sem honum er sýnt. Sú þjóð, sem mestar mætur hefir á hestum sín-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.