Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1928, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.01.1928, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 3 : Gljúfur eru þar afarmikil. Hamraveggimir eru úr ljó'sum steini: gulum. fannhvítum og gulrauö- um, sem glitrar, eins og gull og demantar í sól- skini. Jeg dvaldi i garöinum í fimm daga, og heföi vijaö vera lengur, svo töfrandi var náttúran. I>aö, sem hreif mig mest var hiö vilta dýralíf. l’ar eru þúsundir dýra af hjartakyni. Stórar hjarÖ ir villinauta og villisauöa. Bifur byggir víöa úr stór- viöum, á eyjum i vötnum og fljótum. En þaÖ, sem l>est er af öllu, er }>aö, aö ekkert dýranna óttast manninn. Öll veiöigrimd er afnumin, og sakleys- ingjarnir í þessari friðar-paradis skoða manninn stm vin sinii og bróöur. Hvergi í heimi mun jafngott færi á aö viröa fyrir sjer vilt dýralíf og í Yellow Stone Park. Það þykir undrum sæta, aö sjá villidýr þar koma aö húsum heim og hreyfa sig ekiki, þótt gengiö sje aö þeim. Þaö brá fljótt viö, þegar dýrin voru friö- uö. Þau uröu sauðgæf innan friöaöa svæðisins, en voru stygg, sem áöur utan 'Jiess. Þau virtust vera svo lögfróö aö vita nákvæmlega takmörk hins fri'ö- helga svæöis. Svo stranglega er friðaö, aö engum er leyft að fara með byssu um þaö. Þar má engan hávaöa gera. Jámbrautii; er ekki leyft aö leggja þar. Þessi friöun hefir liaft þau áhrif, aö óarga- dýr, eins og t. d. grábjörn, snuöra eins og rakkar kring um gistihúsin, og geta menn gengið til þeirra og klappað Jieim. Þessi villidýr í Yellow Stone Park hafa kent heiminum þaö, aö óargadýr eru ekki ægileg, fyr en mennirnir eru búnir að gera þau þannig með veiðigrimd sinni. Gestirnir í garðinum mega altaf eiga það víst, að sjá birnina, ef þeir fara um sólarlagsbil þang- að, sem öllum matarleifum er fleygt, frá gistihús- unum. Þangað koina bangsar jafnan stundvíslega til kvöldverðar. Gestirnir hafa mesta yndi af að virða fyrir sjer aðfarir þeirra. Þeir stríöa oft lengi við að ná leifum iir niðursuðuílátum. Nái einn bangsinn í góöan bita, kemur oft annar og ágirn- ist fenginn. Veröa þá stundum ryskingar. Geíur þá hvor öðrum utan undir með hrömmunum. Þeg- ar gestir eru á gangi, ber stundum við að bjam- dýr gengur í veg fyrir þá, situr og teygir upp hrammana, og biður þannig beininga. tlafi menn ekkert til handa þeim, fylgja bangsarnir þeim oft heim aö gistihúsinu og bíða þess, að þeim sje gefið eitthvaö. Er stór furða, hve mikiö þeir geta látið i sig, einkurn að vorinu, þegar þeir eru nýkomnir úr liiðinu, horaðir eftir vetrarsvefninn. Gestir hafa mikiö gaman af að gefa björnunum. Víöa í garð- inum hafa verið sett borö og beíkkir við tjald- stæöin; er það gert til þæginda fyrir gesti, sem koma í bil og slá tjöldum og elda viö bál; en við- arhaugur mikill er jafnan viö hendina. Stundum gera gestir sjer það til gamans, aö leggja á borð fyrir birnina, raða diskum og leggja þar ýmsa rjetti. Koma þá birnirnir kringum borðið og leggja hrammana upp á það. Er mönnum mjög skemt. aö sjá borðsiði þeirra. Einhvern tíma kom þaö fyrir, að björn bteit hönd af manni, þama í garöinum. Þó er sagt, aö hann hafi alls ekki gert það af grimd, heldur hafi hann ekki vitað hvar kjötbitinn endaði, og hönd- in tók við. Gestir em síðan varaðir við aö gefa þeim. Þó gera mjög margir það enn. Til dæmis sá jeg unga stúlku gefa stórum, svörtum birni, sem var mjög gamall og vcraldarvanur. Gekk hann uin eins og grár köttur heima viö gistihúsið. Þeg- ar bangsi var búinn að gæða sjer á öllu, sem stúlkan haföi handa honum, kom stundum í liann bjarnarleikur, tók hann þá í pilsin hennar og dust- aði .þau til. Hið eina, sem leyft er aö veiða í garðinum, er silungur. Af honum er mjög mikiö, bæði í ám og vötnurn. Enda er silungaklak í garöinum. Fuglalíf er þama fjölskrúðugt mjög; eru tegund- ir um tvö hundruð. Þar eru ernir, haukar, svanir og pelíkánar, sem era frægir fyrir fiskiveiðar. Það er ekki að undra, þótt náttúrufræðingum þyki gaman að koma á þennan stað, með sjón- atika og Ijósmyndavjel. Dýrin njóta sín fullkom- lega, og era ólík föngum dýragarðanna, en þó sauðgæf. Það er grátlegt, að sjá hina mállausu bræður okkar óttast okkur og forðast, eins og óvininn sjálfan. Einkum þegar þess er gætt, að þau era ekki hrædd að ástæöulausu, og sökin er öll okk- ar megin. Er ekki kominn tími til þess, að breyta þessu ástandi? Steingr. Arason.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.