Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1928, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.01.1928, Blaðsíða 12
8 DÝRAVERNDARINN sá t rökkrinu um kvöldiö, cn hlööu-eigandinn fyrst og fremst þessi lletja, aö þora ekki að ganga um hlööuna, ef kötturinn væri þar; í ööru lagi þessi framúrskarandi vísindamaöur i litarfræöi, aö þekkj.i ekki grátt rrá svörtu, og i þriðja og síSasta lagi þessi dýra- og guösvinur. aS láta ráöast á mállaust dýriö, um það leyti, sem helgin er aö byrja, og stytta þvi aldur. Annars er þetta li.klega eins danni hjá kristnu fólki, að aflífa skepnu i fullu fjöri á aðfángadagskvöld jóla. Þessi uröu þá æfilok Kúts mins, þó öðruvísi væri til ætlast. — En þaö er jeg viss um, aö hefnd fyrir þetta niöingsverk á eftir aö koma fram, viö þann, sem til ódæðisverksins hvatti. Blönduósi 27. des. 1027. Á. G. J. Bókarfregn. Sigurjón Jónsson: Ljósálfar. Þaö er ekki vandalaust aö skrifa ritdóma. Ef skrifaö er hlýlega, er sagt, aö þaö eigi rætur sín- ar aS rekja til vináttu og vilhylli. Ef gagnrýni er beitt, er það taliö stafa af fjandskap, o. s. frv. Sigurjón Jónsson er kunnur lesendum „Dýravemd- arans“. í 4. tbl. 12. árgangs (1926) er hugnæmt æfintýrí, er nefnist „Fjallaálfurinn". Sigurjón er höfundur þess. Og í siöasta blaöi síöasta árgangs er langt kvæöi eftir hann (,,Draugur“). Bók sú, er hjer um ræöir, heíir fengiö góða dóma. Gallalaus er hún samt ekki, enda þótt eng- inn viðvaningsbragur sje á henni. Höfundurinn er rimsnjall og ljóörænn, og eru því mörg kvæöi hans sönghæf. Þó skeikar honum stundum i meöferö málsins. í kvæöinu „Spilaborgir”, sem annars er ágætt kvæöi, er komist svo aö orði: „En sorg varö aö sjerhverri borg“. Heföi farið betur á aö segja: En sorg varÖ ú r sjerhverri borg, eöa eitt- hvað þesskonar. I kvæöinu „Guöaskifti“ (II.) seg- ir svo (bls. 98): „Sýnin furöar sveininn". Þaö er a. m. k. ekki málvenja aö segja: Mig furðar e i 11- hvaö, heldur: Mig fip'öar á einhverju. En þetta eru nú smámunir. Höfundur yrkir mjög undir fom- yröislagi, og þykir mjer kveöa of mikiö aö því. Er sá bragarháttur að mínum dómi oröinn úrelt- úr, og oft tyrfinn. Ætti höfundur, sem ann mjög islensku nútíðarmáli (sbr. rittdóm hans í síöasta hefti Iöunnar um „Minningar" Einars Þorkellsson- ar) aö leggja niöur þessar fornu flíkur. Aö kvæö- unum finn jeg það yfirleitt, aS þau eru ek'ki nógu efnismikil. Skáldiö h u g s a r ekki nógu mikið. Aftur á móti em þau sum ágæt sem írásagiijr eða lýsingar. Má t. d. nefna kvæðin : „Náttúru- hrif“, „Draumadís“, „Draugur“ (birtist í síðasta hefti þessa blaös) og „Dísin“. Og bragíimi skálds- ins er mikil, eins og áöur er aö vikið. Sigurjón Jónsson hefir áður helgað sjer sæti á skáldaþingi. Þó hann hafi, ef til vill, ekki helg- að sjer æöra sæti með þessari bók sinni, hefir hann þó með henni sannað ennþá betur rjett sinn til aö sitja á því þingi. Bókin spáir góöu, —- gefur i skyn að vísu, að söngvaranum sjeu ekki að fullu vaxnir vængir, en aö hann hafi þó í sjer mátt til aö fljúga miklu hærra. Grétar Fells. Til kaupenda. Sendiö ,,Dýraverndaranum‘‘ sem mest af skemti- legum dýrasögum. En of mikiö iná þó af öllu gera. Sendið oss einnig hugvekjur um m e ö f e r ð dýra, og ritgerðir um merka menn, setn farið iiafa vel meö skepnur, svo aö blaðið megi verða sem fjöl- breyttast og nytsamast. Dýravinir, og þið, sem elskíö náttúruna: Muniö, aö „Dýraverndarinn“ er ykkar blað. Ritstjóri: Grétar Fells. Útgefandi: Dýravemdunarfélag íslands. Félagsprentsmiðjan.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.