Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1928, Qupperneq 8

Dýraverndarinn - 01.06.1928, Qupperneq 8
3° DÝRAVERNDARINN jörðin að niestu verið eign margra systkina Unnars gamla, en nú var hann búinn að eignast hana alla, meö lævísi og prettum, að sögn margra ,,annara“. Harðdrægur og nettgjöfull var Unnar gamli við sauðfje sem aðrar skepnur. Vinnumanninum skipaði hann að gefa fjenu hálfa gjöf, þegar litil jörð var uppi og allir aðrir gáfu heila. Moðinu ljet hann sópa upp í kálfs-skinnsbelgi og gaf ]>að svo brúkunarhest- unum sjnum. Þeir voru tveir, og mátti segja, að þeir einir bæru uppi mikið af liúskaji Unnars gamla. Það var ekki til 'það auga, sem ekki sá. að án þeirra gat Unnar alls ekki búið góðu búi. Alla daga, sýknt og heilagt, voru þeir i púli, enda var nú svo komiö, að annar var brjóstveikur og því nær uppgefinn, en hinn l.'tlu skárri. Þaö kom líka oft fyrir, að J a r ])- u r var ekki brúkunarfær, tvo til f jóra daga eftir sumar verstu vinnukviðurnar, og ])á var slarkað á Grána einum, sem venjulega var meira hlíft. I.Jngstóð átti Unnar gamli nokkurt, en sveitung- arnir sögðu, að hann yrði ekki lengi að ,,fara með ]>að í vinnuna og horinn". Þorri var nýgenginn úr garði, cn góan byrjuð. Ein- muna tíð hafði undanfarið setið aö völdum í náttúr- unni, jörð ])vi auð að mestu og frostlinkur. Unnar gamli á Rjúkanda var í essinu sínu þessa daga. Það þurfti nefnilega ekki að gefa „hrotunum" eitt einasta heystrá og „jálkarnir“ komust af með dálítinn moð-píring. Svo hugsaði karlinn sjer, að nota góða færið til ferðalaga. Eitt kvöldið batt hann saman stóran bagga af bús- afuröum og um birtingu morguninn næsta, var hann kominn af stað í kauj)staðarferð og teymdi „góðhest- inn“ Jarp undir flutningi'. Það er langa leið að fara, í kaupstað, frá Rjúk- anda, og ]>að vissu ])eir báðir, Unnar gamli og Jar])- ur hans. Þeir voru líka l)áðir hálf-órólegir í byrj- un ferðarinnar. Unnari ganila var umhugað, að vera sem stytst að heiman, vildi hvata ferðinni, gekk ])ví rösklega og dró hestinn vægðarlaust á eftir sjer. En í Jarp lagöist aftur á móti einhver geigur við ferðina. Hann hnaut og var svo stirður og tregur, sem hann gat, enda var honum ])að varla orðið sjálf- rátt, síðustu árin. Af þessu má sjá, að það hefir ekki verið neitt innileika sámband á milli mannsins og skepnunn- ar, og satt var, að samferðin hafði geðspillandi áhrif á þá báða, Unnar gamla og Jarp. Einkum þó Unnar. Hann varð þess vegna feginn, þegar nokkrir sveit- ungar hans slógust með í förina yfir heiðina. Við ])á gat hann rætt, en samtalið gekk skrykkjótt. Samferðamennirnir höfðu miklu ljettfærari hesta og drógst Unnar gamli aftur úr. Þá fóru náungarn- ir að pískra sín á ntilli. ,,En ])að útlit á bless- aðri skepnunni“, ,,sá er dýravinur", „þessi kann að skammast sin“, sögðu ])eir, en samt datt engum ])eirra í hug að fitja upp á þessu við Unnar garnla sjálfan. Ó-nei. — þorðu ])að ekki. Og svo biðu ])eir eftir karlinum og t ö 1 u ð u við hann, þangað til að dró sundur að nýju. En ])að tækifæri notaði Unnar gamli oftast til þess, að kippa duglega i taum- inn og tauta tvö eða þrjú orð. Bíldsheiði ])ykir ekki vera neitt laml) að leika sjer við. Að ofan er hún marflöt, ])ar sem vegurinn ligg- ur yfir hana, og er þar villuhætt í stórhríðum, ])vi að vörður eru engar. Á einum stað er hægt aö stytta sjer leið, með því að fara nokkuð beinna yfir flatneskjuna en venju- lega. Er það ])á kallað ,,að fara flóann“. Á vetrum og dimmurn haustkvöldum, má ])ar alls engu rnuna með birtu, því að leið ])essi er mýrlend, og þar úir og grúir af vatnsaugum og leirkeldum, sem lítið frjósa vegna kaldavermsla. Það var því alls engin furða, þó að kast væri á Unnari gamla einn daginn, þegar hann hafði lokið við að versla og búa upp á Jarp, og var á förum úr kaupstaðnum. Ekki sist þegar komið var skugga- legt útlit og hríðarkorn fjellu öðru hvoru ofan úr gráu loftinu. Nú var hann einn síns liðs. Sveitungarnir voru flestir farnir heim daginn áður, og ])að jók eigi lítið á hug- móð karls. En ])að var síður en svo, að Jarpur hefði liðkast, og ferðin upp heiðina gekk seinlega. Þegar upp fyrir mesta brattann kom, rauk yfir þreifandi dimm skæðadrífa. Jarpur gekk nú sundur og sanian af niæði, svo að Unnar gamli varð að hvíla hann stundarkorn, áður en honunt yrði komið úr sporunum aftur. — „Oll jel hirta upp um síðir,“ hugsaði Unnar, „nú fer jeg Flóaleiðina og muggan sú arna verður liðin hjá, þegar austur á Keldumýrina kemur.“ En drífujelið þjettist og ljettur andvari rann nú á af norðaustri. Unnar gamli gekk hálfboginn, og vegna

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.