Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 3
Tíningur. i. KATTAPABBI. Jón beykir Jónsson hefir um nokkurt skeiö áttr' iðjustöö í Reykjavík, viö Klapparstíg. ; Nú er hann látinn, tveim eöa þrem vetrum bet- ur sjötíu. Og nú er eins og fyrir mér rakni sú kynning, sem eg haföi af honum Fyrir rúmum tuttugu vetrum fluttist hann iil Reykjavíkur. Þangaö barst hann frá Noregi, einn síns liðs og átti þó þar í landi konu og börn, er komu heim til hans, þegar efni leyfðu. Hann fleytti sér á iðn sinni, og varö brátt aö góöu kunnur um verksháttinn. T’egar eg varö lians fyrst var, haföi hann tekiö sér bólfestu i kjallara annars hússins við Stýri- mannastíg'. Þar smíöaöi hann og haföi náttból í sama herbergi, þó aö hvorki væri vítt til veggja né hátt til lofts. Mig rninnir, að þaö væri fyrir nítjáni árum, ofar- lega á vetri, er svo Inar til, aö eg færi á fund hans. En atvikin, sem aö því lágu, voru afar óbrotin. Siöla aö laugardagskvöldi varö þess vart á heim- ili mínu, aö bali, sem nota átti í laugaferð næsta mánudagsntcrgum, væri fallinn í stafi. I'essu þótti í óvænt efni komiö, yröi eigi þegar úr bætt. En mér lnigkvæmdist aö leita beykisins i kjallaranum neöst viö Stýrimannastíg. Eg geröi pinkil úr stöfunum og balabotninum og tylti giörðunum viö pinkilimv Svo lagöi eg af staö meö þett-a. En viö hönd mér leiddi eg lítinn svein, tæpra fjögra vetra. Hann varð þess vísari, hvert för minni væri heitið, og sótti fast, að mega sjá alla þá dýrö, sem þar hlyti að vera, er smiöaöar væri tunnur og felldir saman balar. Þetta var um náttmálaskeið. Viö sáum ljós i glugga hjá beykinum og fórum inn i ganiginn, sem vissi að dyrum á hibýli hans. Þegar aö dyrunum kom, virtist mér í fyrstu, sem þar myndi fara fram kappræða milli tveggja manna. Og mér fanst annar maöurinn mæla á islensku og þó ekki óblandna, en hinn á norsku. Áherzlur crö- anna léku á ýmsu, og raddbrigðin voru eigi öll á eina leið. En varla varð um villzt, að mælt væri af alhug og að eigi fá oröanna væri beina leið höfð úr Ritningunni. Nokkurt hik kom á mig. Mér fannst, að eg myndi heldur óvelkominn inn í þessa kappræöu. En erindi mitt varö eg aö reka. Eg hlustaði stundarkorn. Og mér fór að skiljast aö hér ætti í rauninni engin kappræða sér stað. Maðurinn, sem talaði væri að- eins einn. Og fleira skýröist fyrir mér. Maðurinn var aö lesa í Biblíunni. Og ekki orkaði tvímælis, aö andaktiu væri uppgerðarlaus. Jafnvíst virtist og, aö helzt mætti ætla, aö maöurinn mælti nokkuð svo á tvær tungur, íslenzku og norsku, sitt á hvað. Hikiö jókst hjá mér. F.g var nærri því snúinn frá dyrunum. En litli drengurinn togaði í mig og vildi ekki frá hverfa viö svo búið. —- Pabbi I Af hverju viltu ekki lofa mér aö sjá, hvernig tunnur eru smíðaðar?' Eg fer einn inn til mannsins, ef þú vilt ekki konia líka. T’á kvaddi eg dyra.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.