Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 8
DÝRAVERNDARÍNN 54 að í einveru úti á víöavangi, í allskyns veSri og færS og í dimmu sem björtu, er mikil skemtun aS hundi, og hugsanlegt líka, aS hjálp eSa leiSbeining kunni aS verSa aS, ef villa kemur yfir í hríS eSa myrkri. En „Vaskur“ þessi er ekki líklegur til slíkra hluta, eftir þeirri háttsemi, er hann hefir: aS renna hjer um bil aklrei götu, hvorki undan nje eftir, heldur hendast í allar áttir í eilifum krókum og hringsnún- ingum, snuörandi og snuddandi í hverri holu. Eigi aS síSur er þó gaman aS þessu í góSu. Lengi vel var þó „Vaskur“ mjer tryggur í heimanförum og beiS jjolinmóÖlega eftir mjer langar stundir, bæÖi nótt og dag, ýmist hjá reiStýgjum eSa hesti, cf eigi mátti nær vera. En nú er þó fariS aS bera út af þeirri þolinmæÖi stundum, og hann tekinn aS hvappa sjer frá og jafnframt farinn aÖ vilja flakka meÖ nær öllum öiirum jöfnum höndum, ekki aS eins me'ö heimafólki, heldur og meÖ „gestum og gangendum", þótt hann hafi aldrei sjeÖ þá áÖur. Hann má líklega kallast mjög gestrisinn hundur; fer gjammandi langar leiSir móti hverjum aSkomumanni og flaSrar svo feg- insamlega upp á hann, er hann kemur aS honum, og fylgir honum þannig t hlaS. Er hann þá óÖara orS- inn eins og gamall og góSur kunningi þeirra, eink- um ef þeir vilja taka þvt. Hann hefir þaS líka til, aö fylgja gestum vel úr hlaði, svo setn t. d. alla leiÖ upp á Heklu, eins og hann gerÖi síÖastl. sumar, er ltann skrapp meÖ útlendingum og ókunnum fylgdar- mönnum tvisvar til Heklu og varS auSvitaÖ fyrstttr upp á hæsta hnúk. Annars hefir hann komiS þangaS miklu oftar; en þá hafa kunnugir menn veriÖ meS, enda ratar hann nú vel og fer jafnan fyrir, er upp eftir dregur. Þá syndir hann líka ótrauSur heiman og heim yfir Rangá, sem er á HekluleiÖinni, og verður lítið fyrir. Hann er mesti sundgarpur og jafnvel sundfífl; legg- ur út í vötn milli skara á vetrum, og breiÖar og straumþungar ár aS sumarlagi, og er frábærlega ljett- og hraÖsyndur. Svo gaman þykir honum að svamla í vatni, aS hann vílar ekki fyrir sjer aS synda Rangá á breiðu hestvaði aftur og fram sex sinnum í lotu, eins og hann gerSi eitt sinn, er jeg selflutti fólk þar yfir. Á alfaraleiÖ hjer er allmikill lækur meS vænni brú yíir, en flúðarfossi undir brúnni. Lengi vel fyrirleit „Vaskur“ þessa brú og notaði hana ekki, heldur svamlaði yfir á sundi, rjett fyrir ofan hana. En einu sinni varS hann heldur nærri flúSinni og komst nauðulega hjá að lenda í henni, svo að hann hefði mátt segja: „happ, jeg slapp.“ Síðan hefir hann gert sjer að góðu aÖ nota brúna, þegar hann er þar á ferð, sem einatt er. ÞaS var farið að þykja leitt, hvílikt flakkaraspons þessi „Vaskur" var, en þá tók þó yfir, er hann síð- ast fann upp á því, aÖ fara mannlaus að heiman, flækjast og smtdda heim á alla bæi, eigi aS eins innan sveitar heldur og utan, og setjast sumstaÖar upp langtímis. Kom þá svo, aÖ þess var beiðst af góð- um bónda, sem „Vaskur“ gerSist mjög heimakominn hjá, að hann reyndi að kynsa hann, eða skjóta ella, ef eigi dygði annað. Var maSurinn ófús á hvort- tveggja, eins og mjer líka þótti leitt aÖ þurfa aS beiSast að slíks. Þó varð það úr þarna, er „Vaskttr" ætlaði að setjast þar upp næst cftir, aS liann var höndum tekinn, og hinn heimahundurinn, sem líka var farinn aS flækjast í flakkið með honum, bundin einhver drusla við skott beggja og þeir sneyptir burt, og, eins og til áherslu, skotiÖ úr byssu út í loftiÖ á eftir þeim. I>etta var í næstu sveit. En þetta hreif; því aÖ morguninn eftir voru þeir báÖir komnir, ntjög sneypulegir, með slitnar og nagaðar drægjur við lafandi skott, og hafa ekkert farið einir eða sjálf- krafa að heiman síðan. Svona er nú sagan hans „Vasks“ þessa hingað til, hvaÖ sem hjer eftir verður. Okkur, sem hann hefir svo oft fylgt og verið til skemtunar á förnum vegi, er vel og hlýtt til hans, meS því aÖ hann er jafnan mjög vinalegur og kátur, einkum á ferÖalagi, en þyk- ir mjög ilt síðastnefnt flakkaraháttalag hans, svo að, taki hann þaÖ upp aftur, þá mun það verSa hans bani, enda mun hann og verða einn af þeim, sem öðr- uni mönnum „verSur leiður, ef lengi situr.“ Mörguni útlendingum þykir gaman að íslenskum hundum, einkum ef þeir eru mjög vinalegir við alla, sem að þeim lúta, eins og „Vaskur" er, og vill vera „instur koppur í búri“ hjá þeim, enda er „Vaskur“ mjög vinsæll með útlendingum, sem hjer hafa kom- ið, og mesta höfðingjasleikja; gefur hann sig óspart fram, situr hjá þeim og flaðrar upp á þá. Hann hefir og átt góðu og gælum af þeim að mæta, og einatt orSið svo frægur aÖ sitja fyrir myndavjel hjá þeim. En hvað um það; hann er mesta flakkaraspons, sem jeg þekki, og getur verið alt í senn: allra vinur og engum örugglega trúr og eftirmynd og ímynd allra þeirra, sem eru flökkukindur að náttúrufari. — Og því er nú saga hans bjer sögð, það sem hún nær. Ó. V.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.