Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 4
50 DÝRAVERNDARINN Lestrinum var haldiö áfrarn, röskunarlaust, og dyrakvaöning min aö engu höfö. Eg hikaöi enn viö. Siðan kvaddi eg dyra öðru sinni. En allt fór á sömu leið. Því var enginn gaumur gefinn. En mér duldist ekki, að áherzlur og fram- burður þess, er las, tók eigi lítilli breytingu. Lík- ast var því, aö rödd hans yrði háværari og jafnvel æstari. Og á þvi lék litill vafi, í mínum eyrum, aö nú fór að bera nokkuru meira á norskuhreimnum. Þriðja sinn kvaddi eg dyra. Lestrinum var hætt þegar í stað. Hurðinni var hrundið upp og fram í dyrnar kom roskinn maður, snöggklæddur, æsilega reiður. Skemmst er af að segja, að hann hellti yfir mig sjóðbullandi skömmum og nefndi mig ýmsum óvöld - um nöfnum — og málfarið var ekki síður norsku- borið en áður. Hann ámælti mér fyrir flest það, er honum hugkvæmdist þá í svipinn. En þyngstar voru vítur hans í minm garð fyrir það, að eg skyldi ger- ast sá dári, að raska friðhelgi hans, þegar hann, eft- ir samfleytta átján stunda vinnu, hefði verið að lesa guðs heilaga orð, sér til hvíldar og friðar, huggunar og blessunar. Og svo vildi eg, þetta svín og þessi guðníðingur, láta hann fara að svívirða og brjóta lögmál drottins með því, að gera við balann á helg- um degi. Eg ætti að skammast min, sagði hann, og snáfa frá augum hans. Slíkir fantar, sem eg, ætn að vera í svartholinu ævilangt. Og svo var hann örorður og ákafur, að eg nam varla nema lítinn hluta af þessari ræðu hans. Eg var í þann veginn að hörfa út. En drengur- inn togaði í mig og vildi með engu móti fara. — Bíddu, pabbi! Nú er eg búinn að sjá allar tunnurnar og það, sem smiðað er með. En af hverju lætur maðurinn svona? Eg er hræddur við hann. Passaðu hann, svo að eg geti skoðað köttinn og litlu kettlingana. Svo skal eg koma 'með þér. Varla mun fjarri sanni, að Jón beykir hafi litiö tckið eftir drengnum fram að þessu. En nú heyrði hann orð drengsins, og honum brá nokkuð við. — Þú þarft ekki, elsku barn, að vera hræddur við mig, mælti hann. Eg skal vera svo góður við þig, sem eg get, og nú skaltu fá að sjá köttinn og ketí- lingana. Jón hafði skift skapi með svo undraverðum hætti, að hann tók drenginn í fang sér og bar hann inn úr dyrunum. Við miðjan vegg, gegnt dyrunum, var pallur. Þar var sæng Jóns. Við hotðalagið var karfa og i henni búið um blágráan kött og tvo ofurlitla kettlinga. Stóll var við rekkjuna, máður og fornfálegur. Ann- að sá eg þar ekki venjulegra húsgagna. Hitt af hús- rúminu var fullskipað tunnustöfum og botnum, gjörðum og smiðatólum. Skaþskifti Jóns duldist mér að sjálfsögðu ekki. En fullljós urðu þau mér þó eigi, fyrr en eg sá, hve ástúðlegur hann varð drengnum. — Köttinn fann eg fyrir mánuði síðan, sagði Jón, horaðan og blautan, hungraðan og blóðugan, kom- inn að gotum og sve auman að hann gat varla skriðið. Hann þagnaði og starði fram fyrir sig. Eg veit, mælti hann siðan, hver sá er, sem lét köttinn verða á leið miinni. — Málrómur gamla mannsins varð mildur og klökkur, og það var eins og hann fengi munnherpu —- og tár komu fram í augun. Hann þagði enn örlitla stund. — Allt líf á upp- haf sitt hjá guði föður, sagði hann enn fremur með titrandi ákafa. Og allt líf mun jafn-rétthátt og jafn- dýrmætt fyrir augliti hans. Og þetta þykjumst við, þessar mannkindur, hvorki skilja né vita. Hann drap hnefa á rekkjustokkinn og tók sér enn litla mál- hvíld. Langt er síðan mér varð það ljóst, að allt, sem lifir og bærist í einhverri mynd, er frá hendi drottins, bræður og systur. Allt hefir jafnan tilveru- rétt á sínu sviði! Enn tók hann sér málhvíld og leit brosandi á drenginn. Iieyrðu, elsku litla barnið mitt! Við ættum að skilja og rækja skyldur okkar. Og við veröum að muna, að einna ríkust er sú skylda okkar, að li'Ösinna og likna öllu bágstöddu, gamalmennum og börnum, sjúkum og' svöngum. En eigi sizt þurfum við að vera líknsamir og kær- leiksríkir við dýrin — þessi mállausu systkini vor. Og gamli maðurinn klökknaði. Guð drottinn lítur á allt — mælti hann enn fremur — og launar allt, sem, gert er til þeirra af göfugu hjarta .... Heyrðu, litla, saklausa barn ...... Nú rann út í fyrir honum. Eg starði á hann og barnið engu síður. Mér var alls kostar óskiljanlegt, hversu þessi und- ursamlegu skapskifti mætti hafa orðið. Og eg stóð undrandi yfir mælskunni og ákafanum, jafnt ’. þessu sem ávítunum. Nær er mér að halda, að hann hafi lítið fleira mælt við drenginn. Og hitt man eg, að hann kysti á enni bamsins, fal það handleiðslu guðs — og grát

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.