Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 55 Rottan blinda. Til eru ýmsar sögur, er benda á, eigi að eins talsverða vitsmuni hjá rottum, heldur og samvinna og bræðraþel meðal þeirra. Maður nokkur segir svo frá: ,,Eg sá tvær rottur í gamalli hlöðu; höfðu þær strá á milli sín og hafði hvor sinn enda uppi í sjer. Jeg gaf þeim gætur í kyrþey, og tók eftir því, að önnur rottan, sem var htil, svört og gljáhærð og með langa rófu, virtist ráða ferðinni og leiða hina, sem var þó stærri, en ófimleg í hreyfingum. Á ákveðnum staö á hlöðugólfinu voru nokkur hveitikorn; þegar rotturnar komu þang- að, sleptu þær stráinu og tóku til matar síns, en er þær höfðu lokið máltíðinni, tóku þær stráið upp aftur, og trítluðu, án írekari umsvifa, aftur í holu sína. Eg kom aftur nokkrum dögum seinna, og er eg hafði beðið dálitinn tíma, komu sömu rott- urnar í ljós, og enn þá voru þær með stráið á milli sín. Eg hreyfði mig dálítið, en hvorug rottan flúði, fyr en eg kom því sem næst að þeim. Þá flúði minni rottan, en hin var kyr, og virtist ekki vita, hvað hún ætti af sér aö gera. Eg þurfti því ekk- ert fyrir því að hafa að ná henni. Eg tók hana upp, og komst þá að raun um, að hún var b 1 i n d. Dýralæknir fullyrti, aö hún hlyti að hafa verið lengi blind. Var henni slept og mun hún hafa ver- ið fegin að finna aftur hinn forna félaga sinn og leiðtoga." Kópur. Kópur var bróðir Smala, sem alifuglana drap. Hann fæddist 23. nóvember 1923 og var fjórburi. Að lit var hann gulgrár, með mjóa, hvíta blesu, sem hvarf alveg þegar hann eltist. Snotur í vexti, meira en í meðallagi hár og langur, en ekki að skapi gild- vaxinn. Tilburðir hans voru kviklegir og augnaráð vingjarnlegt. Snögghærður og gljáandi var hann jafnan. Kópur var einn látinn lifa af hvolpunum, í það sinn, enda varð hann fljótt eftirlætis-rakki allra, og það frernur óstýrilátur. Fárra daga gamall var hann farinn aö skríða og ólátast, þó að blindur væri. Ef tíkin vjek sjer burtu, byrjaði hann óðara að urra og gelta, eins og hann væri fjúkandi reiður, og linti ekki látum fyr en hann var kominn á spenann aftur. Jafnskjótt og Kópur varð sjáandi, fór hann að rannsaka tilveruna og uppgötvaði þá margt furðu skrítið. Kom það oft fyrir, að hann settist, hallaði undir flatt og glápti svo ánalega á eitthvað, að manni varð að skellihlæja. En þá tók nú ekki betra við. Hann sneri sjer til, beindi athyglinni að þeim, sem hló, og var alveg hissa. Fyrir kom líka, að hann fyrt- ist, yrði hræddur og flýði, það sem hans litla orka leyfði. Svo stækkaði Kópur og fór að leika sjer úti. Heimtaöi hann það með væli og skælum, hvenær sem honum leist. Aftur á móti vildi hann stundum ekki l>iggja útivist, ef honum var boðin hún að fyrra bragði. En sá, sem ekki vill, þegar hann má, hann fær ekki, þegar hann vill, og var á þessu all- ur gangur. — "Um þetta leyti var Kópur farinn að gegna nafni. Þannig leið veturinn og fram á vor. Kópur var nú fullvaxinn og vel i skinn komið. Kindunt leit hann lítið við, en var espur við geitfje. Tíkin, rnóðir hans, var notuð, það lítið sein hunds var þörf, og var þá Kópur vandlega geymdur á meðan. Honum var nefnilega aldrei ætlað að verða fjárhundur, þó að við sæjuin eftir, að þurfa að eyða greyinu. Oft áttum við bræður í glettum við Kóp.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.