Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 10
5Ó DÝRAVERNDARINN Einu atriÖi man jeg eftir. ÞaÖ var um vorið, j)eg- ar ærnar voru að bera. Ivóp j)ótti hildir góður mat- ur, og vist var })að ekki sparað, að ala hann á þeim. Sá var háttur hans, að hakka hildirnar í einu lagi og hvorki tyggja þær nje bíta í sundur. Okkur datt nú í hug, að hrekkja Kóp. Bundum við bandi í annan enda á stórum ærhildum, en buðum Kóp hinn. Þá hann það með þökkum og tók til snæðings. Þeg- ar hann var nær því búinn að kyngja ]>eim, tókum við i bandið og ætluðum að draga alla kræsinguna upp úr honum. En Kópur lét ekki leika á sig. Ör- lítinn spotta höfðum við dregið, þegar hann beit saman kjaftinum og sleit hildirnar. Hljóp hann síð- an burtu og var hinn kátasti, en við stóðum eftir, harla vonsviknir. — Ekki verður ófeigum í hel komið. Þó að áformað væri að deyða Kóp, varð ekki af því. Skrattinn hljóp í hund á næsta bæ og kvaldi hann til dauða á fáránlegan hátt. Þaðan voru nú víurnar bornar í Kóp. Um miðjan júní var hann seldur að Sörla- stöðum, sem fjárhundur. Maður kom að sækja hann og þáði greiða. A meðan fórum við með Kóp út í skemmu. Þar hjekk morkið krof af sjálfdauðri kind, og af j:>ví hnoss- gæti fjekk Kópur að jeta sig saddan. Á SörlastöBum festi Kópur ekki yndi, fyrr en seint og siðar. Ekki fyrir j>að, að hann liði skort. Síður en svo. Meðfædd æfintýraþrá öðrum j>ræÖi, og hinsvegar hve stálpaður hann var, er hann yfir- gaf æskustöðvar sínar, hefir valdið því, að hann tók ekki fastri trygð við nýja heimilið. Sumarið leið ]>ó svo, að Kópur fór aðeins smá- ferðir. En veturinn næsta kom hann einn góðan veðurdag, heim i Tungu. — Og strikinu hjelt hann eftir það. — Auðvitað j>ekti hann okkur óðara, og var tekið eins og gömlum kunningja. Svo kom Kópur að staðaldri, hversu oft sem hann var sóttur af eigendunum. Ljek hann sjer með okkur á skíðahlaupum um veturinn og sumarið eftir var hann einu sinni nokkra daga um kyrt. Vörð- um við þá með honum tún og engjar. Eins og gefur að skilja, var Kópur nú fremur gagnsl'.till hundur heimili sínu. Þótti eigendum hans J)að leitt, sem von var, því að hann var þegar orðinn fjárhundur góður. Grimmur var hann ekki, kurteis í allri framgöngu, ötull og j)ægur. Hefði hann tví- mælalaust orðið ágætur smala-rakki, ef atvikin hefðu ekki skapað honum aldurtila fyrir örlög íram. Við fórum að venja Kóp af aö heimsækja okkur. Það tókst, j)ó að ekki væri j>að skemtilegt. Og nú fór hann að flækjast viðar. Var hann dögum saman úti um alla sveit, soltinn og hirðulaus; en aldrei fram- ar kom hann í Tungu. Oft var hann sóttur og stund- um kom hann sjálfur heim úr þessum ferðalögum. Þessu næst fór Kópur tvær langferðir á sama miss- eri. Aðra niður i Höfðahverfi, en hina yfir í Bárðar- dal, austur fyrir Skjálfandafljót. Þá hafði hann ver- ið mjög hugsjúkur um sinn hag og óánægður. Aug- lýst var eftir honum, gegn ómakslaunum, sem aldrei jjurfti að greiða, ]>vi að — Kópur kom sjálfur. Mun hann hafa verið leiður orðinn á ]>cssu ferðavolki og var honum víst vel fagnað. Settist hann nú um kyrt. Húsbændur hans munu hafa vonað, að framvegis myndi hann ekki leggjast i flæking og tryggjast með aldrinum. En Kópur átti skamt eftir ólifað. Seint á hausti 1926 var hann, ásamt fleiri hund- um, færður til hreinsunar. Þeir voru byrgðir inni í hundakofa. Næsta morgun lá Kópur steindauður fram á lappir s'mar, — og rifrildi var alls ekki um að kenna ______ Svipleg og óskiljanlega örlagaþrungin voru æfilok j>eirra bræðra, Kóps og Smala. Sigurður Kr. Sigtryggsson. Lítil saga um lítinn fugi. Einn fagran stimarmorgun ætlaði jeg að fara að slá rjett við túngirðinguna. Tók jeg þá eftir, að grá- titlingur sat á efsta girðingarstrengnum og tisti ákaft. Fór hann að lyfta vængjunum, en flaug j)ó eigi að heldur. Þótti mjer j)að kynlegt og færði mig nær honum, og gekk úr skugga um, að hann var hindr- aður — fastur i vírnum. Jeg tók varlega utan um kroppinn litla fuglsins og sá strax hvernig í öllu lá. Ein táin á fæti hans var skorðuð í rifu, sem var i vírsnúningnum milli gaddanna. Jeg beygði gaddinn til hliðar á svipstundu og — fuglinn var latts og flattg út í bláinn. En jeg stóð hugsandi nokkur attgnablik og var glaður innanbrjósts. — Forsjónin hafði sent mig í tæka tíð, að hjarga frá skelfilegum dauða ein- um okkar minsta bróður. Jóh. Örn Jónsson. Ritstjóri: Grétar Fells. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprentsmiðjan.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.