Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.11.1928, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 53 var molbrotinn og hékk saman a'Ö eins á sinum og skinni. Tveir menn voru komnir að hrossinu, þegar niig bar þangað. Þeir voru nokkuð cinráðnir í því, ati skera það, þar sem það lægi. En móti því lagði eg. Og þegar bar að mann, sem vissi um slysið. Hann kom með hlaðna hyssu. Undarlegt virtist mér, að svo var, sem bllum þessum mönnum hrysi hugur við að beita skoti á hrossið. Mér varð að grípa til byssunnar. Og eg innti af höridum það verk, sem eg hugði skyldast að vinna, þar er við ]»á vorum komnir. * Nú þegar fyrra lnndindi mitt er fertugt, og það síðara þrjátíu og sjö vetra, finnst mér, sem frá því leggi ofurlitinn bjarma og yl að vitund minni. Og eg kysi mér eigi sízt, að mega láta þetta bind- indi óbrigðað þau dægur, er eg kann enn að eiga óeydd. Einar Þorkelsson. Föruhundar. Flakkarar eða förumenn hefir verið kallað fólk það, sem fyr á dögum ýmist átti hvergi hcima eða hvergi undi stundu lengur á nokkrum samastað, er. var á eilífum erli bæia, sveita og sýtlna á milli, eða jafnvel um land alt. Margt af þessu veslings fólki i.efir eflaust kom- ist á þenna ömurlega flæking og neyðst og hrakist út i förumannslífið, sárnauðugt og mót eðli sínu, af megnustu neyð skorts og hungurs, il ]»ess að bjarga sínu auma stundarlífi; sumt vegna mæðilega ills upp- eldis og þjóðíélagsfyrirkomulags; c.i æði margt einn- ig sökum vinnuleti, ómensku og flakkaranáttúru. Sem betur fcr, fara nú orðið fáar og litlar sögur af sliku fólki hjerlendis, og víst er ])að, og þakkar- vert, að engi’ eða sárfáir neyðast nú til förumensku af sömu hörmungaástæðum og mörg aumingja manneskjan fyrrum. Og fáum er nú gefið förumanns cða flakk ranafnið. Þó mun, þvi miður, flakkaraeðlið enn vera allríkt i of mörgum hjer, eða sú náttúra eða ónáttúra, að una hvergi, unna engum einum stað öðrum fremur, og þá í rauninni engum, og vilja vera helst „alstaðar og hvergi“, nema þá ef vera skyldi í fjölmennum kaupstöðum, verstöðvum og slíkum stöðum fleirum, og þó þar á engutn „hlívanlegum" samastað, vegna kaups, skemtana o. fl. Flestir hundar, og aðrir ferfætlingar, eru heima- elskir og heimatryggir, og flakka ekkert fram yfir ]»að, sem kynferðishvötin leiðir ])á til næstu grasa stutta stund í einu. Þeir koma altaf heim til sín aftur, er náttúrlegum erindum er lokið, og una livergi lengi annarstaðar, nema þá með ntanni, sem þeir hafa tek- ið trygð við og ekki fengist til að yfirgefa. En margar munu þó undantekningarnar hjer vera og segir nú frá einni: „Vaskur“ heitir hundur hjer á bæ, allstór, gul móstrútóttur, bvítfættur; ekki ófríður sýnvm ucð mjög spert eyru og vel hringaða rófu, og nmn státn- asti, þegar hann er í góðu skapi, en það er har t einkum, er hann veit sig mega vera á ílakki H æ i hefir ekki tamist vel, en jafnan verið íremur óy inn, eða látið sem hann heyrði ilía boð og banu. Að öðru leyti er bann duglegur, og geltinn meir en vel, reglulegur gjálfrari. í ungdæmi þótti hann of mikill fyrir sjer og ófær „naglakjaftur“: þvi að nar.r var sauðkindum grimm- ur og reif þær stunduir. lil skernda. Var þá klipt af vígtönnum hans og hefir ekki orðið að sök síðan. Þá ]róttt og I i att kveða langt of mikið að flökti hans og flangri út um alla bæi, meira miklu en algengt væri um hunda, og var hann þá geltur. Var þá ætl- að, að hann mundi stillast og kyrrast heima og verða að fullu heimagagtii. Það varð og að sönnu þó nokkra stund. En þá tekur hann alt í einu upp á ]»ví, að vilja fara með mjer og fylgja, hvert sem jeg fór, og var honum oftast lofað það. Var hanri þá altaí hinn kátasti. En mætti hann ekki fara, varð að loka hann lengi inni, og dugði þó ekki altaf; því að oft þef- aði hann upp för manns eða hests og kom á eftir um langar leiðir. Var hann þá stundum skrítinn á svipinn, þegar hann kom þannig í banni, lafmóður og lúpulegur, einkum ef honum var tekið kuldalega eða með ákúrum. En væri honum vinsamlega tekið, kunni hann sjer ekki læti fyrir gleidd og snerist þá og botnveltist á alla vegu. í raun og veru þótti mjer ekkert að um þetta; því

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.