Dýraverndarinn - 01.11.1928, Síða 6
52
DÝRAVERNDARINN
sinn dró eg um barka á dauÖvona pestarkind. Og
í síðara skit'ti var'Ö eg að beita sama hætti viÖ lim-
lesta kind og holsærÖa, aÖ dauða komna.
Veturinn 1890 tók eg að fást við að skjóta rjúp-
ur. Og haustið eítir, þegar foreldrar mínir og eg
vorum flutt að Búðum, lagði eg mig eftir rjúpna-
veiðum.
Nokkuru eftir veturnætur, urðu heiðalönd orpin
áfreða og fönnum. Rjúpur flýðu því af hálendi og
héldu sig í Búðahrauni, og eg fór að fást við að
skjóta þær.
Eitt sinn varð eg venju framar veiðisæll. En eg
þóttist þurfa að fara sparlega með skotfæri. Lagði
eg mig því eftir að komast svo í færi við rjúp-
urnar ,að eg mætti ná mörgum með sama skoti.
Mig har að allvíðri laut. Þar var fjöldi rjúpna.
Nú reið á að ná mörgum í sama skoti, og eg leit-
aði færis svo sem hezt mætti vera.
Og skotið reið af.
Allur hópurinn flaug, — nema íjórar rjúpur,
sem eftir urðu. Engar voru þær dauðskotnar, held-
ur brutust um og hyltust á ýmsar hliðar, hlóðugar,
limlestar og holsærðar.
Hjá mér hófst nú elting. Loks gat eg náð þeim
öllum, með eigi lítilli fyrirhöfn — og sviít þær
lífinu.
í rökkurhyrjuu kom eg heim með hýsna væna
hyrði af rjúpum.
Skömmu síðar sagði eg frá veiðiför minni í eld-
húsinu, og greindi nákvæmlega, hversu eg hefði orð-
ið að eltast við þessar fjórar rjúpur í lautinni.
A sögu mína hlýddu heimamenn okkar. En þar
var hvorugt foreldra minna.
Sá var háttur föður míns á þeim árum, að ganga
löngum um gólf í rökkrinu og stundum nokkura
hríð eftir að ljós voru kveikt. Þuldi hann ])á oft-
ast fyrir munni sér, eða raulaði, ljóð eftir sum af
skáldum Rómverja fornu.
Þegar eg í þetta sinn kom í stofuna til foreldra
minna, gekk faðir minn þar um gólf. En nú bar
hann sér ekki í munni latúiu. Hann söng Óhræsið
og Grátitlingurinn, nokkuð við raust, endurtók
kvæðin og að auki einstakar vísur úr báðurn þei-11.
En um annað varð eg engra hátthrigða var hjá
honum.
Eftir kvöldverð hað hann mig að tala við sig
í svefnhúsi foreldra minna.
Þegar hann hafði skanrma stund rnælt, var eg
orðinn þess vísari, að hann myndi hafa heyrt sögu
mína i eldhúsinu af rjúpnadrápinu þá um daginn.
Saman fer, að eg man ekki með vissu nú orðið,
allt, sem hann talaði við mig, og hitt, að eg tel litlu
máli skifta, að leitast við að greina öll orð hans þá.
En viðræðu okkar lauk á þá leið, að eg hét hon-
um því, að ráðast ekki á rjúpur framar á þeim
vetri. Og eg held, að eg megi fara með, að lyktar-
orð hans væri þessi:
— Drottinn mun leggja okkur ærin ráð til, ]ió
að þú gerist eigi sá níðingur, alls kostar þarflaust,
að myrða þessa munaðarleysingja, sem hjargþrota
leita sér nú griða og öryggis í námunda við híhýli
manna.
Nokkurum kvöldum fyrir andlát föður mins (19.
desember 1891) sat eg á máli við hann. Eg mátti
skilja af orðum hans, að þess hefði hann orðið
áskynja, að þá væri orðið fjölskipað rjúpum í
hrauninu.
Það, sem af var þeim vetri, hafði hvorki eg né
aðrir á heimili okkar komið nærri ])ví, að skjóta
rjúpur. Þetta var fööur mínum vitanlegt. F.11 svo
var þó sem hann léti sér það ekki nægja. Hann
minnti mig á heit mitt urn þetta efni veturinn áður.
Svo ræddi hann litla stund um meðferð 'dýra
og skyldur mannsins, sem væri æðsta skepna guðs
á jörðinni, við þau. Hann hrýndi fyrir mér, hve
ófagurt væri og ranglátt, að ráða nokkura skepnu
af lífi með kæruleysi eða harðýðgi. Sjálfsögð nauð-
syn, óhjákvæmileg skylda og ókorpinn drengskap-
ur yrði að ráða þar úrslitunum.
En til mín gerði hann eina kröfu.
Eg yrði að heita því, sagði hanu, að ráðast aldrei
á rjúpur með skothríð og blóðsúthellingum, og
raunar enga skepnu, nema fyllsta nauðsyn krefði.
Mér var eigi ljóst, hvert dægrið orðið gæti síð-
ast hjá föður mínum, eins og þá var komið.
Og eg hét þessu.
Mér vitanlega hefir mig aldrei hent það síðan,
að vinna á nokkurri skepnu með skoti, hvorki rjúp-
um né öðrum.
Þó brá út af þessu eitt sinn.
A oíanverðum vetri 1898 bar mig þar að, sem
hross hafði fest annan aft'.rfót í holklaka. Fóturinn