Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 7
K á p u r.
Voriö [887, ári'Ö sem eg varS 16 ára, fór eg fyrst
a'Ö heiman, frá bæ þeim, er eg hafÖi alizt u])]i á.
Álftártungukoti á Mýrum, og réSst vinnuma'Sur ti!
Jóns Pálssonar, bónda á Hvitsstöðum í sömu sveit.
Þá um vorið fæddust í Álftártungukoti tvö svart-
kápótt hrútkimb. Ekki vóru mæður þeirra neinar
merkisær, eða í háttum sínum frábrugðnar öðru fé;
ekki svo. að þær væru halakindur, — en svo vóru
nefndar kindur þær. er drógust aftur úr i rekstri
og gengu síðastar. Bæði ])essi hrútlömh vóru gelt
um vorið, þeim fært frá mæðrum sínum og rekin
til fjalls.
Um haustið heimtust báðir þessir geldingar í fyrstu
réttum, og var þá stærðarmunur þeirra all-mikill;
mátti annar lieita metféslamb sakir vænleiks, cn hinn
var bæði smár og væskilslegur.
Þá var venja að taka lömb úr þvi aðrar réttir
vóru úti og halda þeim alveg fráskildum fullorðna
fénu. Var þá gengið til lambanna daglega, á meðan
tíð var göð, og þau rekin santan, en sjaldnast farið
að hýsa þau fvrr en kólnaði eða veður spiltust að
öðru leyti.
Skamma stund hafði lömbunum verið smalað, er
menn tóku eftir ýmsu í háttum kápóttu geldinganna,
sem ótvírætt virtist benda á meiri vitsmuni og at-
hugun, en venja var um lömb nýkomin af fjalli.
Fóru þeir óhikað á undan, þegar lömbin vóru rek-
in til, og virtust f 1 jótlega taka eftir og skilja ýmsar
bendingar af hálfu mannsins, sem lambanna gætti.
Fór því lirátt að kvisast, að báðir þessir geldingar
mundu álitlegir og fæddir til forustu.
Þá stóð sauðaeign hænda þar um slóðir í mikl-
um blóma og lögðu all-fIestir kapp á að eiga góða
forustusauði. Þá var sauðuin haldið mjög til heit-
ar og staðiÖ yfir þeim. Fór þá stundum svo, að ekki
reyndi síður á vitsmuni og dugnað forustusauðsins,
cn á kaapp og árvekni sauðamanns.
Þegar því að spurðist um háttu kápóttu gelding-
anna, urðu ýmsir til þess að leggja fölur á þá. Var
hvorttveggja, að eigandi þeirra var fátækur og eng-
inn sauðahóndi. en verðið lokkandi, sem honum bauðst
fvrir geldingana. Enda fór svo, að hann seldi þá
báða, skömmu eftir veturnætur. Eitla-Káp keypti hús>-
hóudi minn, sem áður er nefndur, en tengdasonur
hans, Lífgjarn Hallgrímsson, sem j)á hjó i Hraundal,
keypti hinn. Þau kaup urðu honum þó til lítilla liaj)])a,
])ví að Stóri-Kápur tók höfuðspit j)á um veturinn
og varð að farga honum þegar leið á útmánuði.
En á rneðan hann var heilbrigður og í fullu fjöri.
sýndi hann ótvíræð einkenni um fágæta forustuhæfi-
leika.
En Litli-Kápur varð hamingjudrýgri og saga hans
lengri. ])ótt margir hefðu óskað og vonað, að dagar
hans yrðu fleiri, eins og siðar getur. Hæfileikar
hans til forustu duldust heldur ekki neinum, og alt-
af fór hann hetur og hetur á undan lömhunum, eftir
])ví sem leið á veturinn. \ ar hann þá ])egar gerður
vaninhyrndur, og varð það honum mikil prýði, er
stundir liðu. Og næsta vetur var fest bjalla í hægra
horu hans. Þótti hann þá svo auðkendur orðinn, að
allir ókunnugir, sem sáu hann, hlutu að renna grun
í hvilíkt metfé hann væri.
Þetta vor flutti húshóndi minn búferlum að Heggs-
stöðuni í Hnappadal og eg með honum. \rar eg ])ar
vinnumaður hjá honum í 6 ár og'hafði sauðagæzl-
una á hendi alla þá vetur. Varð Kájmr ])ví vinur
minn og eftirlæti mikið. En því miðtir er nú margt