Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 25

Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 25
DÝRAVERNDARIN N 19 ■sem lofaÖi honum aÖ leika sér í stóðinu síÖustu ár- in, og þar heima fékk hann einnig aö bera beinin að lokum. Frh. Kýr tárfellir. Sumar eitt á engjaslætti bar kýr á Akri, en ým- issa atvika vegna ])ótti óþarft aÖ ala kálfinn nema •skamma stund, enda var nóg fyrir aí slíku ungviði. Kálfurinn var hafður í bás hjá móöur sinni fyrstu dagana og ekki færður þaðan, þó að hún væri á öðrum rnorgni eftir burÖinn, rekin með hinum kún- um i haga. En hún hafði fyrir reglu að koma heim um miðjan daginn, til þess að láta mjólka sig, því hún var svo nythá og þoldi þá ekki við í júgrinu. En i hvert sinn, senr kýrin liafði verið mjólkuð, þurfti hún að stjaldra við hjá kálfinum. Kom þá glögglega í ljós, hvilíka dæmalausa ástúð húu sýndi þessu afkvæmi sínu. Því að aldrei hafði hún fengið nógsamlega að sleikja kálfinn, eöa hjúfra sig að hon- um, áður en hún var rekin aftur á stað til kúnna. En svo kom að þvi, að kálfurinn var skotinn. Það var gert fyrri hluta dags eins, og alt urn garð gengiö, er kýrin kom heim að láta mjólka sig. En eg æfla ekki að reyna lýsa sorg hennar og vonbrigð- um, er hún sá básinn auðan og fann hvergi kálf- inn sinn. Enda tók það bæði á mig og fleiri, að sjá hvað blessuð skepnan har sig illa, og þá var því heitið, að næsti kálfur hennar skyldi verða látinn lifa, sem líka var efnt. Þegar kálfinum var slátrað, vanst ekki tírni til að raka skinnið, svo að það var hert, cins og það konr fyrir, uppi í eldhúsi. Sumarið eftir, eða rúmu ári siðar, var svo kálfsskinnið bleytt, ásamt sauð- skinnum og látið siga af þeim úti við. Eftir litla stund er eftir því tekið, að kýrin er komin að skinn- unum. Ekki lítur hún við sauðskinnunum, enda var hún ekki leppæta, en staðnæmdist við kálfsskinnið og fer að sleikja það með svo miklum ákafa. að það ætlaði að lenda i vandræðum að koma henni i burtu. En þegar það loksins tókst og hún varð að yfirgefa kálfskinnið, runnu tárin niður vancja hcnnar. Við vórum sex fullorðnar manneskjur, sem horfð- um á þetta og sögðum öll hiÖ sama: ekkert okkar var í vafa um það, að kýrin þekti skinnið, þó að langt um væri liðið síðan kálfurinn hvarf henni, enda var þess gætt, aö hafa skinnið ekki á glám- bekk framar. jýg var nú ekki sterkari á svellinu en svo, að eg viknaði við og hlygÖast mín ekki fyrir það. llg finn að það er raunalegt, að vera að rifja þetta upp og setja það í Dýraverndarann, en það er sönn og áreið- anleg frásögn, sem ekki á að gleymast. En þetta atvik, þó litið sé, færir þó heim sanninn um það, að dýrin finna til og eiga sinar sorgir, hreinar og djúpar, engu síður en við mennirnir. Eg hefi líka oftar en í þetta sinn, séð skepnur tárfella, þótt eg sleppi að skýra frá nánari atvikum. En það ættum við að hafa hugfast, mennirnir, að reyna eftir beztu getu, að auka ekki á sorgir og þjáningar dvranna að óþörfu. Ingunn Pálsdóttir, frá Akri. Aldarfj órðungsafmæli U. M. F. I ársbyrjun 1906 er talið, að fyrsta ungmenna- félag landsins hafi verið stofnað á Akurevri. En áður voru þó til félög á meðal ungra manna, t. d. i Þingeyjarsýslum og víöar, er höfðu á stefnuskrá sinni sömu áhugamál og U. M. F. beittu sér fyrir i upphafi og gera enn. Á þessum 25 árum, sem liðin eru síðan U. M. F. hófu starfsemi sina, hafa þau á margan h.átt haft góð og heillarík áhrif á andlega og likamlega menningu þjóðarinnar, og hrundið ýmsu því í fram- kvæmd, er horfir til þjóðarþrifa. í nýútkomnum ,,Skinfaxa“, tímariti U. M. l'. í., er ])essa aldarfjórðungsafmælis rækilega minst. og þeirra áhrifa getið. er ungmennafélagshreyfingin hefir haft á hugi einstaklinganna i framsækni þjóð- arinnar síðustu áratugi. Eru greinar þessar ritaðar af glöggum skilningi, enda standa að þeim sjö lands- kunnir menn, er um langt skeið hafa starfað fram- arlega i ])essum félagsskap. F.n það eru þeir: Þór-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.