Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 20
H
DÝRAVERNDARINN
gangandi e'Öa ríÖandi. En ööruin af heimilinu fylgdi
hann sjaldan, nema ef þeir fóru ríðandi að heim-
an; þá lét hann aldrei á sér standa. Annars þótti
þaÖ eitt merkiíegt í háttum Stubbs, hvað hann hafði
miklar mætur á heimahestunum og var þeim fylgi-
spakur. Væri þeirn riðið, eða eitthvað með þá farið
út af heimilinu, fylgdi hann þeim eftir. Það kom
ekki ósjaldan fyrir, að eg lánaði göngumönnum
hesta, sem þeir vóru reiddir á lengri eða skemri
veg. Brást þá aldrei, að Stubbur taldi sig sjálfsagð-
an að fylgja, og ekki síður, þó að enginn heima-
maður væri með í förinni. Var eg hræddur um i
fyrstu, að hann mundi lenda á flæking, en hann skil-
aði sér aftur heim með hestunum.
Einu sinni rétt fyrir jólin komu tveir skólapiltar
gangandi að sunnan og iengu lánaða hjá mér hesta.
Eór með þeirn maður af næsta bæ og reiddi þá aust-
ur að Skeggjastöðum. Stubbur brá ekki vana sín-
um og slóst með i förina. Eylgdi hann hestunum alla
leið og kom með þeim til baka.
Vorið 1914 brá eg búi og fluttist að Kalastöðum
á Stokkseyri. Varð þá helzta atvinna mín akstur, og
fór eg margar ferðir til Reykjavíkur, bæði sumar og
vetur. Sótti þangað og flutti vörur fyrir kaupmenn.
í öllum þeirn ferðum var Stubbur mér tryggur föru-
nautur, enda virtust öll ferðalög vera honum mjög
að skapi, en aldrei lagðist hann þó í flakk, eins og
marga hunda hendir, sem víða fara og mörgu kynn-
ast. En brátt kom í ljós, að hann taldi sig hafa
margs að gæta í þessum ferðum.
Það átti sér oft stað, að eg varð svo seint fyrir,
að eg náði tæpast háttum heim. Skildi eg þá oftast
eftir vagnana hjá búðum kaupmanna, án þess að
leysa upp varninginn, og liélt svo heim til mín, kom
hestunum fyrir og lagðist til hvíldar. Stubbur fylgd-
ist með mér heim og fann dallinn sinn, en jafn-
skjótt og hann hafði étið nægju sína, hvarf hann
á braut. En næsta morgun, þegar eg kom til vagn-
anna, var Stubbur þar fyrir, og oftast uppi á öðr-
um hvorum þeirra. Lá þá vel á honum og leyndi
sér ekki, að hann var drjúgum upp með sér, eins
og hann væri að gefa í skyn, að alt væri með kyrr-
urn kjörum, eins og eg hefði við það skilið — og
það væri sér að þakka.
f Reykiavík hafði eg einatt athvarf mitt hjá Jóni
kaupmanni frá Hjalla og dót rnitt í kompu hjá hon-
um. lljá því lá Stubbur alla þá stund, sem eg tafði
í bænum, en elti mig aldrei urn götur bæjarins, eins
og flestra hunda er siður. En hlæði eg vagnana að
kveldi, til þess að geta tekið mig fyrr upp að morgni,
lá hann hjá þeim nóttina yfir.
Vetur einn annaðist Eiríkur sonur minn suður-
ferðirnar fyrir mig. Fylgdi Stubbur honum jafnan,
eða öllu heldur hestunum. Má þó vera, að hann hafi
verið farinn að trúa þvi þá, að hann væri ómiss-
andi í slíkum ferðum, og sjálfsögð skylda hans að
sjá um að alt væri i röð og reglu.
Eitt sinn varð maður samferöa Eiríki suður og
átti eitthvert smádót i öðrum vagninum. Þegar niður
í Reykjavík kom, var liðið langt á kveld og ekki
hægt að koma flutningnum undir lás. Fóru þeir þá
niður á uppfyllingu og skildu vagnana eftir hjá
Eimskipafélagshúsunum. Gisti Eiríkur ánnarstaðar
en eg hafði gert, og fylgdi Stubbur honum ekki þang-
að. Næsta morgun kom förunautur Eiríks á undan
honum til vagnanna, og ætlaði að hirða dót sitt.
En þar var þá Stubbur fyrir og alt annað en árenni-
iegur, er maðurinn bjóst til að leysa upp dótiö. Fitj-
aði hann upp á trýiiið, urraði grimdariega og gerði
sig líklegan til þess bæði að bíta og rifa, svo að
maðurinn sá þann kost vænstan, að hverfa írá og
biða Eiríks. Enda er áreiðanlegt, að hver sem hefði
ætlaö að ræna einhverju af vögnunum, er við vórum
fjarri, hann hefði komizt að því íullkeyptu. Þvi þó
að Stubbur væri gæflyndur og hvers manns hugljúfi,
gat þó í hann fokið og hann reiðst illa; vildi hann
þá ekki láta hlut sinn að óreyndu, enda var hann
bæði stór og sterkur og vígur vel, ef nota má það
orð um hunda.
I annað sinn var Eiríkur að koma að sunnan, og
náttaði sig á Kotströnd. Þótti honum þó vissara að
fara íiieð vagnana austur yfir Bakkarholtsá, vegna
þess að úrhellisrigning var og útlit fyrir aö áin
mundi ófær vögmmum næsta morgun. Þegar Eirík-
ur sneri frá vögnunum, vissi hann ekki betur, en að
Stubbur væri með. En þegar að Kotströnd kom, sá
hann hundinn hvergi. Fékst Eiríkur ekkert frekar
um það, enda hugði hann, sem líklegt var, aö Stubb-
ur hefði labbað niður í hverfi, til fornkunningjanna
þar. En næsta morgun þegar Eiríkur kom til vagn-
anna, var Stubbur þar fyrir og auðséð á öllu að
hann hefði látið þar fyrirljerast um nóttina. Hefir
eflaust talið skyldu sína að gæta vagnanna, úr því
þeir vóru skildir svona eftir úti á viðavangi.
Það kom aðeins einu sinni fyrir, að Stubbur fór
livergi og beið heima á rneðan eg var í ferð með