Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 10
4 DÝRAVERNDARINN kynst snjó eÖa óíærÖ fyrr en þá. En Kápur var Urjúgstígur og öruggur urn áframhaldið. SkilaÖí hon- um vel áírain og fylgdu honum flestir sauðirnir og röskustu ærnar. Slitnaö'i þá flotinn í sundur, lömb- in og þaÖ litilfjörlegasta úr fénu varð eítir, stað- næmdist og varð ekki hnoðað áfram. Var þá tekið það ráð, að sækja Káp og reka hann til baka, en það kom ekki að neinu haldi, hann sleit féð sam- stundis af sér og íylgdi engin skepna honum. Fór svo fjórurn eða fimm sinnum, unz hann hætti með öllu að ganga brautina á milli hópanna, en hljóp í þess stað i kringum okkur og aftari hópinn. Snerist áttin þá til norðurs og gerði hríð með miklu frosti. Komurn við fénu ekki lengra, enda var þá dagur af lofti fyrir nokkuru og myrkt af kveldi. Tóku nú klæði okkar að frjósa, en við vórum gagn- drepa eftir frostleysubylinn um daginn. Sáum við þá, að ekki var um annað að gera, en skiljast við féð, þar sem við vórum komnir, en reyna sjálfir að bjargast til bæjar, og tókst okkur það með naum- indum. Daginn eftir var vel ratljóst og fundurn við þá féð með tölu á sömu slóðurn og við skildunr við það, en illa var það til reika. Var Kápur þá á rölti í kringum hópinn og virtist alt benda til, að hann mundi ekki hafa haldið kyrru fyrir um nóttina og haft aðgæzlu á, að enga kind sliti úr hópnum. Þá var komin sæmileg færð, og tókst okkur að koma öllu fénu heilu og höldnu til húsa. En það var ekki síður Káp að þakka, en okkur mönnunum og hund- unum. Hann tróð fyrir hópnum, ratvís og öruggur og var ekki minstu þreytu að sjá á honum. En að svo giftusamlega tókst til um björgun fjárins, þökk- uðurn við eingöngu vitsmunum Káps og veðurgleggni hans. Vórum við ekki í neinum vafa um, að hefði hann ekki fundið á sér veðurbreytinguna og náð fénu saman, þá hefði sennilega margt af því farizt í ám og giljum eða fent hér og þar um fjallið. Og það var hvorki í fyrsta eða síðasta sinn, að Kápur reyndist hinn sanni bjargvættur fjárins, þó að und- an falli í þetta sinn að færa frekari sönnur á það. Vetrarmorgun einn í l)líðskaparveðri rak eg sauð- ina á beit út undir svonefndan Kaldalæk, sem er djúpur stokkalækur og hefir upptök sín i Eilífsvatni. Er kaldavermsl i læktium og leggur hann aldrei, nema í hann ka;fi í stórhríðum og frostum. En er dálítið líður frá og vatnið hleypur undan íshellunni, getur hann orðið hættulegur þeim, sem yfir hann leita. 1 þetta sinn var ís á læknum, en nokkurir dagar síðan í hann kæfði og fraus. Þegar eg hafði stöðvað sauðina við beitina, brá eg mér heirn til bæjar, til þess að taka mér árbít. En ekki hafði eg farið nema hálfa leiðina, er mér varð litið við og sá, að sauðirnir höfðu stygst og runnu með talsverðum hraða henn til húsanna. Flaug mér i hug, að tófa hefði orðið þeim helzt til nær- göngul, og þess vegna hefðu þeir tekið á rás. Sneri eg samstundis við og komst fyrir sauðina, en sá þá íljótt, mér til mikillar undrunar, að lváp vantaði. Þótti mér lítt sennilegt, að tófa hefði ráðist á hann, sjálfan bjöllusauðinn, heldur mundi eitthvað annað hefta för hans. Skundaði eg þá til lækjarins, en þar var þá Kápur á sundi niðri i læknum og annar sauður með honum, hnýflóttur. Hafði ísinn fallið af læknum á löngum kaíla, en við það orðið hark, sem sauðirnir stygðust við. Strax og Kápur varð mín var, synti hann að baldcanum til min og mændi upp á mig. Leyndi sér ekki, að þar taldi hann sér hjálpina vísa, er eg var. Var um alin niður að vatn- inu, og varð eg að leggjast endilangur á magann, til þess að ná í hornin á honurn. Tókst mér íljót- lega að bjarga honurn upp úr, enda var hann þægur ágætt tak fyrir mig á hornunum, en hann smávaxinn og léttur. En það gekk öllu verr með hinn sauð- inn, enda virtist hann ekki skilja, að eg mundi lík- legur til bjargar, þótt hann sæi mig draga lváp upp úr. Hann synti upp og niður með hinurn bakkan- um, en lækurinn breiðari en svo, að yfir hann yrði stokkið. Hljóp eg þá upp með læknum, og komst yfir hann hjá vatninu. En þegar eg nálgaðist Hnýfil, hrökk hann frá og synti yfir að hinum bakkanum. Var eg nú í vanda staddur, því að lítt mundi duga að hlaupa heim eftir mannhjálp, vegurinn svo lang- ur, að Hnýfill mundi sennilega dauður, þegar hjálp- in kæmi. Leysti eg þá aí hálsi mér langan trefii og gisprjónaðan og slangaði honum yfir sauðinn. Tókst tnér að láta hnýflana festast i treflinum og gat svo dregið sauðinn til min að bakkanum. Náði eg taki í ullina, þvi að ekki vóru hornin að toga í. En erfiðlega veittist mér; sauðurinn mesta vænleiks kind og því næsta þungur, svona rennandi blautur, og þar að auki óþægur og gerði mér erfiðara fyrir. Þó tókst mér að tosa honuin upp úr með ærnum erfiðismunum. Rak eg svo báða sauöina heitn í hús, gaf þeim og byrgði þá inni. Hrestust þeir fljótt og urðu jafngóðir.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.