Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 26

Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 26
•20 DÝ RAVERNDARINN DÝRAVERNDARINN kemur að minsta kosti á 11 a sinnum út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefiS út hér á landi- Árgangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætluiiarverk Dýraverndarans er a'ð vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siöbót, sem frarn kemur i verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér t.raust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að kynna blaðiö. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Þeir kaupendur Dýraverndarans, sem enn eiga ógreitt andvirði hans, eru vinsamlega beðnir að gera skil sem allra fyrst. Afgreiðslumaður HJÖRTUR HANSSON, Austurstræti 17. — Reykjavík. — Pósthólf: 566. hallur Bjarnarson, prentsmiðjustjóri frá Akureyri, Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem báÖir eru stofn- endur elzta félagsins, Tryggvi Þórhallsson forsætis- ráðherra, Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri, Guðbrandur Magnús- son og Iielgi Valtýsson. Fylgja greinum þessum myndir af höfundum þeirra. Þá eru og í heftinu kveðjur og árnaðaróskir for- ustumanna nokkurra félaga, er U. M. F. í. telur sam- verkafélög sín, en undir þær kveðjur hafa rita'ð Bene- dikt G. Waage, forseti í. S. í., Pétur Zophoníasson, stórtemplar, frú Gu'ðrún Pétursdóttir, forseti Heirn- ilisiðnaðarfélags íslands, og Þorleifur Gunnarsson, formaður Dýraverndunarfélags íslands. U. M. F. hafa lagt drjúgan skerf til dvravernd- unarstarfsins hér í landi, með ]>ví að glæða áhuga ungra manna fyrir bættri meðfer'ð dýra. Á Dýra- verndarinnn þvi ekki betri ósk, U. M. F. til handa á aldarfjórðungsafmæli þeirra, en þá. aö ]>eim megl auðnast enn um langa stund að vinna sem bezt að þessu menningar- og mannúðarmáli allra þjóða. — Annars er ýmislegt fleira í hefti ]>essu, bæði eftir rit- stjórann og aðra ungm.félaga, og alt vel læsilegt. Rit- stjóri „Skinfaxa" hefir verið um stund Aðalsteinn kennari Sigmundsson, og farizt það vel, enda hefir blaðið tekið stórum framförum í höndum hans. Til kaupenda blaðsins. Um lei'ð og Dýraverndarinn hefur göngu sína í þetta sinn, þakkar hann kaupendum sínum og ö'ðrum- 'stuðningsmönnum fyrir liðna árið og óskar þeim öllum árs og friðar i liráð og lengd. Að þessu sinni var að þvi horfið, að láta 1. og 2. bla'Ö fylgjast að, og er það þó mun stærra en venja er til (20 bls. í stað 16). Með því vilja ]>eir, sem a'Ö blaðinu standa, bæta fyrir sumt, er mi'ður þótti fara um útgáfu þess síðastliðið ár, er aðal- lega stafaði af því, að svo langt var liðið á vetur er fyrverandi ritstjóri tilkynti, að hann sæi sér ekkí fært a'Ö sjá um blaðið framvegis. Ráðamenn l)la‘Ös- ins hafa fullan huga á því, a'Ö bæta á ýmsan hátt misfellur þær, sem urðu á útkoniu sí'ðasta árgangs. VerÖur lagt kapp á að blaðið komi reglulega út og reynt a'ð vanda efni þess eftir því sem kostur er. T. d. verður blaðið látið flytja fleiri myndir, og má sjá byrjun þess nú þegar. En jafnhliða því, að bætt verður úr misfellúnum og allur frágangur blaðsins vandaður eftir föngum, þá er það líka von þeirra manna, sem að því starfi vinna, að skilvísum kaupendum Dýraverndarans fjiilgi að sama skapi. Þvi miður skortir mjög á, að allir kaupendur blaðs- ins hafi sta'ðið í skilurn með andvirði ]>ess, undan- farin ár. En framtíð Dýraverndarans — eins og allra annarra blaða — er bundin því, að hann sé keyptur og borgaður. Er því vænst, a'ð ]>eir, sem engin skil hafa gert hin si'ðari ár, geri þau sem allra fyrst. IleimilisfanK ritstjórans er á Grcttisgötu 6j, Rvík, og þangað- sendist alt, sem í blaðinu á að birtast. Ritstjóri: Einar E. Sæmundscn. Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands. FélagsprentsmiCjan.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.