Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 23

Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 23
DÝRAVERNDARIN N Mér hefir reynzt aÖ flestir hestar séu dulir a'ö eÖlisfari, og oft gætir hjá þeim mikillar tortryggni. Getur þvi fariÖ svo, aÖ langan tíma taki aÖ kynn- ast sumum hestum til fullnustu. ÞaÖ hefir jafnvel skift árum fyrir mér, aÖ vekja svo traust sumra hesta, aÖ þeir byÖu fram alla sína beztu kosti. En tortryggni hestsins ætla eg aÖ stafi eingöngu aí þvi, hvernig uppeldiÖ hefir verið. liafi hann ungur sætt slæmri meðferð af hálfu mannsins, veri'Ö vanfóðr- aður eöa illa leikinn i tamningu, þá er tortryggm hans vakin og oft erfitt að útrýma henni. Annars mun það mála sannast, að hesturinn verÖ- ur eins og viÖ hann er búiÖ, þvi i instu tilfinning- um sínum, er hann mjög viökvæmur: íljótur aö skilja allt hið góða, sem hommi er sýnt, en sein- gleyminn á misgerðir. Mæti hann ungur hlýju viö- móti frá mannsins hálfu, mun hann endurgjalda þaÖ og lærast snemma að treysta manninum. Mörg eru dæmi þess, að ljónstyggir íolar hafa spekst und- arlega íljótt hjá þeim mönnum, sem fóru vel að þeirn. En komizt slíkir hestar í hendur þeim, sem ekkert skeyttu um þá, né gerðu sér far um að skilja þá, sótti brátt í sama horfiÖ: hesturinn varð tor- trygginn við nýja eigandann, styggur og ódæll í allri umgengni. VerÖi hestar staÖir og hrekkjóttir, slái og bíti, hlaupi með manninn út úr götu, eða sýni aðra óþekt, munu þeir gallar vera runnir af einni og sörnu rót: að hestinum hefir verið misboðiÖ, ef til vill mörg- um sinnum. Oítast mun vit hestsins, athygli hans og aðgæzla um margt, koma bezt í ljós þegar eitthvað reynir á, t. d. i vetrarferðum, eða í löngum og torsóttum ferðalögum. Þá kynnist maÖur og hestur bezt, þ. e. a. s. ef hesturinn sætir réttri meðferð, og þá veröa þeir oftast nær góðir vinir, þegar hvor skilur ann- an til fulls. Og sú vinátta leiðir allajafna til þess, aÖ hesturinn fer að treysta manninum og verÖur þá fús á að leggja fram sína mörgu og góðu kosti. báÖum til ntikillar gleði. Þægð liestsins og þolinmæði er einstök og rat- vísi hans frábær. En þó er ekki síður merkilegt, hugboð hans um ótal hættur og aðgætni hans aÖ sneiða hjá þeim, svo ekki verði að slysi. Enda munu tnargir hafa sannfærzt um, að fáir kunni betur fót- um sínum forráð, en hesturinn. Og oft hefir hann sýnt, hvað giftudrjúgur hann hefir verið í ýmsum svaðilförum, enda hefir margur maÖurinn átt hest • inmn lífið að launa. Enginn vafi er á þvi, aÖ hestar eru misjafnleg;: vitrir, og þarf engan að undra það, því svo er einn- ig uiri mennina, er sig kalla æðstu skepnu jarðar- innar. En af því leiöir aftur, aÖ hestar eru misjafn- lega næmir aÖ skilja manninn og læra aí honum. Þó þykist eg mega fullyrÖa, að hægt sé að kenna hestum margfalt fleira en venja er til, ef lögö er sérstök rækt við það. Enda eru þeir furðu fljótir aÖ taka eftir orðum og bendingum, sem til þeirra er beint, ef það er gert aí hlýleika og skynsamlegu viti. í eftirfarandi köflum mun eg leitazt viÖ, að segja nokkuð ger írá ýmsum háttum og vitsmunum nokk- urra hesta, sem eg hefi átt og einmitt sannar margt af því, sem drepið heíir verið lauslega á í þessu forspjalli. En áður en lengra er haldiÖ, þykir þó blýða, að gera nánari grein íyrir hestakaupum mínum. Enda þykir mér sennilegt, að einhverjir þeir, er línur þess- ar lesa og sögur þær, sem á eftir fara, kunna aÖ spyrja eitthvaö á þessa leið: Hvers vegna hefir Daníel selt alla þessa gæðinga sína, sem vóru hon- um þó aÖ skapi og hann hafÖi svo miklar mætur á? Þessu er þá til að svara, a'Ö marga af reiðhest- um mínum heíi eg átt þangað til að eg varð að fella þá. En öðrum hefi eg fargað til manna, sem mér vóru kunnir aÖ öllu góðu og eg vissi um, að fara mundu vel meÖ hestana, engu síður en eg. Enda er hvorttveggja, að eg hefi oft að vorlagi náð eignarhaldi á fleiri hestum, en ástæður mínar leyfðu mér að ala vetrarlangt og svo hitt, að kunn- ingjar mínir hafa þrásinnis beðiÖ mig aÖ líta eftir gæðingsefnum fyrir sig og temja. Fyrir slíkum mönn- um hefi eg oft ekki haft nokkurn stundlegan frið. •ef þeir sáu hjá mér nýjan gæðing, sem þeim leizt vel á. Þá hefi eg einnig farið víða um land og í mörg ár keypt hross til útflutnings, en í slíkum ferð- um hendir marga, að komast yfir fleiri gæðinga úm stundarsakir, en þeir hafa efni á aÖ eiga til fram- búðar. I því sambandi vil eg og geta þess, að er- lendir menn og þeir ekki allfáir, hafa leitað til mín um kaup á reiðhestum. En slíka hesta hefi eg orðið aÖ hafa undir höndum lengri eða skemmri tima, sumpart til þess að temja þá, eða þá aÖ fá vissu mína um, hvort þeir mundu uppfylla þær kröfur, sem gerðar vóru til þeirra.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.