Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 19

Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 19
DÝRAVERNDARINN 13 komura heim ura kveldið, fórura við inn í húsið, til þess að koraa fyrir ýmsu dóti okkar. Samstundis og kisa verður þess vör, og heyrir okkur tala, rajálni- ar hún hátt, þýtur upp úr strokknura, og var þá íljót að koma fyrir sig fótunum. Stökk hún til mín með mildum gleðilátum og fagnaði mér vel og lengi. Og ekki var að sjá, að hún væri neitt miður sín orðin, enda reyndi eg að hressa hana eftir heztn föngutn. Við álitum, að kisa hefði í leiðindum sinum, eftir að eg var farin, leitað sér athvarfs þarna og legið þar svo í sorgum sínum, á tneðan eg var í burtu. En hvort hún hefir sjálf komið fatabögglinum nið- ur í strokkinn, það var og er enn sama ráfigátan. Ingunn Pálsdóttir, frá Akri. Stubbur. Á útmánuðunum 1910 fékk eg hvolp frá Bjarna- stöðum í Ölíusi. Var hann ljósgulur á belginn, en dökkur framan í; stór og fallega vaxinn, en rófan alt að helmingi styttri, en venjulega er á' hundum. Af því var hann strax nefndur Stubbur, og festist það nafn við hann. Stubbur var kátur og fjörugur hvolpur, en þó góð- lyndur og kom sér því snemnta vel. Höfðu allir á heimilinun, eldri sem yngri, miklar mætur á honurn, og þurru ekki vinsældir hans með aklrinum. Strax og hann stálpaðist vandist hann við alls- konar smalamensku og aðra snúninga við skepnur, eins og títt er i sveit. Kom þá fljótt i ljós, að hann var sinnugur vel og athugull um margt, enda varð hann með aldrinum einhver sá mesti vithundur, sem eg hefi þekt. Á fyrsta hausti, sem eg átti hann, rak eg meS öðrurn fleirum all-stóran fjárrekstur til Reykjavik- ur. Fylgdi Stubbur mér alla leið og reyndist þá þeg- ar svo góður og duglegur við reksturinn, að með afbrigðum þótti uin svo ungan hvolp. Þegar i bæinn kom, var talsvert rokkið, en tafsamt að koina fénu niður að Sláturhúsi. Reyndi Stubbur að gjamrna með, en virtist þó eitthvað utan við sig yfir öllum þeim undrum, sem bar fyrir augu hans. Þegar tekizt hafði að rétta fé'S, varð eg þess var, að Stubbur var horfinn, og fann eg hann ekki unt kveldið, þrátt fyrir rækilega leit. 1 Reykjavík dvaldi eg á annan dag og leitaði hans mikið og hélt spurnum fyrir um hann. En alt bar að santa brunni: Stubbur var ger- santlega horíinn og fréttist ekkert til hans. liélt eg svo af stað heintleiðis, að eg bjóst eins við að sjá hann ekki framar, og tók mig sárt að hugsa til þess að hvolpurinn lenti á flækingi, þvi aS hann var þá þegar orðinn ntér kær og mjog tylgispakur. Eu þeg- ar eg reið heint í hlaðiö 1 Strýtú var Stubbur þar lyrir og fyrstur að íagna íttér. Duidist mér ekki, að gleði hans var engu ntinni en 111111 yfir endur- fundununt. Yar ntér þá sagt að hann hefði kontið lteint einn síns liðs, slæptur og dasaður, niorguninn eftir að hann hvarf ntér í Reykjavík. Þótti þetta næsta merkilegt unt ungan hvolp, sent aldrei hafði kontið til Reykjavikur áður, og benda á meiri vits- muni en vænta mátti: að kunna skil á áttuni og vegi jaínlanga leið, og það í kolsvörtu náttmyrkri. I Bakkarholtshverfi í Ölfusi liggja fjögur tún sant- an og vóru þau á þessunt árunt ógirt. Var venja a'ð lofa skepnunt að bita á túnunum á vórunt, þangað til að úthagar fóru að skiíta unt lit. En okkur bænd- unum, sent túnin áttum, var lítið unt það gefið, að aðrar en okkar eigin skepnur bitu heimatúnið. Rak því hver írá sér, þegar úr ltófi þótti keyra unt ágang frá hinum bæjunum. Stubbur var ekki gantall þeg- ar honunt skildist þetta. Tók hann þá upp hjá sjálf- unt sér að verja mitt tún fyrir skepnum frá hinunt bæjununt. Þótti mönnunt oft gaman að sjá, þegar hann var að reka á burt kindur eða hesta og kýr frá ltinum bæjunum, og skilja það úr heintaskepn- ununt. Fór hann að öllu slíku með mestu hægð, beit aldrei skepnur, en glepsaði ofurlítið aftan í fætur hestanna, ef þeir vildu ekki hlýða honunt. En svo glöggur var hann að skilja rétt í sundur, að ntargur niaðurinn ltefði ekki betur gert. Þegar svo að tún- varzla byrjaði fyrir alvöru, þurfti ekki að segja hon- úm, eða benda. Þá rak hann alt úr heimatúninu, sama hvaða skepnur það vóru, en lét sér aðeins nægja að nudda því út fyrir mörkin, og virtist alveg á santa standa, þó að krökt væri af allskonar fénaði á hinum túnunum. — Santa var að gegna síðari liluta sumars, eftir að kúnt var leyft að bíta á túnum. Þá skildi hann kýrnar í sundur og hafði nánar gætur á, að mínar kýr einar bitu á heiniatúninu. Stublmr var mér mjög fylgispakur og elti ntig hvert sem eg fór, og mátti einu gilda hvort eg var

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.