Dýraverndarinn - 01.04.1931, Blaðsíða 4
22
DÝRAVERNDARINN
tókst hin bezta vinátta og mátti af mörgu marka,
ah folanum var hlýtt til mín, enda var hann lund-
góður og mannelskur.
Krumrni var í vesturenda hússins, en i þeim sama
enda hjó Magnús legsteina. Hann er hestavinur mik-
ill og hafÖi þvi gaman að taka eftir ýmsu í háttum
folans. Og væri eg ekki viðlátinn, gaf Magnús hon-
um, strauk hann, kembdi honum og dekraði við hann,
engu síður en eg. Oft tók Magnús eftir því, að
þegar eg kom fyrir húsgaflinn, hætti Krummi að
éta, hóf upp höfuðið, skaut til eyrunum og íór að
hlusta og gá í kringum sig. En þetta gerði hann
aldrei þó að aðrir gengju fyrir húsgaflinn. Af þessu
drógum við þá ályktun, að hann þekti skóhljóð
mitt. Og þegar hann sá mig i dyrunum, kumraði
hann vinalega til mín.
Sjaldan hefi eg alið hest betur, en Krumma þennan
yetur. Og áreiðanlegt er, að engum hesti hefi eg, fyrr
né síðar, gefið jafnmikið af höfrum, eins og honum.
Breyttist hann og nokkuð í útliti, varð mjór og renni-
legur, fékk rnikla og stælta vöðva, og að sama skapi
óx honum þrek og áræði, enda bar af um fjör hans
ög léttlcika.
Þá dagá' sem gott var veður, þennan vetur, hafði
ég Krumma úti, og var hann að mestu leyti sjálf-
ráður ferða sinna. Fór hann þá oftast upp í holtið,
en þangað var örskamt frá húsum okkar Magnús-
ar og fátt um byggingar, aðeins hús og hús á stangli.
Lítið hafði eg íyrir því að sækja Krumma, nema
fyrst í stað. Eftir að hann hafði leikið sér í holt-
inu nokkura daga, þurfti eg ekki annað, en að kalla
til há'ns eða blístra. Lét hann ekki á sér standa, að
korna undir eins og hann heyrði til mín. En stund-
um var hann það langt undan, að hann heyrði ekki
til mín, fyrr en eg blés í vasablístru. Tók hann þá
samstundis á rás, og eins þó að hann væri að kljást
og leika sér við aðra hesta, og fór þá stundum nokk-
uð geist.
Næsta sumar hafði eg Krumma i hagagöngu inni
á Kleppsmýrum. Þá var það sunnudag einn, að eg
gekk mér til gamans inn á Laugaholt til ])ess að
svipast eftir honum, en gat hvergi komið auga á
hann. Tók eg þá upp vasablístruna og blés í hana
nokkurum sinnum, ef vera mætti að hann kannaðist
enn við hljóðið. Eftir örlitla stund sé eg hvar brúnn
hestur kemur hlaupandi suðaustan frá vognum. Var
]>að Krummi og hægði ekki ferðina fyrr en hann
hafði fundið mig. Gæddi eg honum á rúgbrauðs-
bita, klappaði honum og gældi við hann góða stund.
Þegar eg svo sneri heirn á leið, ætlaði hann að
elta mig, en mér tókst með fortölum mínum og
bendingum, að fá hann til þess að vera kyrran. Að
blaka við honum vildi eg ekki gera; til þess vórurn
við of góðir vinir, og þann tíma, sem eg átti hann,
sló eg aldrei til hans. En margt talaði eg við hann
og duldist mér ekki, að sumt af því skildi hann.
Krummi var hreinn klárhestur og brokk hans mik-
ið og gott, en afar erfitt að halda honum til þess.
Enda gat hann tæplega talizt skemtihestur, eftir
ströngustu merkingu þess orðs. Til þess var fjörið
of mikið og ofsafengið, enda tel eg hann viljamest-
an og harðvítugastan allra þeirra hesta, sem eg hefi
komizt í tæri við um dagana. Var hann oft lítt hemj-
andi í einreið, hvað þá þegar í sollinn kom; vilcli
helzt alt af íara í loftköstum, mætti hann ráða. Og
þótt mér tækist, á stundum, að halda honum nokk-
urn veginn í skefjum, kom það þó ekki all-sjaldan
fyrir, að hann færi á roksprett, án míns vilja. Og
])á sjaldan eg leyfði öðrum að skreppa honum á
bak, höfðu þeir engin tök á honum.
En þó að íjör Krumma væri mikið, var ekki minna
vert um skjótleik hans. Þá voru Melakappreiðarnar
í algleymingi, og margir hestar í bænum, sem þóttu
með ágætum fljótir. Þó bar Krummi aí þeim öllum,
og þann tíma, sem eg átti hann, komst eg aldrei
í rjá við þann hest, að Krummi hefði ekki betur
á sprettinum.
Á útmánuðum veturinn J900 l)arst mér bréf frá
merkum manni, sem heima átti í Falkirk á Skotlandi.
Fór hann þess á leit, að eg útvegi sér og sendi, ung-
an klárhest, viljamikinn og fljótan, er hann ætl-
aði svo að þjálfa til kappreiða, sem árlega eru háðar
þar fyrir smáhesta (Pony). Hafði maður ])essi ferð-
ast hér um land og fengið miklar mætur á hestum
okkar. Þóttist eg þá ekki geta betur goldið traust
það, er maður þessi bar til mín um að velja handa
sér hest, en með því að senda honum Krumma,
enda vissi eg þá ekki af neinum öðrum hesti, er
eg treysti jafnvel til að íullnægja þeim kröfum, sem
settar vóru fram í bréfinu, né líklegri til að halda
uppi heiðri „íslendingsins".
Er ekki að orðlengja það, að Krumma sendi eg
áleiðis til Skotlands með fyrstu ferð sem féll. Skrií-
aði maðurinn mér strax um hæl og var mjög ánægð-
ur yfir kau])unum. Átti hann svo, eða öllu heldur
sonur hans, Krumma í mörg ár, og skrifuðu þeir