Dýraverndarinn - 01.04.1931, Síða 6
24
DÝRAVERNDARINN
Þverár, vestarlega ])ó. En þar er árhakkinn hár á
dálitlum kafla, og áin nokkuð aÖdjúp.
Þegar amma var unglingur, var þar á heimilinb tík,
sem kölluð var Týra. Var hún fjárhundur ágætur,
athugul vel og svo vitur, aÖ oft virtist mega af hátt-
um hennar draga þá ályktun, aÖ hún hefÖi fullkom-
lega mannsvit. SagÖi amma margt til marks um það,
þótt eg kunni frá fæstu því aÖ segja, eftir svo lang-
an tíma.
Á vorin varði Týra tún og engjar með svo mik-
illi árvckni, að þar þurfti enginn maður um að hæta,
og mátti á sama standa hvort að nótt var eða dagur.
Þegar Týra var orðin fjörgömul, fór henni aÖ
daprast sýn, og varð að lokum alblind, að ])ví er
hezt var vitað. Gat hún þá lítið fariÖ, en lá flesta
daga inni í baðstofu fyrir framan rúm húsbónda
síns. Þá har svo til einhverju sinni fyrri hluta vetr-
ar, er flestir heimamenn vóru staddir í baðstofu, að
tilrætt varð um heilsufar Týru. Sagði ])á einhver,
að hezt mundi að lóga henni; hún væri orðin gagns-
laus með öllu, enda hin mesta gustuk, að hlífa henni
við að lifa vetrarkuldana.
Húsbóndinn lagði fátt til þessara mála, en varð
litið til Týru, þar sem hún lá á sínum vana stað.
Eftir nokkura stund sagði hann þó með hægð : „Ó-já,
það er víst þýðingarlaust, að hún sé látin'lifa lengi
úr þessu, greyið að tarna. Þið getið tekið hana, pilt-
ar, einhvern tíma þegar eg veit ekki af þvi.“ Og var
svo ekki fleira um þetta rætt i það sinn.
Týra hafði ekki hært á sér á meðan tal þetta fór
fram. En þegar því var slitið og horfið að öðru efni,
stóð hún upp og dróst fram úr baðstofunni, án ])ess
að því væri veitt sérstök athygli þá i svipinn. En er
nokkur stund var liðin og Týra kom ekki inn aftur,
eins og hún átti vanda til, var farið fram í bæ og
út að svipast eftir henni; fanst hún þá hvergi, hvern-
ig sem leitað var, og leið svo kveldið og nóttin. Dag-
inn eftir var leitinni haldið áfram og fanst þá Týra,
rekin upp úr ánni, á eyri vestar með bakkanum.
Og var það álit allra á heimilinu, að um slys væri
ekki að ræða, heldur mundi Týra hafa farið sér
fram af árbakkanum..........Hún hafði hlustað eft-
ir því, sem sagt var í baðstofunni og skilið það; orð-
in vóru fá, en í fullri meiningu: hún var orðin til
einskis nýt og fólkinu til leiðinda. Ef til vill hafði
hún haft óljósan grun um þetta áður, en sárast fann
hún til undan vissunni þeirri, að húsbóndinn taldi
henni orðið ofaukið á heimilinu. Og þegar sú vissa
var fengin, var ekki eftir neinu að bíða .... þá tók
hún til sinna ráða og varð fyrri til að framkvæma
það, sem húsbóndi hennar ympraði á við pilta sína.
Atnma mín var vön að ljúka sögunni eitthvað á
þessa leið:
„Þetta litla atvik sannar okkur það, að dýrin skilja
mál manna, ])ótt okkur gruni það ekki altaf. Gleym-
ið ])ess vegna aldrei, hörnin góð, að haga þannig orð-
um ykkar í áheyrn dýranna, að ])ið særið þau ekki,
])ví að þau eiga sínar tilfinningar eins og við nienn-
irnir.“
Eg var að eins harn, þegar amma sagði mér sögu
þessa, og þó sat mér kökkur í hálsi og mér vöknaði
um augu, er eg hugsaði til vesalings Týru, og
hve mikið him hefði hlotið að líða, er hún skreidd-
ist fram úr baðstofunni í síðasta sinn, ráðin i ])ví,
að leita ekki framar á náðir fólksins. Og enn er ])að
svo, að einhver undarlegur klökkvi grípur mig í
hvert sinn, sem hugurinn hvarflar til æfiloka Týru
gömlu.
Katrín Pálsdóttir,
Ránargötu 13.
Áskorun.
Dýraverndunarfélagi íslands er það Ijóst, að til
þess, að sem mestur og beztur árangur náist í starfi
dýraverndunarmálsins, þá verða sem flestir áhuga-
samir menn og dýravinir um land alt að taka hönd-
um saman, og vinna með árvekni og ósérplægni i
þágu þessa menningar- og mannúðarmáls allra þjóða.
Þess vegna mun stjórn Dýraverndunarfélags íslands
Heita sér fyrir því, að stofnuð vcrði dýraverndunar-
félög víðsvegar um land. En áður en að því verður
horfið, er stjórninni nauðsynlcgt að komast í sam-
band við þau dýraverndunarfélög, sem nú eru starf-
andi í landinu, og fá þau til aðstoðar og leiðbein-
ingar í þessu efni.
Eru það því tilmæli stjórnar Dýravemdunarfélags
íslands, að öll dýraverndunarfélög, hvar sem eru á
landinu, svo og þær deildir, sem að dýravcrndun
vinna, innan annarra félaga — svo sem ungmennafé-
laganna —, sendi henni, sem allra fyrst, skýrslur um