Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1931, Síða 10

Dýraverndarinn - 01.04.1931, Síða 10
28 DÝRAVERNDARINN" Eg hygg l>ví a8 félagsmenn megi vel við una ráSstafanir stjórnarinnar í þessu efni og fjárhagsútkomu verndarstöðv- arinnar í Tungu. En þrátt fyrir ]>að, ]>ó að svo vel hafi tekizt mefi afi auka umsetningu búsins, eins og að frarnan greinir, ]>á ber þó Tungubúið sig raunverulega ekki, fjárliagslega séð. Liggja þar til eðlilegar orsakir. Fyrst kemur þá til athugunar, að á eigninni hvíla kr. 50.000,00, sem þarf að svara vöxtum af; svo bætist við kaup ráðsmannsins, skattar og viðhald á hús- um, áburður á túnið og umbætur á því, heykaup til viðbót- ar þvi, sem túnið' gefur af sér, o. m. ft. Þegar á alt þetta er litið, hlýtur hverjum heilvita manni afi vera ljóst, að til þess að standa straum af öllum þessum kostnaði, hriikkva ekki rúmar 10 þús. krónur. Gefur þvi að skilja, að vernd- arstöðin í T'ungu getur ekki rekið þessa starfsemi sina nema að hún verði styrks aðnjótaudi einhversstaðar frá. Enda hefir hún í þvi efni notið góðs, bæði af Tryggva- sjóði svo og Alþingi, sem veitti félaginu 1000 kr. styrk í fjárlögum ]>essa árs. Ennfremur hefir stjórnin aflað félag- inu tekna með hlutaveltum o. fl. Eins og öllum er ljóst, sem vinna að stefnumálum þessa félags, ]>á er þaÖ ekki tilætlunin, að starfrækja Tungu sem verulegt gróðafyrirtæki. Tunga hfýtur altaf að verða einn af sterkustu þáttunum í starfsemi vorri fyrir hugsjónamál- um íélagsins. Leiðir þá af því, að rekstri hennar verður |>ann veg hagað, að hún megi verða að sem mestu gagn: frá sjónarmiði dýraverndunar. Ekki skal því neitað, að pen- ingar cru afl getu og framkvæmda, en i Tungu er öll að- hlynning og velferð málleysingjanna látin sitja fyrir stund- arhagnaði. Þess var getið hér að framan, að þegar ráðizt var i um- bæturnar á Tunguhúsunum, þá var mest „lagt upp úr“ þeim hestum bæjarmanna, sem þar yrðu fóðrafiir yfir veturinn. En eins og eftirfarandi skýrsla sýnir, hefir Tunga ekki síffnr orðið nauðsynleg stofnun bændum og öðrum skepnu- eigendum, víðsvegar að af landinu. Á síðastliðnu ári liafa þar verið geymdar og hýstar skepnur yfir lengri og skemri tima eins og hér segir: Hestar ..................... 3004 (í fyrra 1798) Kýr ......................... 106 Sauðfé ...................... 636 Hundar ....................... 70 Kettir ...................... 100 Alifuglar .................... 20 Hestarnir vóru aðallega úr þessum sýslum, bæjarhestar ekki meötaldir: Úr Húnavatnssýslum ........ 305 — Rangárvallasýslu ........ 200 — Borgarfjarðarsýslu .... 230 — Árnessýslu .............. 175 — Dalasýslu ................ 20 — Skaftafellssýslum ........ 10 Flestar þessar tölur eru mun hærri en árið áður. Ofantaldar skýrslur sanna bezt, hve þörfin er vaxandi DÝRAVERNDARINN kemur afS minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefiö út hér á landi- Árgangur hans kostar að eins 3 krónur. Þeir kaupendur Dýraverndarans, sem enn eiga ógreitt andviröi hans, eru vinsamlega beönir að gera skil sem allra fyrst. Afgreiðslumaður HJÖRTUR HANSSON, Austurstræti 17. — Reykjavík. — Pósthólf: 566. fyrir slika stofnun, sem verndarstöðin er. Og hvert ættu ferðamenu að snúa sér með skepnur sínar, þegar |>eir koma með þær til Reykjavíkur, ef Dýraverndunarfélag Is- lands starfrækti ekki slíka stofnun, sem hér er um að ræða?“ Kosningar. Þá var gengið til stjórnarkosningar og var öll stjórnin endurkosin. Stjórn félagsins skipa nú : Þorleifur bókbindarameistari Gunnarsson, formaður, Leifur fulllrúi Þorleifsson, gjaldkeri, Hjörtur heildsali Hansson, ritari. En meðstjórnendur eru þeir: Sigurður lögregluþjónn Gislason og Samúel fátækrafulltrúi Ólafsson. Varaformaður var kosinn Einar E. Sæmundsen, skógar- vörður og varameðstjórnendur Björn Gunnlaugsson, inn- heimtumaður og Eiríkur Leifsson, kaupm. Endurskoðendur félagsins eru þeir sömu og áður : Ólafur Benjamínsson, kaupmaður, Ólafur Bricm, framkvæmdarstjóri. I Húsbyggingarnefnd Dýrasvrndunarfélagsins vóru þau kósin: Daníel Daníelsson, stjórnarráðsdyravörður, Sigmund- ur Sveirisson, dyravörður Barnaskólans, frú Ingunn Einars- dóttir, Bjarmalandi. Þá vóru eftir till. frá Hirti Hanssyni kosnir 5 menn i laga- ncfnd. Kosningu hlutu: Daníel Daníelsson, Einar E. Sæ- mundsen, Hjörtur Hansson, Guðmundur Guðmundsson, deildarstjóri, Ragnar Þórarinsson, trésmíðameistari. Á nefnd þessi að endurskoða lög félagsins og leggja fram ilit sitt og till. fyrir næsta aðalfund. Þá hófust frjálsar umræður, aÖ mestu fyrirspurnir til stjórnarinnar, en rúm blaðsins leyfir ekki að birta neitt úr þeim. Dálitið var og minst á blað félagsins, og skorað á fundarmenn að gera alt sem þeir gætu til að fjölga kaupend- um og auka útbreiðslu þess. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. FélagsprentsmiCjan.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.