Dýraverndarinn - 01.04.1931, Side 5
DÝRAVERNDARINN
23
feðgar mér árlega og höf'í'ju sitthva'Ö um klárinn
aíi segja, enda leyndi sér ekki í bréfum þeirra, ah
hann var í miklu upþáhaldi. Tók Krummi oft
þátt i kappakstri (á hrokki) og vann mörg ver'Ö-
laun. Er þaíS sonurinn, sem heldur í Krumma á mynd-
inni, og hjá þeim sáma manni féll Krummi í hárri
elli, kominn langt yfir tvitugt.
3. Héðinn.
Svo nefndi eg brúnan fola, er eg kevpti af Oddi
hónda á Heiði á Rangárvöllum, veturinn 1905. Komu
vermenn með folann hingað suður um miðjan vet-
ur, og var hann þá ótaminn. Hafði eg hann í skúr
heima við hús mitt, ól hann vel það sem eftir var
vetrarins og tamdi hann. Var hann ljúfur í allri
viðureign, tók tamningu vel, og mátti kallazt sæmi-
lega góður klárhestur úm vorið.
Þegar eg hætti að gefa honum, fór eg með hann
suður i Fossvog og slepti honum þar. En rúmri
viku síðar, morgun einn þegar eg kom á fætur, er
Héðinn kominn heim að húsi mínu og hengir niður
höfuðið. Þótti mér undarlegt að sjá folann jjarna
og gekk til hans. En mér hnykti meira en lítið við,
er eg sá hvers kyns var: folinn hafði vcrið laminn
svo á annað augað, að það lá úti, og vall gröftur
og blóð úr sárinu.
Eg leiddi folann í hús, þvoði augað og hreins-
aði upp sárið vel og vandlega. Tókst mér að græða
hann á skömmum tima, en upp frá þessu var hann
blindur á auganu.
Ekki |)óttist eg þurfa að lciða neinar getur að
]>ví, hvers vegna að Héðinn hefði tekið sig upp, úr
hestasollinum í Fossvogi. og rölt aleinn niður í bæ
og heim að húsi því, sem eg hjó i. En mér þótti
þetta þá, og þykir enn, merkilegt, og einstakt um
svo ungan hest.
Folinn hafði verið undir minni hendi í fáa mán-
uði, og þann tíma ekki haft kynni af öðrum en mér.
Eg hafði hirt hann sjálfur og sýnt honum hlýju
og gott atlæti í allri umgengni við hann. Eg hafði
lika fundið, eftir því sem hann tamdist, að hann
var farinn að treysta mér og vildi vera mér að
sEapi. Þess vegna leitaði hann min í nauðum sín-
um. Hann tók ekki fyrir að strjúka til æskustöðv-
anna, þegar hann hafði sætt áverkanum, eins og
Borgfirðingur gerði. Heldur varð honum fyrst fyrir
að leita á náðir mínar, — eina mannsins, sem hann
Krummi í Skotlandi.
þekti og treysti hér syðra — í þeirri von, að þar
væri hjálp að fá.
Þetta atvik er eitt af mörgum, sem mér virðist
ótvirætt sanna vitsmuni hesta: að þeir hugsi og
framkvæmi, alveg eins og við gerum, mennirnir.
En jafnframt lter það þögult vitni um fúlmensku
og ófyrirleitni sumra óþokka í mannsmynd, sem
umgangast dýr, en misþyrma þeim í hvert sinn, er
þeim býður svo við að horfa. Því að ekki var eg
i vafa um það, að áverki Héðins stafaði af manna
völdum, þó að mér tækist ekki að sanna það, frem-
ur en svo oft vill verða, þegar málleysingjarnir eiga
í hlut. (Frh.)
Æfilok Týru.
Stjúpa föður míns var hjá foreldrum mínum þeg-
ar eg var harn. Var hún minnug vel og fróð um
margt. Dýravinur var hún betri en í meðallagi, að
minni hyggju, og sýndi það á margan hátt. Sagði
hún okkur börnunum ýmissar sögur um vit og háttu
dýra, er mér þóttu þá næsta merkilegar. En flestar
þær sögur hafa með árunum skolazt svo i minni
mínu, að eg treysti mér ekki til að fara rétt með þær.
Þó er sú undanskilin, sem hér fer á eftir, enda hafði
hún snemma mikil áhrif á mig, eins og amma sagði
okkur hana.
Amma min ólzt upp á bæ þeim, er Fróðholtshjá-
leiga heitir, og er hann einn af hinum svonefndu
Bakkabæjum, sem allir liggja sunnan Þverár, en telj-
ast þó til RangárvalJa. Stendur báerinn á þökkuni