Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1931, Qupperneq 9

Dýraverndarinn - 01.04.1931, Qupperneq 9
DÝRAVERNDARINN 27 mánaSarlega og þar rædd ýmis mál, sem félagiS varSar og margar ákvarðanir teknar þar aS lútandi. .... Fyrir siSasta Alþingi lagSi stjórn félagsins frum- varp tii laga um vönun licsta. Var frv. boriS fram í neSri deild og samþykt j)ar meS lítilsháttar breytingum, en komst aSeins í gegnum fyrstu umræSu í efri deild og sofnaSi þar í nefnd, þrátt fyrir margítrekaSar tilraunir stjórnar fé- lagsins, um aS j>aS fengi fram aS ganga, enda stóSu ])á l>inglausnir fyrir dyrum. Nú liefir frv. enn á ný veriÖ sent þinginu og eru nokkurar vonir um aS þaö fái afgreiSslu. .... SíÖari liluta sumars bárust stjórninni allmargar kvartanir héSan úr bænum um óvenjumikinn faraldur af flækingsköttum, sem engrar aShlynningar nytu. Reyndi stjórnin aS leysa úr þessum vandræðum, eftir j)ví sem ln'in bezt kunni, en brátt varS henni ljóst, aÖ þetta mál var um- fangsmeira en svo, aS l>aS yrSi leyst á viSunandi hátt, nema meS ærnum kostnaÖi, enda nauSsynlegt aS ráÖstafanir yrSu um þaS gerSar af stjórnarvöldum bæjarins. Var þá bæjar- stjórn skrifaÖ um máliS, þar sem sýnt var fram á með rök- um nauSsyn þess aS útrýma flækingsköttum þessum, og jafnframt skorað á hana aS gera þá þegar haldgóðar ráS- stafanir í því efni.*) Tók bæjarstjórn málinu \el og kaus þriggja manna nefnd til þess aS gera tillögur um máliS. 1 nefndinni eiga sæti Knud Zimsen, borgarstjóri, Hermann Jónasson, lögreglustjóri og GuÖmundur Jóhannsson, kaup- maSur. En sáralitiS hefir þó nefnd þessi aShafst enn, eins og oft vill verða, þegar málleysingjarnir eiga i hlut. En þess skal getið, að stjórnin hefir í allan vetur starfað í þágu þessa máls, eftir þvi scm hún hefir getaS viS komiS. Eins og menn rekur minni til, og vikiS var aS í skýrslu minni á siSasta aSalfundi, var mikið um dúfur hér i bæ, sem sumpart enginn hirti um og ekki lá annað fyrir cn að veslast upp og falla úr hungri, eða sættu slæmri meSferS unglinga, sem þóttust eiga þær. GerSi félagiS menn út af örkinni til þess að útrýma þessum vesalings hirðulausu dúf- um, sem urðu að sæta ómannúðlegri meSferð strákhvolpa, er bröskuSu með þær eins og þær væru tilfinningalausar verur. Starf þetta hefir boriS þann gleSilega árangur, að nú sjást þessir fuglar aSeins hjá þeim, sem íara vel og mannúðlega með þá. Þá vil ég geta þess, út af umræSum, sem urðu á síðasta aSalfundi, um flutning sauSfjár í bifreiSum austan úr sveit- um og hingað til bæjarins, aÖ stjórnin lét það mál til sin taka. Og fyrir sérstakan áhuga forstjóra Sláturfélags SuS- urlands tókst að koma á ýmsum þeim umbótum i þessu efni, sem allir dýravinir mega fagna.. En frá umbótum þessum hefir veriS rækilega skýrt í blaSi félagsins og sé eg því ekki ástæÖu til aS fjölyrða frekar um þær hér.**) Mörg kærumál hefir stjórnin haft með höndum, og leyst úr þeim eftir beztu getu, en fæst af þeim eru svo mark- verS, aS þörf sé á að telja þau upp, eða greina frekar frá þeim hér. .... Þá er eg kominn að því atriSinu, sem stjórnin tel- ur stærsta og umfangsmesta mál félagsins, en það er rekst- *) Sbr. 8. bi. siSasta ár, bls. 64. **) Sbr. 5. bl. síSasta árs, bls. 40. ur verndarstöðvarinnar i Tungu. En áður en eg skýri nán- ar frá rekstri búsins síðastliðið ár, vil eg þó leyfa mér að fara litilsháttar út í sögu þessa r.iáls. Þegar við Sigurður Gíslason vórum kosnir í stjórn fé- lagsins á öndverðu ári 1929, var mesta áhyggjuefni stjórn- arinnar búið í Tungu og rekstur þess. FramieiSslan nam t'kki kaupi ráSsmannsins þann mánuðinn — janúar —, sem teljast verSur þó með betri mánuðum ársins, hvað þá hina. Hafði stjórnin verið aS bræSa þaS með sér um nokkurn tíma, livort ekki mundi fært að reka kúabú í Tungu, svo takast nuetti á þann hátt, að jafna að nokkuru þann halla, sem var á rekstri búsins. Á slikri ráðagerð vóru þó margir agnúar, enda engan veginn í samræmi viS steínuskrá fé- lagsins og markmið, að fara að stofna kúabú. Þá var þáð, að viS Sigurður Gíslason bentum á hvernig ástatt væri með ýmissa hesta, sem fóðraðir væru hér i bænum vetrariangt, og að því lilyti aS koma, að Dýraverndunarfélag íslands léti það til sin taka. Hesthúsin mörg væru léiegir skúrar, þröngir, Ioftlausir og dimmir, og þar yrðu hestarnir að kúldrast dögum saman, eða á milli þess að þeir væru not- aðir, því að víðast livar væri ekki um neitt svæði að ræða, til þess að hleypa hestunum út á og hreyfa sig. Um aðra aShlynningu hestanna, svö sem gott atlæti, hirÖing og fóS- ur, var ekkert út á að setja, því að yfirieitt mcga hesta- menn hér í bæ eiga það, að þeir láta sér mjög ant um klára sina, að því leyti sem í þeirra valdi stendur. Eftir nokkurar boiilalcggingar samþykti svo stjórnin aS láta gera uppdrátt og kostnaSaráætlun um breytingar á hesthúsinu í Tungu með þaS fyrir augum, að taka af bæj- armönnum hesta í vetrareldi eftir því, sem húsrúm leyíði. Var svo liafist handa, og þessi breyting á hesthúsinu fram- kvæmd síSari liluta ársins 1929, eins og fundarmönnum mun kunnugt vera. En þessar l)reytingar liöfðu allmikinn kostn- að í för ineð sér, enda var, þegar á stað var komiðj ráSizt i enn meira en stjórninni liafði hugkvæmst í fyrstu. T. d. var þeirri þörfu stofnun, sjúkraklefanum, hætt við, og þar komið fyrir baðþró fyrir liesta, sauðfé, svo og öll önnur dýr, sem þarfnast böðunar. Eins og gefur að skilja, var það nokkuð á lmldu hvort allar þessar breytingar mundu bera þann árangur fyrir fé- lagið, sem til var ætlazt, þó að viS sjálfir hefðum bjarg- fasta trú á því. SiÖastliSiS ár getum viS taliÖ fyrsta reynslu- áriS í þessu efni; þó álit eg, persónulega, að enn hetri árangur muni verða á næstu árum. En hér eru tölur sem tala: Árið 1929 í janúar var umsetning búsins ...... kr. 194,38 en í janúar 1930 er hún ........... — ðoi,49 — — í febrúar er umsetning búsins .........— 183,58 en í febrúar 1930 er hún .......... — 1327,42 •— — i marz er umsetning búsins ............ — 426,32 en í marz 1930 er hún ............. — 1044,30 Þannig er samanburðurinn því sem næst árið út, nema hvað síðari hluti ársins 1929 er nær útkomu ársins 1930, en þá er breytingin að mestu leyti komin í framkvæmd. Umsetning búsins árið 1929 nam alls ... kr. 5270,93, en árið 1930 nemur hún alls .......... — 10942,59.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.