Dýraverndarinn - 01.08.1932, Page 8
36
DÝRAVERNDARINN
Gránuvísur.
séra Páls Bjarnasonar á Undirfelli.
Nú er Grána fallin frið,
fór hún hörmulega,
þess ég aldrei bætur bíð,
byrgja verð ótrega.
A"cji'c)a'
| Séra Páll var fæddur 19. dag septembermánaðar
árið 1763, og vóru foreldrar hans Bjarni prestur Pét-
ursson á Melstað (d. ])ar 1790) og kona hans Stein-
unn Pálsdóttir, prests frá Upsum. Séra Páli var veitt
Undirfell í Vatnsdal 1794 og hélt hann þann stað
þangað til hann dó þar 6. marz 1839, 75 ára gamall.
—- Sighvatur Grímsson Borgfirðingur lýsir séra Páli
svo, í Prestaæfum sínum: ,,Hann var í öllu vel á
sig kominn. Skáldmæltur vel, og er til eítir hann:
1. tvö vers um sunnan og norðan átt, 2. Gránuvís-
ur og enn fleira. Hann var meðalmaður á vöxt, hvit-
leitur í andliti með skörp og gáfuleg augu, fjörmað-
ur mikill og góður reiðnraður, nettmenni og snyrti-
menni í öllu, hraustmenni, merkismaður og vinsæll,
ágætur prédikari og hinn liprasti raddmaður, gáf-
aður vel og hefir ort margt smálegt. Góðmenni i
allri umgengni, glaðsinna og gestrisinn og mjög
þokkasæll hjá sóknarfólki sínu.“ Mjög líkt þessu er
og séra Páli lýst í Prestatali Hallgríms djákna Jóns-
sonar og Húnvetningasögu Gísla Konráðssonar. Bæt-
ir Gísli við, að hann hafi verið „skáld afarliðugt ....
vandur mjög að rími og liðugleik i kveðskap sínum,
og má það sjá af vísum mörgum eftir hann.“
I handritasafni Landsbókasafnsins er varðveitt dá-
lítið af kveðskap séra Páls. En mest ber þar á hesta-
vísum hans, og fer ekki dult, að bezt hefir honum
látið, að kveöa um hesta. Eru margar þeirra mjög
snjallar, vandaðar að rími, dýrt kveðnar, en þó lipr-
ar, og bera ágætt vitni hestamensku og reiðkænsku
höfundarins. Þó munu engar hestavísur hans hafa
náð öðrum cins tökuin á þjóðinni, og Gránuvisurnar,
sem hér fara á eftir. Er skemst írá að segja, að í
handritum frá síðustu öld, rekst maður á engar hesta-
vísur jafn oft og þær. Eru þær þangað komnar i
fjcilcla afskrifta víðsvegar frá á landinu. Og enn lifa
slitur úr þeim á vörum þjóðarinnar, og eru oft raul-
aðar, þó að fáir, eftilvill, kunni þær allar, eða að
skifta þeim rétt. Eftir að ég auglýsti í blöðunum að
ég safnaði hestavísum og fór þcss á leit, að menn
sendu mér það, sem þeir gætu af sliku tæi, hafa mér
borizt, svo að segja úr öllum landsfjórðungum hrafl
úr Gránuvísum séra Páls, en misjafnlega rnargar
og sumar meira og minna brjálaðar. En þrátt fyrir
það er auðsætt, hvilíkar mætur þjóðin hefir haft
á þeim, að enn skuli vera margt af þeim við lýði.
Er því vænst, að þeir, að minsta kosti, senr enn
kunna eitthvað úr vísnaflokki þessum, taki honum
tveim höndum nú, er Dýraverndarinn er látinn flytja
hann i heilu lagi. — Þess skal getið að síðustu, að
vísurnar eru hér birtar eftir þeim beztu heimildum,
sem eru að finna i Landsbókasafninu. — E. E. N.]
Hennar líka flótt ei fæ,
fínar með tegundir;
viðfeldnasta veslings hræ
var hún allar stundir.
Margan fránan fékk ég hest,
fóru af þeim sögur;
þó hefir Grámi borið Irezt
beina minna drögur.
I fátt af skeifúm skvetti mold,
skörp á spretti tíða;
skemtilegri fák um fold
íæ ég aldrei ríða.
Þrátt á henni þegar sat
þrautum gleymdi öllum.
— Gengið er nú grautarfat
gefið undir fjöllum. ■—*)
Þegar harða þraut var mest,
það ég tiðum reyndi,
dugði gjarða-dýrið læzt,
dáð og fjöri’ ei leyndi.
Var það oft um frónin fríð,
þótt fyndist engin gata,
i náttmyrkri og niðahríð
náði hún heim að rata.
Harðsnúin í vatni var,
vætti’ ei hrygg á sundi;
hálsinn reist og höfuðið bar,
hugurinn þar við undi.
Eins og hjól um breiða braut
brunaði, það var gaman!
Heita mátti hesta-skraut
í hegðan allri saman.
3) Málsháttur.