Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1936, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.05.1936, Blaðsíða 12
DÝRAVERNDARlNN M sjóÖ til j)ess aÖ greiÖa „skipuðum svartbaksskyttum" 20 aura fyrir hvern svartbak, er jtær skjóta! En þann stuðning hefÖi verið auðvelt að fá með einni línu í fjárlögum. Til ]>ess þurfti enga sérstaka lagasmíÖ. Fyrra frumvarpið tók berum orðum fram eitr- unaráform sín, enda fékk fljótlega sinn dauðadóm. Seinna frumvarpið, sem nú er orðið að lögum, nefnir ekki eitrun á nafn einu orði, en engu að síður, ber brýna nauðsyn til, að allir dýravinir sé vel á verði gegn J>ví, að nokkurum geti haldizt uppi að koma hinum illræmdu veiÖiaðferðum í framkvæmd, hvort sem er í skjóli tvíræðra laga- ákvæða eða með reglugerðarsamjryktum. Vorblíða — vetrarríki. U]>]> úr miðjum marzmánuði geröi vorbliöu og hlýindi um alt Suöurland; einkannlega var á oröi haft, hversu mikil hlýindi vóru j)á í Landeyjum, enda gerðu j>ar brátt vart við sig fyrstu vorboð- arnir islenzku, farfuglarnir. Sást ]>ar lóa 22. rnarz, skúmur 20. marz og lórnur 23. marz. I nágrenni Reykjavíkur sást lóan fyrst 26. marz. Hefir Vísir það eftir Jóni Pálssyni fyrrum banka- féhirði, að lóan hafi sést hér sama dag árið 1927, og vissi hann ekki til, að hún hefði nokkuru sinni koinið fyrr. Jón má gerzt vita um ]>etta, því að hann er mikill fuglavinur og mun um langt skeiö hafa athugað um komu farfugla hingað. En sömu dagana og fyrstu vorboðarnir heilsa Suðurlandi með kvakandi gleðisöngvum, geysa stór- hríðar um Norður- og Austurland meö svo mikilli fannkomu, að með fádæmum ])ykir. Þar vóru alger jarðbönn svo mánuðum skifti, allur fénaður í hús- um, og eflaust smátt um fóður sums staðar. Svo misviðrasamt getur verið sunnan fjalla og norðan, og virðist þó fjarlægðin ekki löng, síðan menn tóku að ræðast við landshorna á millum og útvarpiö að flytja oft á dag fregnir um veðurfar: Fárviðri og fannkoma norðanmegin, en sólskin og vorfuglakliður að sunnanverðu. Krían var fyrr á ferðinni i þetta sinn, en venja er til, að því er fróðir menn telja. Hún sást fyrst 7. maí, fyrir utan Akurey, og vóru þar nokkurar í hóp. DÝRAVERNDARINN kemur að minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. iúýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefið út hér á landi. Argangur hans kostar að eins 3 krómtr. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna ,ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að kynna blaðið. Þeir sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Þeir kaupendur Dýraverndarans, sem enn eiga ógreitt andvirði hans, eru vinsamlega beðnir að gera skil sem allra fyrst. Afgreiðslu blaðsins annast Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð. Pósthólf 566. Reykjavík. Dýraverndunarfélag íslands. Gekk af með dilkum sínum. Ær ein tvílembd, sem Guðmundur Ólafsson i Bíldudal átti, gekk af í vetur með báðum lömbun- um. Var hún um hríð í klettahlíð þeirri, sem Skor- ar nefnast, og treystist þá enginn að ná henni sakir svella og annars farartálma, og var hún í fjallinu allan veturinn. Þann 27. apríl var ærin sótt, og er hún borin og tvilem!)d á ný. Allar kindurnar vóru vel feitar eftir ástæðum. (Útvarj)sfrétt). Til minnis. Afgreiðsla blaðsins er flutt úr Veltusundi 1 í Aðal- stræti 18 (Uppsali), 2. hæð. Rilstjóri: Einar E. Sæmundsen. Úlgefandi: Dýraverndunarfélag Islands. Félagsprentsmifiiap

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.