Dýraverndarinn - 01.04.1940, Page 16
28
D Y R A V E R N D A R I N N
Vildi þakka hjálpina.
Einhverju sinni var ma'ður á gangi úti í haga,
segir í gamalli bók danskri, og sá hvar kýr ein
æddi aftur og fram, baulaði mjög og bar sig illa.
Og er hún kom auga á manninn virtist hún veröa
alls hugar fegin. Hljóp til hans og baulaði nokk-
urum sinnum, en fór þá sömu leiö og hún var kom-
in og hann á eftir. Þótti honum atferli kýrinnar
ærið kynlegt og vildi forvitnast um hverju gegna
mundi. En kýrin hljóp að skurði nokkurum og
horfSi ýmist niður í hann eSa á manninn. í skurð-
inurn var kálfur lítt stálpaður og nær dauða en
lífi af kulda. Ma'öurinn bjargaöi kálfinum og fór
síöan leiöar sinnar. En kýrin tók aö sleikja barn
sitt meö miklum fagnaöarlátum. Nokkurum dögurn
síöar varö manninum reikaö um þessar slóöir og
var þá kýrin þar á beit meö kálfi sínum og virtist
hann nú hinn brattasti — Og er hún sér manninn,
gengur hún í veg fyrir hann og er þá meö miklu
gleöibragöi, þefar af honúm og sýnir ýms vináttu-
merki. Talar hann nú við kúna og klappar henni,
en hún gefur sér góöan tíma, stendur kyr og fer að
jórtra. Þótti manninum auðsætt, aö kýrin haföi ver-
iö aö „þakka fyrir síöast“, er hann bjargaði kálf-
inum hennar úr skuröinum. —
r
Astasaga.
Það var á sólbjörtum sumardegi,
aö Gráni rann okkar gömlu vegi
svo sporaléttur, því lund hans var
míns insta fagnaðar endursvar.
Eg hleypti dalinn svo dundi í klettum
á hlemmiskeiði og hörðum sprettum,
og fjörið geislaði af Grána brá,
því sál hans lýsti mín leynda þrá.
Við áðum snöggvast í lindarleyni
viö bjarkarunnann hjá Banasteini.
Þar brann til ösku mín æsta þrá.
Eg heyrði úr kjarrinu hvíslast á.
Og Gráni skildi ]rá kossakæti;
meö höfði drúptu og höllum fæti,
með úrug talandi augun sín:
Eg veit hún situr þar vinan þín.
DÝRAVERNDARINN
kernur að minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári.
Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er
gefið út hér á landi. Argangur hans kostar að eins
3 krónur.
Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp-
eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú
siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og
miskunnsemi við munaðarlausa.
Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í
honurn munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra
menn og merka.
Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra
góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt
leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að
kynna blaðið.
Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar-
anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun.
Dýraverndunarfélag Islands.
Eg steig á bak, en eg bað hann ekki
um hýruspor eða hlaup; eg þekki
svo Grána lund. Og eg gróf minn harm
sem dýpst í léttíetans breiða barm.
— Og Gráni eigrar heim engjaslóðann
með hug minn dapran 0g dauðahljóðan
á baki sínu. Það böl hans er,
að skynja harminn í hjarta mér.
Eg ríð í hlaðið. Við hliðið liggur
minn' göngufélagi, hann gamli Tryggur;
hann geyr eitt smábofs við Grána sinn,
en setur hljóðan við svipinn minn.
Pétur Benteinsson
frá Grafardal.
Munið að gjalddagi blaðsins er 1. júlí.
Afgreiðslu og inheimtu „Dýraverndarans“ annast
Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð,
Pósthólf 566, Iteykjavík, og þangað eru menn vin-
samlega beðnir að snúa sér með fyrirspurnir sínar,
eða annað, sem við kemur blaðinu.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Utgefandi: Dýraverndunarfélag Islands.
Félagsprentsmiðjan h.f.