Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1940, Qupperneq 11

Dýraverndarinn - 01.09.1940, Qupperneq 11
DÝRAVERNDARINN 47 örðugt reynist að sanna þa'ö, að skrælingjaháttur þessi sé enn tí'öka'öur. — ÞaS er oft svo, aS menn eru tregir til aS bera vitni gegn nágrönnum sínum og kjósa heldur a'ö þegja, en aö koma þeim í vanda. Þetta er kann ske afsakanlegt, en rangt er þa'ö eigi aö síöur og í raun réttri hin mesta ósvinna. ef sakir eru alvarlegar, svo sem dýraníösla og annaö, þess háttar. Menn ætti blátt áfram aö líta á þaö sem sjálfsagöa skyldu, aö kæra þá menn, sem láta sig' henda annaö eins og þaö, aö aflífa skepnur meö háls- skuröi. Þaö ætti hiklaust aö varöa sektum, að þegja yfir því likum skrælingjahætti og ómensku. Og þeir menn, sem skera bráölifandi sauökindur (þ. e. skjóta þær hvorki né rota), ætti ekki að sleppa með sektir, heldur sæta fangelsisvist svo að um mun- aði. Það veröur að taka liart á öllum þeim, sem auka þjáningarnar, hvort sem níðingsverkin eru framin á mönnum eða málleysingjum. Eg þykist vita meö vissu, að „Dýraverndunarfé- lag íslands" hafi fullan hug á því, aö koma lögum yfir þá menn, sem fremja aðra eins óhæfu og þá, að taka sauðkindur í fullu fjöri og ódeyfðar og skera þær á háls. En það verður áreiðanlega eríitt að ná tökum á þeim piltum, ef nágrannar og ann- aö kunnugt fólk fæst ekki til að kæra þá og bera vitni gegn þeim. En eitthvað verður að reyna. — Og ekki getur stjórn „Dýraverndunarfélagsins" ver- iö alls staðar til eftirlits. Mér dettur í hug, hvort ekki mundi reynandi fyrir stjórn félagsins, að komast í samband við áreið- anlega menn, t. d. einn eða tvo í hverri sýslu, og gera þá aö trúnaðarmönnum sínum í þessu máli. Yröi þeir varir viö, aö fé væri deytt á hinn gamla og hryllilega hátt, með hálsskurði, bæri þeim að skýra stjórn „Dýraverndunarfélagsins“ frá því og veita henni nauðsynlega aðstoð til þess, að lögum yrði komið yfir sökudólgana. — Vænti eg þess fast- lega, að dýravinir í sveitum landsins muni telja sér skylt að styðja þessa viðleitni. — Æskilegast væri auðvitað, að ekki þyrfti til kæru- mála að koma, og að þeir menn, sem enn kunna að halda fast í liinn gamla sið, hálsskurðinn, léti af því ljóta athæfi af sjálfsdáðum og tæki upp aðrar og betri aðferðir. En fáist það ekki, þá er að reyna að ná tökum ♦ á sökudólgunum og láta þá liljóta makleg mála- gjöld.“ Dýravinur. Smávegis. Ljónið og baróninn. Einu sinni kom rússneskur barón til Kaupmanna- hafnar og hafði meðferðis tamið ljón, sem hann átti. Skömmu eftir komu sína til Iiafnar sýktist baróninn og lá veikur mánaðartíma. Var ljóninu komið í geymslu í járnbúri í dýragarðinum og geymt þar meðan eigandi þess var forfallaður. Ljónið var ærið dauft á dálkinn og geðstirt með- an eigandi þess var fjarverandi og þótti auðsætt að því mundi leiðast. Þegar baróninn vitjaði ljónsins í dýragarðinum, eftir fjarvistina, voru margir við- staddir og undruðust allir hinn innilega fögnuð, sem dýrið lét í ljós, er það sá húsbónda sinn og herra. Það hoppaði af gleði fyrir innair grindurnar og reyndi að brjóta þær, til þess að komast sem allra fyrst á fund vinar síns. •—■ Gekk nú baróninn inn til dýrsins, en það lét gleði sina óspart í ljós. Flaðr- aði upp um hann, eins og hundur, og sleikti andlit hans og hendur. —■ Spurði nú baróninn hvort nokkur viðstaddur þyrði að ganga í búrið, en enginn varð til þess, nema sá, er gefið hafði ljóninu í forföllum eigand- ans. En jafnskjótt og hann gekk í búrið, ætlaði það að ráðast á hann. Skipaði þá baróninn dýrinu að láta manninn í friði og bauð því jafnframt að sleikja hendur hans. Hlýddi það skipaninni tafarlaust og sýndi manninum fullkomna vináttu og traust. •— Rottur munu nú komnar nálega um alt land, að minsta kosti við sjávarsíðuna, og víða upp um sveitir. Eru þær ein hin versta plága, sem kunnugt er, og geng- ur illa að losna við þær, þó að reynt sé ár hvért og miklu til kostað. -—- Það er ekki ýkja-langt síð- an, er rottur fluttust hingað, og svo segir Þórður biskup Þorláksson, að á 17. öld hafi engar rottur verið á íslandi. Um miöja 18. öld voru þær orðnar algengar á Snæfellsnesi (undir Jökli), einkum að norðan verðu. Höfðu að sögn komið þangað með skipi, sem strandaði á Rifi. Víða um lönd er nú árlega varið of fjár til útrýmingar rottum, með misjafnlegum árangri. Viðkoma þessara kvikinda er geysimikil.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.