Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1946, Síða 10

Dýraverndarinn - 01.03.1946, Síða 10
1(» DtRAVERNDARINN Verðlaunakeppni. Samkvæm t skipulagsskrá Minningarsjóðs Jóns Ólafssonar bankastjóra verða á þessu ári (1946) veitt tvenn verðlaun úr sjóðnum, að fjárhæð 100 krónur og 60 lcrón- ur fyrir ritgerðir um dýraverndunarmálefni. Þeir, sem keppa vilja um verðlaun þessi, sendi ritstjóra Dýraverndarans ritgerðir sínar fyrir ágústmánaðar- lok, einkenndar með sérstöku merki, og fylgi nafn höfundar, ásamt einkennismerki ritgerðarinn- ar, í lokuðu umslagi. Stjórn Dýraverndunarfélags Islands dæmir um ritgerðirnar og ákveður, hverjir hljóta skuli verðlaunin. Ritgerðirnar verða birtar í Dýra- verndaranum. Stjórn Dýraverndunarfélags Islands. Móðurást minka. Þó að minkurinn sé hvort tveggja í senn: grimmur og blóðþyrstur, er við brugðið, hversu sumar minkamæður láti sér annt um afkvæmi sín. Því til sönnunar er eftirfarandi atvik, sem gripið er úr erlendu lilaði: Maður einn keypti nokkura minka til upp- eldis. Lifði læðan fram á sumar í búri með nokkurum ungum, en veslaðist svo upp unz hún drapst. Eigandinn var í vafa um, hvað dregið hefði hana til dauða. En annar maður, sem kunnugur var minkarækt, kom eigand- anum i skilning um, hvað var að. Hann spurði, livort ungarnir Iiefði gengið frá leifðu, og neitaði eigandinn þvi. „Þá hefir móðirin horfalIið“, sagði maður- inn, „því að minkamæður snerla aldrei á DÝRAVERNDARINN kemur að minnsta kosti út átta sinnum á ári, mánuðina: febrúar, marz, apríl, maí, septem- ber, október, nóvember og desember. Ætlunarvcrk Dýraverndarans er að vinna að uppcldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðhót, sem fram kemur 1 verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðar- lausa. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og liylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Þeir, sem útvega fimm kaupendur að Dýra- verndaranum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Dýraverndunarfélag Islands. Til kaupenda Dýraverndarans. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndai’ans“ annast Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (mið- hæð), pósthólf 566, Reykjavík, og ber að senda honum allar greiðslur blaðsins og tilkynningar um nýja kaupendur. — Árgangur „Dýravernd- arans“ kostar nú 10 krónur. — Það, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. fóðrinu fyrr en ungarnir liafa lorgað því, sem þeir geta. Ef þeir skilja ekkert eftir, þá fá mæðurnar ekkert og dragast upp.“ Heimilisfang ritstjóra Dýraverndarans er við Grettisgölu 67, (sími 4887), og sendist þangað hvers kon- ar efni, sem ætlað er til birtingar i blaðinu. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Dtgefandi: Dýraverndunarfélag Islands. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.