Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 4
Fleira er sagt nm hrafninn, en hér kemur nú að
hundinum, og um hann hafa málsháttasmiðirnir
látið sér ennþá tíðara en um krumma:
Gagar er skaptur, því að geyja skal. (Gagar þýðir
hundur.)
Hátt geltir ragur rakki.
Geltinn hundur glefsar sízt.
Betra er að ala hund en illan þræl.
Hundur veit húsbóndans vilja.
Gefðu hundi roð, og mun hann fylgja þér.
Hundur er herra sínum líkur, köttur sinni frú.
Oft nýtur hundur síns herra .
Fyrir húsbóndans dyrum er greyið grimmast.
Sorphaugar eru seppum kærir.
Á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela.
Veit hundur, hvað étið hefur.
Það er siður rakka að rífa úr hnakka.
Hvað skal hundur til hofs eða köttur til kirkju,
Illt er að kenna gömlum hundi að sitja.
Hrein er hundstungan.
Hundstungan græðir, kattartungan særir.
Það er lítið, sem hundstungan finnur ekki.
Oft eru hvítar tennur í svörtum hundi.
Bein og högg eru hundsins réttur.
Ekki er hátt hunds fallið.
Miklu fleiri málshættir eru kenndir við hund-
inn, en hér skal nú staðar numið.
Áður hefur haninn komið hér við sögu, en nú
er það hænan, og þykir hún lítt lærdómsrík:
Á mér sér, kvað hænan, hún var reytt í kolli.
Svo lifir hænan á sköfum sínum sem ljón á bráð
sinni.
Þá er nú komið að kúnni, sem bezt hefur oftast
nært svangan:
Betri er ein kýr með ró en sjö með óró.
Ekki eru það allt góðar kýr, sem baula hátt.
Lengi jórtrar tannlaus baula á litlu fóðri.
Lengi þraukar þarfakýrin.
Kýrin mjólkar ekki meira, þó skjólan sé stór.
Sá gaf kú, sem eina átti.
Ein kýr vill aðra sér jafnskitna.
Þegar ein kýrin pissar, pissa þær allar.
Seint vagar kálffull kýr.
Oft gleymir hún kussa því, að hún var kálfur.
F'ærra segir af nautunum í málsháttasafninu. Þar
segir aðeins:
Margt er gott í góðu nautinu.
Nú er nokkuð um, nautið dansar.
Hvað svo um sauðkindina? Það er margt sem von-
legt er, svo marga sem hún hefur fætt og klætt.
Oft er misjafn sauður í mörgu fé.
Man sauður, hvar lamb gekk.
Ekki á sauðurinn samrekstur við selinn.
Hver sauður er svartur í myrkri.
Þar gætir sauður sauða, sem enginn hirðir er.
Ekki megum við gleyma þeim, sem „flýgur fugla
hæst“:
Öndverðir skulu ernir klóast.
Ramur er örn í sátri.
Ernir sitja sjaldan nema á hæðum.
Nú skulum við koma að fjórum sjávardýrum,
höfrungi, sel, þorski og síld.
Höfrunga kæti veit á vind.
Oft verður slíkt á sæ, kvað selur, var skotinn í
auga.
Ekki þarf að kenna selnurn að synda.
Ekki er selur sjúkra fæða.
Þegjandi kemur þorskur í ála.
Svengdin gerir síldina sæta.
Ójá, snemma hafa íslendingar heimskað sig á
að telja síldina vart til manna matar, og ennþá er
hún helzt hæf hjá íslenzku þjóðinni í útlendinginn
eða í vöru, sem ekki er ætluð til matar.
Við skulum svo klykkja út með fáeinum máls-
háttum, þar sem kisu getur:
Kalt er kattar gamanið.
Kalt er kattareyrað og konuhnéð.
Það er slæmur köttur, sem sleikir í fyrir, en
klórar á bak.
Köttur vill hafa fisk, en væta ei klær.
Kominn er köttur í ból bjarnar.
Leyfist kettinum að líta á kónginn?
Það þarf margar mýs til að binda köttinn.
Þegar kötturinn er úti, leika mýsnar inni.
Þar sem kötturinn kemur inn höfðinu, þar kemst
hann allur.
Það mun margur hafa gaman af þessu safni og
gagn líka. Það er til dæmis tilvalið umræðuefni á
skemmtifundum — og margt má sér til gamans gera
með notkun þess, ef vel er að hugað.
80
DÝRAVERNDARINN