Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 18
„Börnin“ eru ekki fyrr komin út, en tveir eða þrír fullorðnir koma þjótandi og nusa sem vand- legast af þeim allt frá trýni og aftur að rófu. Svo koma þá „börn“ út úr nágrannahaugunum, og ekki líður á löngu, unz allur hópurinn hefur hafið ærið fjörugan leik. Hvolparnir hendast og sendast um grasigróið umhverfið, fara í feluleik eða eltingarleik allt í gleði og gamni. Oft er það, að krakkatetur gerir ítrekaðar tilraun- ir til að fá fullorðinn fýlupoka til að leika sér — og þið skuluð ekki ætla, að „krakkinn" gefist upp. Ó, ekki! Hann tekur til sinna ráða. Hann stekkur upp á bakið á fýlupokanum og hoppar þar og hamast, unz sá aldraði lætur sér segjast, tekur heldur Jtann kost að leika við krakkaskömmina en að Jjurfa að sætta sig við, að á honum sé traðkað og hoppað. „Krökkunum" Jjykir alveg sérlega gam- an að J)ví að bíta í rófuna á einhverjum durtinum og láta hann síðan draga sig — og mest verður gam- anið, ef durturinn reynir að hlaupa krakkakvölina af sér. „Krakkinn" sleppir ekki, enda er allt mjúkt viðkomu, sem verður á vegi hans og ekki hundrað í hættunni, Jsó að hann jafnvel kollsteyptist. Þegar hvolpa sléttuhundanna þyrstir, mætti ætla, að Jseir Jjyrftu nú að eyða tíma frá leikjunum í að finna móður sína til }:>ess að geta svalað Jiorstanum, en svo er ekki: Þeir hlaupa til fyrstu tíkurinnar, sem verður á vegi Jæirra, og undir hana fara Jæir og byrja strax að sjúga. Og Jiað er nú síður en svo, að liún bíti Jxá af sér .Hún tekur J>eim eins og hún hefði J)á sjálf í heiminn borið. Ekki þurfa hvolparnir heldur að leita uppi heim- kynni foreldra sinna, Jjegar kvöldar og Jteir eru orðn- ir Jtreyttir af stússi og leikjum dagsins. Þeir geta bara farið inn til þeirrar fjölskyldu, sem næst er þeim stað, sem er leikvöllur Jæirra, J^egar þeir gefast upp á leiknum. Þar er þeim velkomin næring og gisting, eins og Jæir væru afkvæmi þeirra, sem Jiar ráða húsum. Svo er J)á ekkert líklegra en að fullt sé af gestum á heimili móður Jieirra og J)ar sé veitt af rausn og mildi. En ekki er líf sléttuhundanna algerlega áhyggju- laust frekar en annarra skaparans skepna. Þeir eiga sína óvini. Þeir vita það, og Jjeir gera sínar ráð- stafanir til þess að verjast hættunni. í útjöðrum Jjorpanna eru ávallt árvökulir verðir. Ef þú ert staddur í svona þorpi og íbúarnir eru orðnir vanir við nálægð þína, svo að þeir taka ekkert mark á þér, getst J)ér kostur á að heyra og sjá, hvernig varað er við skelfilegasta óvininum. Hvolparnir eru að leika sér, fullorðnu dýrin að naga rætur eða bara láta sér líða vel í sólinni, en allt í einu kveður við hávært og skerandi gjamm. Og Jtað er eins og öllum dýrunum — smáum og stórum — sé sópað niður um holurnar — dyrnar á öllum hinum einkennilegu haugum. Þú sérð ekki nema við nána athugun, hvað er orsök Jtessa. Og J)ú verður að liorfa upp í himinhvolfið til Jæss að sjá J)að, sem hefur valdið J)essu uppþoti. En þá kemurðu líka loksins auga á fugl, sem svífur svo hátt í lofti, að Iiann sýnist næstum eins og dökkt strik. En Jætta er haukur, og dýrin vita, að hann sér vel og er ekki lengi að stinga sér og hremma ein- hvern livolpinn með sínum bognu og hvössu klóm. Þá er einnig mjög mikil hætta á Jjví, að sléttuúlfur leiti sér að bráð í Jiorpinu. Strax og verður vart við hann, er gefið hættumerki. En J)að er ekki eins æsilegt og Jiegar haukurinn sést, og sléttuhundana grípur ekki neitt hræðsluæði. Að- eins Jæir, sem búa í útjöðrum Jiorpsins, eru í bráðri hættu, og það er á ýmsan hátt hægt að vara sig á óvinum, sem sækja að á jörðu, J)ó að illt geti verið að varast hina, sem svifa í loftinu. Þegar sléttuhundur heyrir hættumerki, sem tilkynnir, að úlfur sé í nánd, fer húsbóndinn í hverfinu gjarnan efst upp á haug sinn og skimar vandlega. Ef hann sér, að sótt er að nágranna, sem býr svo sem 100 metra í burtu, lætur liann eins og ekkert sé, labbar sig niður af liaugnum og fer að snæða. En greifinginn, sem er sjálfur undirheimabúi, og á sínar sérstöku nýlendur sums staðar á sléttunum, getur verið ærið liættulegur, Jjví að hann er stór og 94 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.