Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 7
Na$»a» um STartfnglinn Eftir Finnboga Bernódnsson i Bolungarvik. Aðfaranótt hins 6. júlí árið 1942 gerðist sá atburð- ur, að þýzkir kafbátar réðust á skipalest úti fyrir Vestfjörðum. Hversu mörg skip voru skotin í kaf og hversu margir menn fórust þarna var aldrei gefið upp af herstjórn Bandamanna með neinum sann- indum. Hins vegar var vitað, að tvö skip komust, í höfn á Vestfjörðum, annað inn í Dýrafjörð, en hitt inn á Önundarfjörð, sundurtætt eftir skot og sprengjur. Mikið af alls konar braki var á reki um hafið; björgunarbátar og flekar sáust víða, og allmikið af þessu var hirt, enda flaut margt af því til lands og barst upp á fjörur hér og þar. Stórar, kolsvartar jarðolíubreiður voru viðs vegar um hafið, og þakti olían mjög stór samfelld svæði, þegar logn var á. Þessar olíubreiður reyndust hinn mesti háski fyrir alla þá fugla, sem í þeim lentu. Klístraðist olíu- bikið í fiðrið, svo það lagðist fast að líkamanum og varð að lokum gegnvott inn að skinni og gat alls ekki þornað. Voru mikil brögð að þessu, og varð endirinn jafnan á einn og sama veg: Fuglarnir dóu aumkunarlegum dauðdaga. Er jafnvel óhætt að fullyrða, að fjöldi svartfugla hreint og beint drukkn- aði, en aðrir króknuðu um hásumarið, þó að þeir hefðu þolað vetrarhörkur á úfnu hafi. Nokkru eftir að þeir atburðir gerðust, sem að eftir að bæklingurinn kom út, hvernig honum hefði verið tekið af almenningi, og höfundurinn hefði sagt, að hugmyndir hans um þessi mál, hefðu vakið rnikla athygli. Mörg barnavinafélög og byggingar- félög hefðu þegar ráðizt í framkvæmdir á grund- velli þeirra. Það væru því góðar horfur á, að sú gæti orðið raunin, að jafnvel þau börn, sem byggju í stórborgum, fengju að kynnast dýrum sér til yndis °g aukins þroska. Hvað svo um þessi mál hér á íslandi? framan getur, vorum við á sjó á vélbátnum Flosa hinum eldri. Formaðurinn var þá Benedikt Jónsson. Logn var og heiðskírt loft og veður því sérlega fagurt. Þegar við vorum alllangt komnir að draga lóðirnar, kom svartfugl syndandi að bátnum, og brá nú svo undarlega við, að fuglinn vildi auðsjáanlega komast upp í bátinn, því að hann fylgdi honum eft- ir, hélt sig þétt við skutinn. Benedikt þótti þetta kynlegt atferli hjá villtum sjófugli, og virtist honurn ekki um að villast, að fuglinn væri að leita sér hjálpar. Benedikt seildist því niður til hans, lyfti honum upp í bátinn og lét hann á vélarhúsið. Fugl- inn virtist kunna þessu vel. Hann var allur ataður olíubiki, og nú tók hann að reyna að kroppa það úr fiðrinu, vann að þessu lengi og dyggilega. Öðru hverju blakaði hann vængjunum og hristi sig eins og hann megnaði, en þetta stoðaði lítið, því að fiðrið var gegnblautt og klesst við hörundið. Ég tók þá fuglinn og lét hann fram á lúkarakappann. Svo reyndi ég að strjúka allt fiðrið á honum öfugt, og var að þessu nokkur bót. En fuglinn kunni þessu illa. Reyndi hann að gogga í mig og gargaði vonzku- lega. Ég hætti Jrá þessari tilraun minni, en flatti smáfisk og lét hann hjá honum. Það féll honum betur en fyrra atferli mitt. Hann hjó drjúgum í fisk- inn, en reytti sig þess á milli. Við héldum áfram að draga, og fór Jtað nú að ganga hægar, Jrví að í hljóp mikill straumur. Við skiptum okkur þess vegna ekkert af svartfuglinum. Virtist hann orðinn allbrattur, vel Jnirr að sjá og saddur. Allt í einu lyfti hann sér og hoppaði út á öldustokkinn. Þar skimaði hann í allar áttir, og að Jrví búnu steypti hann sér í sjóinn og synti frá bátn- um. Bar hann hratt aftur fyrir skutinn, því að andóf var mikið og báturinn á allmikilli ferð. Við gáfum honum svo ekki frekari gætur. Þegar Jretta skeði, vorum við nýbyrjaðir að draga næst síðasta tengsli lóðanna. Þegar upp kom síðasta miðkrakan, var niðurstaðan sett á dráttarspilið, og var hún dregin á J)ví, unz bólið var komið að skutn- um. Maðurinn, sem dró niðurstöðurnar, heitir Magnús Helgason. Hann brá sér nú aftur á skut- þiljurnar til Jiess að leysa úr stönginni. Þegar hann renndi augunum aftur fyrir skutinn, sá hann, að svartfugl synti allt hvað af tók á eftir bátnum, en vann Jió ekkert á vegna straumsins og Jress tiltölulega mikla gangs, sem varð að vera á bátnum, svo að áfram hefðist á lóðina. Tók J)á Magnús liðlegan DÝRAVERNDARINN 83

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.