Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 11
brúna, sem lá þvert yfir gólfið. Hún lá alla leið upp í rúmið liennar Kötu, brá bjarma á dökkan kollinn á henni. Sú átti það nú ekki amalegt, — ekki furða, þó að hún svæfi vel, lá í rúmi undir þessum líka dónalega skinnfeldi! „Mja-ál“ sagði kisi aftur, setti upp kryppu og stökk upp í rúmið til sofandi barnsins. Kata hrökk upp og æpti svo hátt, að kisi leit á hana augum, sem voru lireinlega kringlótt af undr- un. Kötu liafði dreymt, að stærðar villidýr væri að ráðast á hana. Það var í laginu eins og fiskur, en á stærð við karlmann og loðið eins og skógarbjörn. Og það brann eldur úr augum þess, þegar það stökk upp í rúmið hennar. Þá gat Kata komið upp ldjóði — og svo vaknaði hún. Og nú sat lnin þarna í tunglsljósinu og gerði sér grein fyrir því, að liana hafði bara verið að dreyma og að ófreskjan var ekki annað eða verra en hann guli kisi hennar, sem var svo undur góður. „Maj-á,“ sagði kisi einu sinni enn. Og Kata tók utan um hann og vafði hann að sér. Þá fór kisi að mala. Nú var hún Kata litla eins og hún átti að sér. Þarna var þá líka tunglið — alveg við gluggann. Og það brosti til hennar, — það var ekki um að vill- ast. Eins og Kata yrði þá ekki að brosa á móti! Hún hafði víst aldrei séð mánann eins stóran og liann var í kvöld — eða þá segðu svo gullinskæran og fallega kringlóttan! „Mamma," sagði Kata, „líttu nú bara á tunglið, mamma!“ En mamma svaraði ekki. Og nú fyrst tók Kata eft- lr jiví, að hún var alein í þessu stóra og breiða rúmi, sem hún svaf í hjá móður sinni, þegar pabbi var að heiman. „Mamma!“ Nú hrópaði hún. Elún skimaði um allt herbergið, leitandi, spyrjandi, og augun urðu stór og dimm af skelfingu. Blátt tunglsljós og svart- lr skuggar um borð og bekki, gólf og veggi. Mamma hvergi sjáanleg. „Hvar ertu, mamma? Ertu kannski uti í brenniskýlinu?“ Kata hlustaði og beið, en eng- lnn svaraði. Hún var alein með kisa, sem liringaði S1g saman, hjúfraði sig upp að henni, kíkti á hana °g æmti gæðalega. •»Ég er þó lijá þér,“ vildi kisi sagt hafa, — honurn fannst, að nálægð sín hlyti að nægja. En Kata sleppti kisa og setti fæturna fram yfir rumstokkinn. Hann var svo hár, að hún gal ekki dýraverndarinn stígið niður á gólfið, heldur varð hún að halda sér í slokkinn og láta sig síga niður. Mamma var auð- vitað úti í fjósi að gá að henni Ljómalind, sem kom- in var alveg að burði. Og Katrínu litlu fannst hún yrði að fara strax út í fjós og finna mömmu. Hún trítlaði berfætt yfir að bekknum, sem vatnsfatan stóð á, og undan lionum tók hún skemilinn sinn. Hún setti hann frammi við dyr og steig upp á hann, og svo tókst henni þá að opna dyrnar. „Mjá-á,“ var sagt í kvartandi tón í myrkrinu á bak við hana, en hún lét eins og hún heyrði það ekki. Hún flýtti sér út á hlaðið og áleiðis til fjóssins. Nú bar mánann beint yfir Baðstofubrekkuna. Já, þar stóð hann á himinhvelfingunni og liló að telp- unni og stráði fannirnar litlum. fagurglitrandi stjörnum. Mjöllin var svo köld, að telpan kveinkaði sér ofurlítið, þegar hún steig í liana berfætt fyrstu sporin, en þetta var nú enginn spölur yfir hlaðið að fjósdyrunum. „Mamma, mamma, opnaðul“ Kata stóð í fjós- skyggninu og knúði dyra krepptum hnefum, því að hún náði ekki upp í lokuna á þessum dyrum frekar en hinum, nema að liafa eittlivað til að hækka sig. „Mamma, ég vil komast inn til þín.“ En einmitt í þessari svipan sá hún, að lokan var í kengnum. Mamma var ekki í fjósinu. Og hend- urnar á Kötu sigu niður með hliðunum. Hún fór að vatna músum og vældi ofurlítið. Hvernig gat hún mamma hennar fengið af sér að fara frá henni svona seint á kvöldi. „Ú-hú-hú,“ vældi Kata litla og starði á manninn í tunglinu. Var liún mamma ekki agalega skrýtin við litlu telpuna sína? Máninn bara brosti. En samt hafði Kata það á tilfinningunni, að eiíthvað vildi hann nú sagt hafa, og svo virti hún hann betur fyrir sér. Þá þóttist hún skilja hann, skömmina þá arna. „Farðu bara inn aftur og legðu þig!“ Það var þetta, sem máninn vildi segja við hana. Og Kata labbaði hlýðin sömu leið og hún kom. Það var víst liollast. En þegar hún kom í bæjardyraskyggnið, nam hún staðar og starði skelfd: Hurðin hafði skollið aft- ur. Og hvernig, sem hún reyndi, náði hún ekki upp í klinkuna. Hún vissi það, en hún reyndi aftur og aftur, tyllti sér á tá og teygði sig eins og hún lif- andi gat. En nei, — og svo gafst hún upp. Hún fór að gráta, grét nú hástöfum, því að nú var hún hrædd, hrædd 87

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.